Oddvitaáskorunin: „Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 21:01 Tómas og fjölskyldan í hringferð um landið sumarið 2021. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Tómas Ellert Tómasson leiðir lista Miðflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Tómas Ellert Tómasson, 51 árs bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Giftur Dýrleif Júlíu Guðlaugsdóttur líftæknifræðingi, starfandi dagforeldri á Selfossi. Við eigum saman þriggja ára tvíburadæturnar Þorbjörgu Evu og Elízabetu Emblu. Fyrir átti Dýrleif dæturnar Steinrúnu Dalíu og Sylvíu Björk. Ég er einnig svo ríkur að eiga soninn Andra Karl og tengdadótturina Hafdísi Elvu og barnabörnin Daníel Karl og Snædísi Freyju. Þar með er ekki allt upptalið því á heimilinu búa líka íslenski fjárhundurinn Grettir og Border Collie tíkin Súsí auk naggrísanna Hnetu og Perlu. Sannkölluð Pabbi, mamma, börn og bíll stemning á heimilinu :) Ég starfa dags daglega sem byggingarverkfræðingur hjá SG-húsum á Selfossi auk þess að vera bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Selfyssingarnir – Tómas Ellert formaður bæjarráðs í Svf. Árborg og Elliði sveitarstjóri í Ölfusi. Ólst fyrstu sex ár ævi minnar á Grundarfirði áður heldur en að við foreldrar og systkini fluttumst á Selfoss árið 1977. Hér á Selfossi hef ég svo alið manninn meira og minna síðan. Stundaði nánast allar íþróttir sem að hægt var að stunda í uppvextinum, tilheyrði þeim hópi stráka sem að unnu til fyrstu verðlauna Umf. Selfoss á Íslandsmóti í handbolta árið 1982. Nokkrir úr þeim hópi urðu svo síðar landsliðsmenn í íþróttinni eins og Maggi Sig og Gústi Bjarna. Ég valdi reyndar fótboltann fram yfir þegar að í meistaraflokka var komið. Spilaði meðal annars með Heiðari Helgusyni hjá Þrótti Reykjavík og ýmsum snillingum í Fossvogs Víkingum. Lauk ferlinum á Selfossi og var fyrirliði liðsins um 4 ára skeið. Ég er ákaflega vel meðvitaður um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og unni ungmennafélaginu mínu heitt. Að auki hef ég látið til mín taka fyrir hönd þeirra sem hafa og eiga um sárt að binda. Það er því miður staðreynd að fátækt er staðreynd í okkar samfélagi og því berst ég meðal annars mjög hart fyrir því að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Ég sé að nú er að verða vitundarvakning og skilningur á því baráttumáli mínu því að önnur framboð hafa nú tekið þetta mál upp. Dropinn holar steininn. Ég elska auk þess Nýju Árborg heitt sem að við í bæjarstjórnarmeirihlutanum höfum skapað með þrotlausri vinnu síðastliðin fjögur ár. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég aldist upp fyrstu ár ævi minnar – Kirkjufell við Grundarfjörð. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Fánýtishegðun hælbítana. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að vinna með gagnagrunna. Já, ég er Excel-Nörd. Tómas í Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Úfff. Mín minnisstæðustu eru þegar að ég týndist á Lýðveldishátíðinni sem haldin var Í Búðardal árið 1974. Sagan endaði vel, Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu :) Hvað færðu þér á pizzu? Allt mögulegt. Er hrifnastur af hráskinkupizzu. Hvaða lag peppar þig mest? Walls Come Tumbling Down – The Style Council. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Gat tekið vel yfir hundrað armbeygjur – er í dag meira í armteygjum. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Sænski töffarinn ber af öllum öðrum bröndurum. Hvað er þitt draumafríi? Sumarfrí með fjölskyldunni við Gardavatn sem við erum að safna fyrir og verður farin sumarið 2023. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði verra. Tómas með með Liston frænda sínum í vinnustofu hans í Grundarfirði. Uppáhalds tónlistarmaður? Freddie Mercury. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Barasta veit það ekki. Margt sem ég hef gert á minni ævi sem öðrum hefur fundist skrítið en mér fundist fullkomlega eðlilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Guðni Ágústsson. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en hef aftur á móti unnið við humarhalaplokk og staflað saltfisk. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump. Áttu eftir að sakna Nágranna? Alls ekki þeirri sjónvarpsþáttaseríu en ég sakna oft fyrrum nágranna minna í real life. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í gamla góða Grundarfjörð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Xanadu – Olivia Newton-John. