Reykjavík Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu. Innlent 4.10.2024 12:50 Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. Innlent 4.10.2024 12:46 Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. Viðskipti innlent 4.10.2024 10:18 Stilltu til friðar í slagsmálum fyrir utan skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar þegar slagsmál komu upp fyrir utan skemmtistað í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt. Upplýsingar voru teknar um þátttakendur en enginn handtekinn. Innlent 4.10.2024 06:18 Þrír í haldi í fíkniefnamáli Þrír voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur, grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem lögregla hefur til rannsóknar. Innlent 3.10.2024 21:56 Keyrt á tvo unga drengi Keyrt var á tvo unga drengi í dag, í tveimur mismunandi tilfellum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. Innlent 3.10.2024 20:52 Kaldasti september frá árinu 2005 Septembermánuður var óvenjukaldur á landinu. Meðalhitastig hefur raunar ekki verið jafn lágt frá septembermánuði árið 2005. Innlent 3.10.2024 17:46 Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja ökumanna vegna banaslyssins á Sæbraut um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu. Innlent 3.10.2024 14:34 Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. Innlent 3.10.2024 13:31 Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana Umferðarljós við Bústaðaveg og við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu urðu rafmagnslaus í morgun klukkan 08:50 og í gær klukkan 12:25 vegna rafmagnstruflana í orkuveri í Svartsengi og í gær vegna kerfisbilunar í Landsneti. Innlent 3.10.2024 13:00 Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta. Innlent 3.10.2024 12:02 Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Efling undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem nær til félagsmanna á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum. Formaður Eflingar fagnar því að stjórnvöld viðurkenni loks mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. Innlent 3.10.2024 11:50 Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Umfangsmikill leki varð í fjölbýlishúsi að Maríubakka í Breiðholti í morgun. Herbergi í kjallara hússins fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Innlent 3.10.2024 11:18 Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli. Innlent 3.10.2024 10:20 Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Tæpur helmingur Reykvíkinga er hlynntur lagningu Borgarlínu en aðeins rúmlega þriðjungur íbúa nágrannasveitarfélaganna. Um það bil þriðjungur er andvígur viðbótinni við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í nýrri könnun. Innlent 3.10.2024 10:08 Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Eldur kom upp í fólksbíl við Stuðlaháls í Árbænum í Reykjavík um klukkan 21:45 í kvöld. Engan sakaði í eldsvoðanum en ökumaður var í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp. Innlent 2.10.2024 22:16 Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir. Innlent 2.10.2024 21:02 Eitt huggulegasta par landsins selur íbúð með fallegum stigagangi Viktor Bjarki Arnarson, fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari, og Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, hafa sett íbúð sína við Meistaravelli Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Lífið 2.10.2024 14:02 Starfsfólkið slegið eftir brunann Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið. Innlent 2.10.2024 11:02 Culiacan lokað á Suðurlandsbraut Veitingastaðnum Culiacan hefur verið lokað þar sem hann var til húsa um árabil á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Í gluggum kemur nú fram að húsnæðið sé laust til leigu fyrir annan rekstraraðila. Viðskipti innlent 2.10.2024 10:30 Allt í banönum á Brút Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega. Menning 2.10.2024 10:01 Eirberg hættir með verslunina í Kringlunni í kjölfar brunans Stjórnendur Eirbergs hafa ákveðið að loka verslun fyrirtækisins í Kringlunni en verslunin eyðilagðist í brunanum í verslanamiðstöðinni 15. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 2.10.2024 09:01 Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Fellsmúla Eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Fellsmúla í Reykjavík í nótt. Varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið kallað út en að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 2.10.2024 06:46 Leggja til neyðaraðgerðir til að bregðast við „ófremdarástandi“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu sem verður tekin fyrir á næsta fundi borgarstjórnar eftir tvær vikur sem varðar neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar þar sem banaslys varð um helgina. Innlent 1.10.2024 21:37 Segir gagnrýnina ósvífna og ósanngjarna „Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var. Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“ Innlent 1.10.2024 20:12 Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Innlent 1.10.2024 19:18 Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Innlent 1.10.2024 14:00 Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Innlent 1.10.2024 13:45 Vatnstjón í Hlíðaskóla og krakkarnir sendir heim Vatnspípa fór í sundur í Hlíðaskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag og hefur þurft að loka skólanum vegna þessa og senda nemendur heim. Innlent 1.10.2024 13:14 Alþjóðlegur risi leysir Wok on af hólmi Stærsta keðja svokallaðra „wok-veitingastaða“ í heiminum stefnir á opnun þriggja til fjögurra veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sú tegund veitingastaða er vel þekkt hér á landi undir merkjum keðjunnar Wok on. Viðskipti innlent 1.10.2024 12:10 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 334 ›
Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu. Innlent 4.10.2024 12:50
Starfsfólk Ítalíu vill bíl Eflingar burt Starfsfólk Ítalíu mætti á skrifstofur Eflingar við Guðrúnartún nú rétt fyrir hádegi, til þess að krefjast þess að fulltrúar stéttarfélagsins hættu að leggja sendiferðabíl fyrir utan veitingastaðinn. Á bílinn hafa verið sett skilaboð um að viðskipti við Ítalíu séu fjármögnun launaþjófnaðar, vinnuréttarbrota og skattsvika. Innlent 4.10.2024 12:46
