Reykjavík

Fréttamynd

Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla

Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Hinn á­kærði metinn ó­sak­hæfur

Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavík - fyrir okkur öll!

Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Slasaðist í mótorhjólaslysi en ekki við töskuburð og fær átta milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í byrjun mánaðar Vátryggingafélag Íslands (VÍS) til að greiða karlmanni á sjötugsaldri samtals rúmar átta milljónir í bætur vegna mótorhjólaslyss árið 2017. VÍS taldi hvorki sannað að maðurinn hefði yfir höfuð lent í slysinu né að hann hefði hlotið þar áverka sem ollu honum varanlegri örorku.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir niðurstöðum úr gögnum sem send voru til útlanda

Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, er ólokið. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir í samtali við Vísis að meðal annars sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr rannsóknargögnum sem þurfti að senda til greiningar í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Að eiga í engin hús að venda

Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Lögreglan beitti piparúða

Lögregla beitti piparúða gegn manni í Breiðholti síðdegis í gær. Tilkynning hafði borist um rúðubrot á veitingastað í hverfinu og þegar lögregla kom á staðinn var hinn grunaði enn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert um ölvun í höfuðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla vegna ölvaðs fólks í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglega lagðir bílar töfðu för slökkviliðs

Áhöfn dælubíls slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þurfti að færa bifreið með handafli til að komast leiðar sinnar á Laugavegi í Reykjavík í nótt. Slökkviliðsbíll rakst einnig utan í annað bíl þegar hann var á leið í útkall. Báðar bifreiðar voru lagðar ólöglega.

Innlent
Fréttamynd

Blásið til sóknar í aðgengismálum hreyfihamlaðra

Blásið var til sóknar í úrbótum fyrir aðgengi fólks í hjólastólum að fyrirtækjum og stofnunum með forseta Íslands, forsætisráðherra, borgarstjóra og fórráðamönnum samtaka og fyrirtækja í Iðnó í dag. Stefnt er að samhentu átaki við byggingu hundrað rampa í Reykjavík á einu ári.

Innlent
Fréttamynd

Byrja í elstu húsunum þar sem aðgengið er verst

Verkefninu Römpum upp Reykjavík var hrundið af stað í dag en markmiðið er að koma fyrir 100 römpum í Reykjavík fyrir fólk á hjólastólum eins fljótt og auðið er. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þremur milljónum króna í styrk til Aðgengissjóðs Reykjavíkur, sem heldur utan um verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna

Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð.

Innlent
Fréttamynd

Breytt Suðurlandsbraut - hvers vegna sérrými?

Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum.

Skoðun
Fréttamynd

Handtekinn vegna vopnaðs ráns í heimahúsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um vopnað rán í heimahúsi. Lögreglan handtók geranda á staðnum og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins. Málið er nú í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Nýtir peningana frá Twitter til að opna kaffi­hús og bíó á uppáhalds staðnum

Fé­lagið Unn­ar­stíg­ur ehf., sem er í eigu Har­ald­ar Inga Þor­leifs­son­ar, hef­ur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykja­vík­. Haraldur er stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno en hann seldi félagið til Twitter um síðustu áramót. Það er því vel við hæfi að hann hafi greint frá fasteignakaupunum á Twitter-síðu sinni í gær.

Viðskipti innlent