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00 Oddvitaáskorunin: Afskrifaði girðingu sem var aldrei girt Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 2. maí 2022 21:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Tómas Ellert Tómasson leiðir lista Miðflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Tómas Ellert Tómasson, 51 árs bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Giftur Dýrleif Júlíu Guðlaugsdóttur líftæknifræðingi, starfandi dagforeldri á Selfossi. Við eigum saman þriggja ára tvíburadæturnar Þorbjörgu Evu og Elízabetu Emblu. Fyrir átti Dýrleif dæturnar Steinrúnu Dalíu og Sylvíu Björk. Ég er einnig svo ríkur að eiga soninn Andra Karl og tengdadótturina Hafdísi Elvu og barnabörnin Daníel Karl og Snædísi Freyju. Þar með er ekki allt upptalið því á heimilinu búa líka íslenski fjárhundurinn Grettir og Border Collie tíkin Súsí auk naggrísanna Hnetu og Perlu. Sannkölluð Pabbi, mamma, börn og bíll stemning á heimilinu :) Ég starfa dags daglega sem byggingarverkfræðingur hjá SG-húsum á Selfossi auk þess að vera bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Selfyssingarnir – Tómas Ellert formaður bæjarráðs í Svf. Árborg og Elliði sveitarstjóri í Ölfusi. Ólst fyrstu sex ár ævi minnar á Grundarfirði áður heldur en að við foreldrar og systkini fluttumst á Selfoss árið 1977. Hér á Selfossi hef ég svo alið manninn meira og minna síðan. Stundaði nánast allar íþróttir sem að hægt var að stunda í uppvextinum, tilheyrði þeim hópi stráka sem að unnu til fyrstu verðlauna Umf. Selfoss á Íslandsmóti í handbolta árið 1982. Nokkrir úr þeim hópi urðu svo síðar landsliðsmenn í íþróttinni eins og Maggi Sig og Gústi Bjarna. Ég valdi reyndar fótboltann fram yfir þegar að í meistaraflokka var komið. Spilaði meðal annars með Heiðari Helgusyni hjá Þrótti Reykjavík og ýmsum snillingum í Fossvogs Víkingum. Lauk ferlinum á Selfossi og var fyrirliði liðsins um 4 ára skeið. Ég er ákaflega vel meðvitaður um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og unni ungmennafélaginu mínu heitt. Að auki hef ég látið til mín taka fyrir hönd þeirra sem hafa og eiga um sárt að binda. Það er því miður staðreynd að fátækt er staðreynd í okkar samfélagi og því berst ég meðal annars mjög hart fyrir því að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Ég sé að nú er að verða vitundarvakning og skilningur á því baráttumáli mínu því að önnur framboð hafa nú tekið þetta mál upp. Dropinn holar steininn. Ég elska auk þess Nýju Árborg heitt sem að við í bæjarstjórnarmeirihlutanum höfum skapað með þrotlausri vinnu síðastliðin fjögur ár. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég aldist upp fyrstu ár ævi minnar – Kirkjufell við Grundarfjörð. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Fánýtishegðun hælbítana. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að vinna með gagnagrunna. Já, ég er Excel-Nörd. Tómas í Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Úfff. Mín minnisstæðustu eru þegar að ég týndist á Lýðveldishátíðinni sem haldin var Í Búðardal árið 1974. Sagan endaði vel, Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu :) Hvað færðu þér á pizzu? Allt mögulegt. Er hrifnastur af hráskinkupizzu. Hvaða lag peppar þig mest? Walls Come Tumbling Down – The Style Council. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Gat tekið vel yfir hundrað armbeygjur – er í dag meira í armteygjum. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Sænski töffarinn ber af öllum öðrum bröndurum. Hvað er þitt draumafríi? Sumarfrí með fjölskyldunni við Gardavatn sem við erum að safna fyrir og verður farin sumarið 2023. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði verra. Tómas með með Liston frænda sínum í vinnustofu hans í Grundarfirði. Uppáhalds tónlistarmaður? Freddie Mercury. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Barasta veit það ekki. Margt sem ég hef gert á minni ævi sem öðrum hefur fundist skrítið en mér fundist fullkomlega eðlilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Guðni Ágústsson. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en hef aftur á móti unnið við humarhalaplokk og staflað saltfisk. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump. Áttu eftir að sakna Nágranna? Alls ekki þeirri sjónvarpsþáttaseríu en ég sakna oft fyrrum nágranna minna í real life. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í gamla góða Grundarfjörð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Xanadu – Olivia Newton-John. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00 Oddvitaáskorunin: Afskrifaði girðingu sem var aldrei girt Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 2. maí 2022 21:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00
Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00
Oddvitaáskorunin: Afskrifaði girðingu sem var aldrei girt Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 2. maí 2022 21:01