Garðbæingar reyna að smygla plássfrekum iðnaði inn á græna trefilinn og í bakgarð Kópavogsbúa Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 2. janúar 2023 17:00 Margir muna eftir „græna treflinum“ svokallaða úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en hann á að mynda samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Samkomulag er um að græni trefillinn eigi að vera útivistarsvæði með samblöndu af skógræktarsvæðum og ósnortinni náttúru. Tilgangur hans er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notið útivistar í næsta nágrenni við byggðina. Um þessar mundir er unnið að því að því að þétta blandaða byggð í Garðabæ, meðal annars með þéttingu við Hafnarfjarðarveg, þar sem biðstöðvar Borgarlínu munu liggja, og endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæinn. Úthýsa á iðnaði og plássfrekri starfsemi frá miðbænum og íbúabyggðum. Í bígerð er að úthluta nýjum lóðum fyrir fyrirtæki, þar með talið plássfrekan iðnað sem nú er staðsettur á fyrirhuguðum uppbyggingar- og þéttingarsvæðum. Vegna þessara áforma hafa Garðbæingar óskað breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær breytingar snúast um að færa vaxtarmörk svæðisins þannig að þeir geti skipulagt nýtt athafnasvæði fyrir iðnað og plássfreka starfsemi við Rjúpnahlíð. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá liggur hið fyrirhugaða athafnasvæði Garðbæinga í bakgarði Austurkórs í Kópavogi. Þar búa þúsundir Kópavogsbúa á öllum aldri í návígi við náttúruna og frábær útivistarsvæði á græna treflinum. Á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 14. október síðastliðinn samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Það eru mér mikil vonbrigði að fulltrúar Kópavogs í svæðisskipulagsnefnd (þar situr fulltrúi frá Vinum Kópavogs og annar frá Sjálfstæðisflokki) hafi samþykkt lýsinguna athugasemdalaust og án bókana. Erindið var síðan sent aðildarsveitarfélögum til afgreiðslu sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð Kópavogsbæjar tók erindið fyrir á fundi þann 19. desember síðastliðinn. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Ég lýsti á fundi skipulagsráðs, og lýsi enn, yfir andstöðu við þá tillögu Garðbæinga að ganga svo freklega á græna trefilinn og staðsetja grátt og mengandi iðnaðarhverfi í bakgarði þúsunda Kópavogsbúa. Ég mun því hafna tillögunni þegar hún kemur til afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar. Séu athafnasvæði Garðbæjar fullbyggð innan bæjarmarka sveitarfélagsins þá væri upplagt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um hvar slíkan iðnað skuli staðsetja. Garðbæingar eiga ekki tilkall umfram aðra til eins besta græna svæðis höfuðborgarsvæðisins á kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Kópavogur Viðreisn Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Margir muna eftir „græna treflinum“ svokallaða úr svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins en hann á að mynda samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Samkomulag er um að græni trefillinn eigi að vera útivistarsvæði með samblöndu af skógræktarsvæðum og ósnortinni náttúru. Tilgangur hans er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notið útivistar í næsta nágrenni við byggðina. Um þessar mundir er unnið að því að því að þétta blandaða byggð í Garðabæ, meðal annars með þéttingu við Hafnarfjarðarveg, þar sem biðstöðvar Borgarlínu munu liggja, og endurnýtingu athafnasvæða í grennd við miðbæinn. Úthýsa á iðnaði og plássfrekri starfsemi frá miðbænum og íbúabyggðum. Í bígerð er að úthluta nýjum lóðum fyrir fyrirtæki, þar með talið plássfrekan iðnað sem nú er staðsettur á fyrirhuguðum uppbyggingar- og þéttingarsvæðum. Vegna þessara áforma hafa Garðbæingar óskað breytingar á gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær breytingar snúast um að færa vaxtarmörk svæðisins þannig að þeir geti skipulagt nýtt athafnasvæði fyrir iðnað og plássfreka starfsemi við Rjúpnahlíð. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum þá liggur hið fyrirhugaða athafnasvæði Garðbæinga í bakgarði Austurkórs í Kópavogi. Þar búa þúsundir Kópavogsbúa á öllum aldri í návígi við náttúruna og frábær útivistarsvæði á græna treflinum. Á fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þann 14. október síðastliðinn samþykkti nefndin fyrirliggjandi lýsingu um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Það eru mér mikil vonbrigði að fulltrúar Kópavogs í svæðisskipulagsnefnd (þar situr fulltrúi frá Vinum Kópavogs og annar frá Sjálfstæðisflokki) hafi samþykkt lýsinguna athugasemdalaust og án bókana. Erindið var síðan sent aðildarsveitarfélögum til afgreiðslu sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Skipulagsráð Kópavogsbæjar tók erindið fyrir á fundi þann 19. desember síðastliðinn. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Ég lýsti á fundi skipulagsráðs, og lýsi enn, yfir andstöðu við þá tillögu Garðbæinga að ganga svo freklega á græna trefilinn og staðsetja grátt og mengandi iðnaðarhverfi í bakgarði þúsunda Kópavogsbúa. Ég mun því hafna tillögunni þegar hún kemur til afgreiðslu skipulagsráðs og bæjarstjórnar. Séu athafnasvæði Garðbæjar fullbyggð innan bæjarmarka sveitarfélagsins þá væri upplagt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um hvar slíkan iðnað skuli staðsetja. Garðbæingar eiga ekki tilkall umfram aðra til eins besta græna svæðis höfuðborgarsvæðisins á kostnað íbúa í öðrum sveitarfélögum. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun