Reykjavík Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. Innlent 21.5.2021 07:59 Hagatorg verði almenningsgarður í þágu skóla Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að kallað verði eftir hugmyndum um þróun á hringtorginu risavaxna Hagatorgi í Vesturbæ. Þær hugmyndir eiga að tengjast Hagatorgi sem „almenningsgarðs eða almenningsrýmis.“ Innlent 20.5.2021 22:54 Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu. Innlent 20.5.2021 19:41 Uppbygging hjá KR meðal stærri áfanga í sögu félagsins Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður íþróttafélagsins KR, undirrituðu í hádeginu samning um fyrirhugaða uppbyggingu á KR-svæðinu. Meðal annars á að byggja fjölnota knatthús ásamt því að heildarskipulagi KR-svæðisins á að breyta. Viðskipti innlent 20.5.2021 15:47 Falla frá hugmyndum um leikskóla á Hagatorgi Borgarráð Reykjavíkur hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp færanlegum leikskóla á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Þess í stað verði byggður upp almenningsgarður á torginu. Innlent 20.5.2021 15:00 Vara við mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við því að líkur séu á mengun í borginni í dag og næstu daga af völdum brennisteinsdíoxíðs. Hækkuð gildi hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 20.5.2021 13:51 Handtekinn í miðbænum vegna gruns um kynferðisbrot Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar vegna gruns um kynferðisbrot. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Innlent 20.5.2021 13:32 Hvetur viðskiptavini H&M til að fara með gát Allir fjórir sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær tengjast tveimur smitum sem komu upp meðal starfsmanna H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Þrír af þessum fjórum voru þegar komnir í sóttkví þegar þeir greindust. Innlent 20.5.2021 12:34 Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Innlent 20.5.2021 08:50 Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Innlent 19.5.2021 22:44 „Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. Innlent 19.5.2021 22:10 Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Augustin Dufatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miskabætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakarkostnað. Innlent 19.5.2021 18:44 Starfsmaður í H&M smitaður Starfsmaður verslunar H&M við Hafnartorg greindist með Covid-19 á dögunum. Allt starfsfólkið fer í kjölfarið í skimun og verslunin sótthreinsuð. Lokað var í búðinni um tíma í dag. Innlent 19.5.2021 17:22 Fara ekki fram á aflífun: Hundurinn hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun ekki fara fram á að hundurinn sem beit konu á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum verði aflífaður. Ákvörðunin var tekin í kjölfar skapgerðarmats á hundinum. Innlent 19.5.2021 13:40 Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Skoðun 19.5.2021 10:30 Stjörnutorg Kringlunnar mun færa sig um set Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár. Viðskipti innlent 19.5.2021 07:39 Lítill gróðureldur á Laugarnesi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum. Innlent 18.5.2021 19:28 Gróðureldar loga í Breiðholti Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega. Innlent 18.5.2021 17:28 Árekstur á horni Fellsmúla og Grensásvegar Tveir fólksbílar rákust saman á horni Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Innlent 18.5.2021 13:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað út til að bjarga páfagauk og hesti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti fremur óvenjulegum verkefnum í gær þegar þeir björguðu páfagauk úr tré og voru kallaðir til þegar hestur sást á sundi. Innlent 18.5.2021 06:51 Þjóðskrá gerði mistök við útreikning vísitölu íbúðaverðs Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 711,7 stig í mars 2021 samkvæmt Þjóðskrá og hækkaði um 3,3% á milli mánaða en ekki 1,6% eins og fullyrt var á sínum tíma. Innlent 18.5.2021 06:40 „Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó. Innlent 17.5.2021 22:00 Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. Innlent 17.5.2021 19:44 Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Innlent 17.5.2021 19:36 Drónabann vegna fundar Norðurskautsráðsins Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna eða annarra fjarstýrðra loftfara vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Bannið verður í gildi frá og með deginum í dag til miðnættis á fimmtudag. Innlent 17.5.2021 19:24 Rótin hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 voru afhent í dag í tengslum við mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Að þessu sinni var það Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sem hlaut verðlaunin. Innlent 17.5.2021 18:14 Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. Innlent 17.5.2021 17:10 HönnunarMars breiðir úr sér um alla borg HönnunarMars fer fram í þessari viku og má búast við því að íslensk hönnun taki yfir stórhöfuðborgarsvæðið næstu daga. Tíska og hönnun 17.5.2021 11:01 Brotist inn í skartgripaverslun í miðborginni Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að innbrot í skartgripaverslun stæði yfir í miðborginni. Rúða var brotin og skarti stolið en maður handtekinn með þýfið skömmu síðar. Var hann vistaður í fangageymslu. Innlent 17.5.2021 06:18 Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. Innlent 16.5.2021 10:30 « ‹ 260 261 262 263 264 265 266 267 268 … 334 ›
Vopnaður sverði á Laugaveginum: „Farðu heim til þín“ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í síðustu viku vegna slagsmála á Laugavegi þar sem karlmaður ógnaði öðrum með sverði. Liðsmenn sérsveitarinnar handtóku þann sem bar vopnið eftir einhverja leit en hinn flúði af vettvangi. Hvorugur þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. Innlent 21.5.2021 07:59
Hagatorg verði almenningsgarður í þágu skóla Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að kallað verði eftir hugmyndum um þróun á hringtorginu risavaxna Hagatorgi í Vesturbæ. Þær hugmyndir eiga að tengjast Hagatorgi sem „almenningsgarðs eða almenningsrýmis.“ Innlent 20.5.2021 22:54
