Garðabær

Fréttamynd

Við erum ekki til­búin fyrir skólann

Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna.

Skoðun
Fréttamynd

Hús Kristínar og Arnars komið á sölu

Arnar Grant og fyrrverandi eiginkona hans Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hafa sett einbýlishúsið sitt á Arnarnesi á sölu. Húsið er rúmlega tvö hundruð fermetrar, með sjö herbergjum og er óskað eftir tilboðum í það.

Lífið
Fréttamynd

Dagur fetar ekki í fót­spor Garð­bæinga

Eru mávar hatursefni? Samfélagið skiptist í fylkingar yfir þessu eins og borgarstjóri Reykjavíkur bendir á og sitt sýnist hverjum. Ólíkt öðrum sveitarfélögum, kemur þó ekki til greina í Reykjavík að fara að skjóta máva eða stinga á egg þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjóri segir ákvörðun kærunefndar ekki endanlega

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva samningagerð milli Garðabæjar og Fortis ehf um byggingu nýs leikskóla í Urriðaholti ekki endanlega. Ákvörðunin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn og málinu vísað til bæjarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að hoppa um allt höfuðborgarsvæðið í fyrsta skipti

Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Gekk um vopnaður og tók í hurðar­húninn

Íbúi á Flötunum í Garðabæ varð fyrir þeirri óþægilegu reynslu að vopnaður maður tók í útidyrahurðina á heimili hans á laugardagsmorgun. Myndband úr dyrabjöllu hússins sýnir manninn nálgast húsið með hníf í hendi, taka í hurðarhúninn og halda svo sína leið.

Innlent
Fréttamynd

Bessastaðir opnir almenningi á laugardaginn

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á laugardaginn. Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid munu þar taka á móti gestum og býðst fólki að skoða staðinn milli klukkan 13 og 16.

Innlent
Fréttamynd

Braut glas á höfði manns

Tilkynnt var um líkamsárás á veitingastað rétt fyrir miðnætti niðri í bæ. Kona braut þá glas á höfði manns og var lögregla kölluð til. Konan var komin á annað veitingahús þegar lögregla mætti á staðinn en þar var hún handtekin. Hún var með sár á fingrum og því fyrst flutt til aðhlynningar á bráðadeild áður en hún var vistuð í fangageymslu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Metnaðarfull 17. júní dagskrá hjá mörgum sveitarfélögum

Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn með pompi og prakt. Venju samkvæmt er metnaðarfull dagskrá víða um land. Fyrsti þjóðhátíðardagurinn í þrjú ár sem ber ekki merki heimsfaraldursins gengur nú í garð og eru landsmenn eflaust tilbúnir í hátíðarhöld.

Lífið
Fréttamynd

Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað

Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Fjandinn laus þessa nóttina“

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu

Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

D'Hondt haukur í horni xD í Garðabæ

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins bar sig vel eftir sveitarstjórnarkosningar þrátt fyrir tap flokksins víðs vegar um landið. Bjarni nefndi höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til vitnis um sterka stöðu flokksins en þá stöðu getur Bjarni meðal annars þakkað D'Hondt.

Innlent