Reykjavík

Fréttamynd

Ferðast 114 ár aftur í tímann

Nákvæm götumynd af Aðalstræti, eins og hún leit út fyrir hundrað og fjórtán árum, var flutt á Landnámssýninguna í dag. Þar verður hægt að skyggnast inn í fortíðina og sjá hvernig fólk lifði og bjó í miðbæ Reykjavíkur á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri sækja um matar­að­stoð fyrir jólin í ár

Hjálpræðishernum í Reykjavík hafa borist um 600 umsóknir um mataraðstoð fyrir jólin og er það gríðarleg aukning frá síðasta ári, að því er fram kemur í tilkynningu á vef samtakanna. Á síðasta ári voru umsóknir í kring um 200 talsins.

Innlent
Fréttamynd

„Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta“

Titill greinarinnar segir allt sem segja þarf um við hvað er að etja þegar meirihluti borgarsstjórnar á í hlut. Orðin féllu af hálfu fulltrúa meirihluta borgarstjórnar að loknum fundi þar sem tekist var á um varanlega lokun Laugavegs allt frá gömlu Mjólkursamsölunni til enda við Lækjargötu.

Skoðun
Fréttamynd

Lyf og heilsa kaupir Garðs apótek

Haukur Ingason, eigandi Garðs apóteks, og Lyf og heilsa hafa undirritað með sér samning þess efnis að Lyf og heilsa taki yfir rekstur Garðs apóteks sem mun þó áfram verða rekið undir því nafni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pascale Elísabet smíðaði sjálf fimmtán fermetra færanlegt hús

Leiðsögumaðurinn Pascale Elísabet Skúladóttir ákvað að byggja sjálf íbúðarhús fyrir sig og eiginkonu sína Heru og án aðstoðar, hús sem er bara 15 fermetrar að stærð. En Pascale lenti illa í hruninu 2008. Og ekki bætti svo úr skák þegar hún missti vinnuna núna við Covid faraldurinn.

Lífið
Fréttamynd

Stálu þvotti af snúrum í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um kvöldmatarleytið í gær tvo karlmenn sem grunaðir eru um húsbrot í Hlíðunum. Þeir gistu fangageymslur í nótt á meðan málið var í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Fátæk börn í Reykjavík

Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mæltu sótt­varna­að­gerðum og væntan­legum bólu­setningum

Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann.

Innlent
Fréttamynd

Göngumaður fluttur af Esjunni á slysadeild

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt göngumann, sem rann og slasaðist á Esjunni fyrir um klukkutíma síðan, á slysadeild. Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðs og upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Flúðu á Hverfisgötu undan myglu

Samtökin ’78 hafa flutt skrifstofu sína í húsnæði á Hverfisgötu 39 vegna myglu sem fannst í húsakynnum Samtakanna við Suðurgötu. Frá þessu greina samtökin á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sagði 497 sím­töl á 23 dögum tengjast „bíla­við­skiptum“

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi félagana Matthías Jón Karlsson og Vygantas Visinskis ekki eiga sér neinar málsbætur í stórfelldu fíkniefnamáli, sem þeir voru dæmdir í fjögurra og tæplega sex ára fangelsi fyrir í dag. Matthías og Vygantas hringdust á 497 sinnum á 23 daga tímabili í vor en sá síðarnefndi sagði að símtölin hefðu tengst „bílaviðskiptum.“

Innlent
Fréttamynd

Kosningabragur á bólusetningum í Reykjavík

Borgarstjóri segir að skipulag bólusetningar í höfuðborginni verði með svipuðu fyrirkomulagi og í kosningum. Markmiðið sé að gera bólusetninguna auðsótta og aðgengilega svo opnaðir verða bólusetningastaðir í anda kjörstaða víða um borgina.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfill og BSR missa öll einka­stæðin sín

Hreyfill og BSR missa sérmerkt leigubifreiðastæði sem þau hafa haft til umráða um áratugaskeið í Reykjavíkurborg um helgina og verður nú öllum þeim sem stunda leigubílaakstur leyft að nota þau. Samgönguráðuneytið synjaði kröfu Hreyfils um að fella ákvörðun borgarinnar úr gildi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði

Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“

„Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur.

Tíska og hönnun