Söguleg tímamót á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík Söguleg tímamót urðu á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík í dag þegar gefin var út sameiginleg yfirlýsing og aðgerðaráætlun í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ára sögu ráðsins. Rússar tóku við forystu í ráðinu til næstu tveggja ára úr höndum Íslendinga á fundinum og segjast vilja standa vörð um frið og sjálfbærni á Norðurskautinu. Innlent 20.5.2021 19:41
Uppbygging hjá KR meðal stærri áfanga í sögu félagsins Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður íþróttafélagsins KR, undirrituðu í hádeginu samning um fyrirhugaða uppbyggingu á KR-svæðinu. Meðal annars á að byggja fjölnota knatthús ásamt því að heildarskipulagi KR-svæðisins á að breyta. Viðskipti innlent 20.5.2021 15:47
Falla frá hugmyndum um leikskóla á Hagatorgi Borgarráð Reykjavíkur hefur fallið frá hugmyndum um að koma upp færanlegum leikskóla á Hagatorgi í vesturbæ Reykjavíkur. Þess í stað verði byggður upp almenningsgarður á torginu. Innlent 20.5.2021 15:00
Vara við mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við því að líkur séu á mengun í borginni í dag og næstu daga af völdum brennisteinsdíoxíðs. Hækkuð gildi hafi mælst síðastliðinn sólarhring. Innlent 20.5.2021 13:51
Handtekinn í miðbænum vegna gruns um kynferðisbrot Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar vegna gruns um kynferðisbrot. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. Innlent 20.5.2021 13:32
Hvetur viðskiptavini H&M til að fara með gát Allir fjórir sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær tengjast tveimur smitum sem komu upp meðal starfsmanna H&M á Hafnartorgi í fyrradag. Þrír af þessum fjórum voru þegar komnir í sóttkví þegar þeir greindust. Innlent 20.5.2021 12:34
Mótmæla stefnu Rússa í málefnum hinsegin fólks við Hörpu Hópur fólks mótmælir nú stefnu rússneskra stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks fyrir utan Hörpu í Reykjavík þar sem fundur Norðurskautsráðsins fer nú fram. Í hópi fundargesta er Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Innlent 20.5.2021 08:50
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Innlent 19.5.2021 22:44
„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“ Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum. Innlent 19.5.2021 22:10
Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Augustin Dufatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miskabætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakarkostnað. Innlent 19.5.2021 18:44
Starfsmaður í H&M smitaður Starfsmaður verslunar H&M við Hafnartorg greindist með Covid-19 á dögunum. Allt starfsfólkið fer í kjölfarið í skimun og verslunin sótthreinsuð. Lokað var í búðinni um tíma í dag. Innlent 19.5.2021 17:22
Fara ekki fram á aflífun: Hundurinn hafði dvalið á skemmtistaðnum í þrjá tíma Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun ekki fara fram á að hundurinn sem beit konu á skemmtistaðnum Röntgen í mars síðastliðnum verði aflífaður. Ákvörðunin var tekin í kjölfar skapgerðarmats á hundinum. Innlent 19.5.2021 13:40
Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Skoðun 19.5.2021 10:30
Stjörnutorg Kringlunnar mun færa sig um set Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár. Viðskipti innlent 19.5.2021 07:39
Lítill gróðureldur á Laugarnesi Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum. Innlent 18.5.2021 19:28
Gróðureldar loga í Breiðholti Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega. Innlent 18.5.2021 17:28
Árekstur á horni Fellsmúla og Grensásvegar Tveir fólksbílar rákust saman á horni Fellsmúla og Grensásvegar í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Innlent 18.5.2021 13:58
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað út til að bjarga páfagauk og hesti Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti fremur óvenjulegum verkefnum í gær þegar þeir björguðu páfagauk úr tré og voru kallaðir til þegar hestur sást á sundi. Innlent 18.5.2021 06:51
Þjóðskrá gerði mistök við útreikning vísitölu íbúðaverðs Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 711,7 stig í mars 2021 samkvæmt Þjóðskrá og hækkaði um 3,3% á milli mánaða en ekki 1,6% eins og fullyrt var á sínum tíma. Innlent 18.5.2021 06:40
„Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“ Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó. Innlent 17.5.2021 22:00
Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. Innlent 17.5.2021 19:44
Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“ Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt. Innlent 17.5.2021 19:36
Drónabann vegna fundar Norðurskautsráðsins Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna eða annarra fjarstýrðra loftfara vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Bannið verður í gildi frá og með deginum í dag til miðnættis á fimmtudag. Innlent 17.5.2021 19:24
Rótin hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 voru afhent í dag í tengslum við mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Að þessu sinni var það Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sem hlaut verðlaunin. Innlent 17.5.2021 18:14
Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða Regnbogafáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks. Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt þar í dag. Innlent 17.5.2021 17:10
HönnunarMars breiðir úr sér um alla borg HönnunarMars fer fram í þessari viku og má búast við því að íslensk hönnun taki yfir stórhöfuðborgarsvæðið næstu daga. Tíska og hönnun 17.5.2021 11:01
Brotist inn í skartgripaverslun í miðborginni Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að innbrot í skartgripaverslun stæði yfir í miðborginni. Rúða var brotin og skarti stolið en maður handtekinn með þýfið skömmu síðar. Var hann vistaður í fangageymslu. Innlent 17.5.2021 06:18
Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. Innlent 16.5.2021 10:30