Reykjavík

Fréttamynd

Mann­réttindi fólks með fötlun 2. hluti

Sunnudaginn 22. maí síðastliðinn var Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata, í viðtali í þættinum Sunnudagssögur á Rás2. Þetta var athyglisvert viðtal þar sem að borgarfulltrúinn fordæmdi klíkusamfélagið og samfélagslega skaðann sem hlýst af því að framgangur fólks í starfi ráðist af öðrum forsendum en hæfni þeirra til starfsins.

Skoðun
Fréttamynd

Domus Medica-húsið selt

Domus Medica-húsið hefur verið selt til fyrirtækisins Medicus ehf.. Fyrirtækið á Heilsugæsluna á Höfða og vonast stjórnarmaður eftir því að hægt verði að byggja upp heilbrigðisþjónustu í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við

Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Lög­reglu­stjórans á höfuð­borgar­svæðinu

Nýlega samþykktu borgaryfirvöld nýja Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, sem lýsir framtíðinni innan borgarinnar og tekur til þau atriði og þær framkvæmdir sem borgaryfirvöld geta sett af stað til að hvetja fólk til að nota reiðhjól í ríkari mæli, sérstaklega til styttri ferða.

Skoðun
Fréttamynd

Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum

Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög.

Lífið
Fréttamynd

Aldrei sé betra að vera í Reykja­vík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“

Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um slagsmál í nótt

Lögreglu barst fjöldinn allur af tilkynningum um slagsmál og líkamsárásir í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Alls er minnst á sex líkamsárásir í tilkynningu frá lögreglu í morgun, jafnt í miðbænum sem og í úthverfum.

Innlent
Fréttamynd

Barn féll fimm­tán metra út um glugga á fjöl­býlis­húsi

Ungt barn féll út um glugga á fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu í dag. Samkvæmt dagbók lögreglu var fallhæðin um fimmtán metrar en ekki kemur fram hver nákvæmur aldur barnsins er. Barnið var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar en er ekki með alvarlegt beinbrot. Innvortis meiðsli eru til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Druslu­gangan haldin í tíunda sinn

Druslugangan var haldin í tíunda sinn í dag eftir tveggja ára hlé. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman við Hallgrímskirkju og gekk að Austurvelli þar sem var haldinn samstöðufundur með ræðuhöldum og tónlistarflutningi.

Innlent
Fréttamynd

Sparkaði í dyraverði og lögreglumenn

Óskað eftir aðstoð lögreglu að á skemmtistað í miðbænum vegna tveggja einstaklinga sem voru til vandræða. Annar einstaklingurinn handtekinn en hann er gurnaður um að hafa sparkað bæði í dyraverði og lögreglumenn en einstaklingurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Innlent
Fréttamynd

Tælandi tölvutorg eða raunverulega vinsæl torg?

Berleggjuð kona í hvítum kjól og sambýlismaður með uppbrettar skyrtuermar og sólgleraugu eiga í djúpum samræðum á rölti sínu um bæinn. Skammt frá heldur maður ástúðlega utan um unnustu sína á meðan þau labba í takt yfir götuna. Á undan þeim labbar kona með sólhatt og bók í hönd með ekkert nema í slökun á dagskrá. Það er heitt og logn. Hvert sem litið er fallegt, léttklætt og hamingjusamt fólk. Allt iðar að lífi við þetta velheppnaða torg i hjarta Reykjavíkur. Eða hvað?

Skoðun
Fréttamynd

Starf­semi Hjalla­stefnunnar flyst tíma­bundið í Skógar­hlíð

Skólastarf leikskólans Öskju og Barnaskólans í Reykjavík flyst tímabundið í Skógarhlíð og mun skólastarf þar hefjast að loknum sumarleyfum. Foreldrar barna í Öskju fá undanþágu á uppsagnarfresti á samningi við aðra leikskóla borgarinnar kjósi þeir að börnin haldi áfram dvöl þar.

Innlent