Reykjavík

Fréttamynd

Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana

Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll.

Innlent
Fréttamynd

Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu

Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af á­kæru um þvingaða kossa þrátt fyrir af­­sökunar­beiðni og „sjálfu“ á heim­­leið

Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa þvingað unga konu til að kyssa sig á leið heim úr miðbænum í júní 2019 var sýknaður af öllum kröfum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn sendi konunni, sem er fimmtán árum yngri en hann, skilaboð daginn eftir þar sem hann baðst afsökunar á „gærdeginum“, auk þess sem hann tók af þeim svokallaðar „sjálfur“ á leiðinni, þar sem dómurinn mat hann í „ráðandi“ stöðu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­að­gerð við MH vegna sprengju­hótunar

Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Borg er samfélag

Ekkert okkar vill vera á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga til framfærslu. Ég hef prófað það, og það er í stuttu máli mjög erfitt og niðurdrepandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Beit í fingur lögreglumanns

Skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp á Kjalarnesi. Að því er segir í dagbók lögreglu ók tjónvaldur af vettvangi en var stöðvaður skömmu síðar á Þingvallavegi.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaður Landsbankans slasaðist í skjálftanum

Starfsmaður Landsbankans sem var við störf í höfuðstöðvum bankans í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir því óláni í skjálftahrinunni í morgun að fá loftplötu í höfuðið. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi bankans, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.

Innlent
Fréttamynd

Hraðvagn frá LA til RVK

Fyrir ekki svo löngu fór að bera á suma góma að Reykjavík væri á hraðri leið þess að líkast harðsvíraðri bílaborg í anda þeirra gallhörðustu í Bandaríkjunum. Sú hrakspá byggist á því að blessunarlega fer Íslendingum fjölgandi á sama tíma og hagvöxtur helst jákvæður sem hefur reynst ákveðinn kokteill fyrir aukna bílaeign.

Skoðun
Fréttamynd

Yfirheyra sakborninga og einum sleppt

Lögregla hyggst ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem var handtekinn í gær í tengslum við morðið í Rauðagerði. Tveir voru handteknir vegna málsins í gær og var annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald. Báðir koma frá Albaníu og eru í kringum þrítugt og fertugt.

Innlent