Grindavík

Fréttamynd

Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum

Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir.

Innlent
Fréttamynd

Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.

Innlent
Fréttamynd

Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda

„Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki.

Innlent
Fréttamynd

Ekki líklegt að gasmengun berist til Grindavíkur

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að eldgosið í Geldingadal hafi létt á spennu á svæðinu og þess sé vænst að jarðskjálftum muni fækka. Enn sé þó mögulegt að þeim gæti fjölgað, þó það sé ólíklegra.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða

Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 

Innlent
Fréttamynd

Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal

Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum.

Innlent
Fréttamynd

„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“

Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Gos hafið í Geldingadal

Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Suður­standar­vegur lokaður fram yfir helgi

Ástand Suðurstrandarvegar við Festarfjall er svipað og var í gær en hefur heldur þróast til verri vegar. Í ljósi jarðskjálftavirkninnar og spár um rigningu á svæðinu næsta daga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda veginum lokuðum að minnsta kosti fram yfir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir

Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið.

Innlent