Árborg

Fréttamynd

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju

Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

Innlent
Fréttamynd

Stokkseyringar og Eyrbekkingar fá ljósleiðara í sumar

Í sumar mun Ljósleiðarinn leggja ljósleiðara til allra heimila og fyrirtækja á Stokkseyri og Eyrarbakka. Framkvæmdirnar hefjast með hækkandi sól og lokið verður við að tengja öll heimili á Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir árslok 2022. 

Innlent
Fréttamynd

102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka

Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul.

Innlent
Fréttamynd

Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka

Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur.

Innlent
Fréttamynd

Vel heppnað skuldabréfaútboð Sveitarfélagsins Árborgar

Sveitarfélagið Árborg lauk við að bjóða út skuldabréf á lánamarkaði þann 3. mars síðastliðinn. Skemmst er frá því að segja að vaxtakjörin sem buðust voru 0,9% og eru það betri kjör en sveitarfélögum bjóðast nú hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Á þessum kjörum buðust Árborg nú þrír milljarðar króna, en um var að ræða stækkun skuldabréfaflokksins ARBO 31 GSB.

Innlent
Fréttamynd

Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu

Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju er þessi hraði vöxtur mögu­legur í Svf. Ár­borg?

Vöxturinn á Suðurlandi undanfarin ár hefur verið ævintýralegur. Sú mikla uppbygging er mjög áberandi þeim sem leið eiga um landshlutann. Vöxturinn endurspeglast meðal annars í þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér nú stað í landshlutanum og þá sérstaklega á Stór-Árborgar svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma

Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin.

Innlent
Fréttamynd

100 eða 400 króna gjald yfir nýja Ölfus­ár­brú?

Ef allt gengur upp verður hægt að aka yfir nýja brú yfir Ölfusá við Selfossi 2025. Brúin verður 330 metra löng stagbrú með turni í Efri-Laugardælaeyju. Gjaldtaka verður yfir brúnna. Bæjarstjóri Árborgar sér fyrir sér hundrað krónu gjald en forstjóri Vegagerðarinnar fjögur hundruð krónur.

Innlent
Fréttamynd

„Það er alveg nóg að fá þúsund nýja íbúa á Selfoss í ár“

Reiknað er með að íbúum á Selfossi fjölgi um fimmtán prósent á árinu, sem samsvarar að um átján hundruð manns muni flytja í bæjarfélagið. Bæjarstjórinn segir mikla vaxtarverki fylgja svo mikilli fjölgun og vonar að hún verði ekki svo mikil, það sé alveg nóg að fá þúsund nýja íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun

Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð.

Innlent
Fréttamynd

Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd

Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Íslensku húsdýrin mætt í nýja miðbæinn á Selfossi

Geit, svín, kýr, kind, hæna, hundur, köttur og hestur hafa nú komið sér fyrir í nýja miðbænum á Selfossi. Þetta eru þó ekki lifandi dýr því þau eru öll upp á vegg í ramma eftir listamann, sem hefur teiknaði þau svo fallega.

Innlent
Fréttamynd

Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes

Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur.

Innlent
Fréttamynd

Sækist eftir fyrsta sæti í Árborg

Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar, sækist eftir því að leiða framboð Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann gefur því kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í sveitarfélaginu þann 19. mars næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Ellý vill annað sætið hjá Framsókn í Árborg

Ellý Tómasdóttir ætlar að gefa kost á sér í annað sætið í prófkjöri Framsóknar í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ellý er með bakkalárgráðu í sálfræði, meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem forstöðumaður í Frístundaklúbbi á Selfossi. 

Innlent
Fréttamynd

Dýrin svíkja þig ekki og þau kjafta ekki frá

Hundurinn Sólon og hestarnir hennar Elísabetar Sveinsdóttur á Selfossi hafa reynst henni stórkostlega í veikindum hennar því hún segir að samvera með dýrum geti haft úrslita áhrif, ekki síst fyrir andlega þáttinn, við að komast í gegnum veikindi. Það sé alltaf hægt að treysta dýrunum og þau kjafti ekki frá.

Innlent
Fréttamynd

Hinseginvika í Árborg

Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar.

Innlent
Fréttamynd

Um misopin bréf til skóla­fólks

Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum.

Skoðun