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. Viðskipti innlent 4.10.2024 10:18
Stilltu til friðar í slagsmálum fyrir utan skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stillti til friðar þegar slagsmál komu upp fyrir utan skemmtistað í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt. Upplýsingar voru teknar um þátttakendur en enginn handtekinn. Innlent 4.10.2024 06:18
Þrír í haldi í fíkniefnamáli Þrír voru í dag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í héraðsdómi Reykjavíkur, grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem lögregla hefur til rannsóknar. Innlent 3.10.2024 21:56
Keyrt á tvo unga drengi Keyrt var á tvo unga drengi í dag, í tveimur mismunandi tilfellum, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. Innlent 3.10.2024 20:52
Kaldasti september frá árinu 2005 Septembermánuður var óvenjukaldur á landinu. Meðalhitastig hefur raunar ekki verið jafn lágt frá septembermánuði árið 2005. Innlent 3.10.2024 17:46
Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja ökumanna vegna banaslyssins á Sæbraut um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu. Innlent 3.10.2024 14:34
Risaþota flaug í lágflugi yfir Reykjavík Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747 verður um klukkan tvö í dag. Flogið verður í lágflugi yfir Reykjavík í tilefni dagsins og þaðan í sérstakt kveðjuflug með starfsmenn félagsins til Casablanca í Marokkó í Norður-Afríku. Innlent 3.10.2024 13:31
Umferðarljósin rafmagnslaus vegna rafmagnstruflana Umferðarljós við Bústaðaveg og við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar biluðu urðu rafmagnslaus í morgun klukkan 08:50 og í gær klukkan 12:25 vegna rafmagnstruflana í orkuveri í Svartsengi og í gær vegna kerfisbilunar í Landsneti. Innlent 3.10.2024 13:00
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta. Innlent 3.10.2024 12:02
Ánægð með að stjórnvöld viðurkenni mönnunarvandann Efling undirritaði í nótt kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu sem nær til félagsmanna á hjúkrunarheimilum og sambærilegum stofnunum. Formaður Eflingar fagnar því að stjórnvöld viðurkenni loks mönnunarvanda hjúkrunarheimilanna. Innlent 3.10.2024 11:50
Herbergi fylltist af vatni upp að hurðarhúni Umfangsmikill leki varð í fjölbýlishúsi að Maríubakka í Breiðholti í morgun. Herbergi í kjallara hússins fylltist af vatni upp að hurðarhúni. Innlent 3.10.2024 11:18
Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli. Innlent 3.10.2024 10:20
Meiri stuðningur við Borgarlínu í Reykjavík en annars staðar Tæpur helmingur Reykvíkinga er hlynntur lagningu Borgarlínu en aðeins rúmlega þriðjungur íbúa nágrannasveitarfélaganna. Um það bil þriðjungur er andvígur viðbótinni við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í nýrri könnun. Innlent 3.10.2024 10:08
Bifreið í ljósum logum við Stuðlaháls Eldur kom upp í fólksbíl við Stuðlaháls í Árbænum í Reykjavík um klukkan 21:45 í kvöld. Engan sakaði í eldsvoðanum en ökumaður var í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp. Innlent 2.10.2024 22:16
Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir. Innlent 2.10.2024 21:02
Eitt huggulegasta par landsins selur íbúð með fallegum stigagangi Viktor Bjarki Arnarson, fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari, og Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, hafa sett íbúð sína við Meistaravelli Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Lífið 2.10.2024 14:02
Starfsfólkið slegið eftir brunann Viðbúið er að tannlæknastofan Krýna geti þurft að hafa lokað í einhverja daga eða vikur eftir eldsvoða sem kom upp í húsnæðinu á öðrum tímanum í nótt. Einn eigenda stofunnar segir starfsfólk slegið og unnið sé að því að fresta tannlæknatímum og ná utan um skipulagið. Innlent 2.10.2024 11:02
Culiacan lokað á Suðurlandsbraut Veitingastaðnum Culiacan hefur verið lokað þar sem hann var til húsa um árabil á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Í gluggum kemur nú fram að húsnæðið sé laust til leigu fyrir annan rekstraraðila. Viðskipti innlent 2.10.2024 10:30
Allt í banönum á Brút Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega. Menning 2.10.2024 10:01
Eirberg hættir með verslunina í Kringlunni í kjölfar brunans Stjórnendur Eirbergs hafa ákveðið að loka verslun fyrirtækisins í Kringlunni en verslunin eyðilagðist í brunanum í verslanamiðstöðinni 15. júní síðastliðinn. Viðskipti innlent 2.10.2024 09:01
Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Fellsmúla Eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Fellsmúla í Reykjavík í nótt. Varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið kallað út en að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 2.10.2024 06:46
Leggja til neyðaraðgerðir til að bregðast við „ófremdarástandi“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu sem verður tekin fyrir á næsta fundi borgarstjórnar eftir tvær vikur sem varðar neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar þar sem banaslys varð um helgina. Innlent 1.10.2024 21:37
Segir gagnrýnina ósvífna og ósanngjarna „Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var. Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“ Innlent 1.10.2024 20:12
Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur. Innlent 1.10.2024 19:18
Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Innlent 1.10.2024 14:00
Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Innlent 1.10.2024 13:45
Vatnstjón í Hlíðaskóla og krakkarnir sendir heim Vatnspípa fór í sundur í Hlíðaskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag og hefur þurft að loka skólanum vegna þessa og senda nemendur heim. Innlent 1.10.2024 13:14
Alþjóðlegur risi leysir Wok on af hólmi Stærsta keðja svokallaðra „wok-veitingastaða“ í heiminum stefnir á opnun þriggja til fjögurra veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu. Sú tegund veitingastaða er vel þekkt hér á landi undir merkjum keðjunnar Wok on. Viðskipti innlent 1.10.2024 12:10