Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Herjólfur í lokaprófunum í Póllandi

Ekki liggur þó fyrir hvenær nýja ferjan verður afhent. Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir að mögulega hefjist siglingar fyrirtækisins með núverandi Herjólfi í lok mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Meta áhrifin af loðnubresti

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar.

Innlent
Fréttamynd

Kolmunnaveiðar fyrr vegna loðnubrests

Uppsjávarskipið Huginn VE er á heimleið til Vestmannaeyja með fullfermi af kolmunna sem veiddist á miðunum suðvestur af Írlandi. Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri segir að íslenski flotinn hafi verið við kolmunnaveiðar á þessum slóðum í um mánuð, nokkru fyrr en áður þar sem engin loðnuveiði hefur verið við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns

Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði lögreglu lífláti og kynferðislegu ofbeldi

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum var gefið að sök að hafa hótað lögreglumönnum eftir að hafa verið handtekinn í Vestmannaeyjum febrúar á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Framúrkeyrslan í Eyjum nemur 56 milljónum

Framkvæmdastjóri hjá Vestmannaeyjabæ segir fyrri fréttir af 150 milljóna króna framúrkeyrslu vegna framkvæmda við Fiskiðjuna vera rangar þar sem verið sé að rugla saman verkþáttum.

Innlent