Garðabær

Fréttamynd

Ekki talið nauðgun að troða fingri í endaþarm

Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Í málinu var talið sannað að hann hefði troðið fingri í endaþarm annars manns en það var ekki talið nauðgun.

Innlent
Fréttamynd

Eins og hauslaus hæna í matvörubúð og ekki eldað síðan 2009

Það mátti litlu muna að Guðfinnur Sigurvinsson létist úr næringaskorti í október síðastliðnum. Því þá var hann einn heima í mánuð og svo lélegur er hann í eldamennskuna að málin stóðu tæpt þegar eiginmaðurinn kom loks heim fjarveru vegna vinnu. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Ásamt fleiru.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stjörnu­torgs­skiltið fer á nýtt Stjörnu­torg

Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Einn fluttur á sjúkrahús vegna potts á hellu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í dag tilkynning um reyk frá íbúð í Garðabæ. Tilkynningunni fylgdi að minnst einn var inn í íbúðinni og var slökkvilið frá fjórum stöðvum sent í útkallið.

Innlent
Fréttamynd

Garðabær og Samtökin´78 í samstarf

Garðabær og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um þjónustu samtakanna við Garðabæ. Markmiðið með samningnum er að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu en á sama tíma að styðja við það fræðslustarf um hinsegin málefni sem nú þegar er unnið á vinnustöðum og skólum Garðabæjar.

Innlent
Fréttamynd

Skógariðnaður vex upp af trjánum í Heiðmörk

Sjötíu árum eftir að fyrstu trén voru gróðursett í Heiðmörk er svæðið farið að gefa af sér umtalsverðar skógarnytjar. Borðviður, veggklæðningar og gólffjalir eru meðal afurða sem verða til í sögunarmyllu Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Stuðmenn koma fram á Rökkvunni á Garðatorgi

Föstudagskvöldið 28. október fer fram ný hátíð, Rökkvan, á Garðatorgi í Garðabæ. Ungir listamenn í bænum fengu tækifæri til að skipuleggja hátíðina í samvinnu við menningarfulltrúa bæjarins og einkennist hátíðin því af þátttöku og hugmyndum ungmenna.

Lífið
Fréttamynd

Vífils­staðir: Press 1 for English

Vífilsstaðir, Öldrunardeild H Landspítala, eru fjölþjóðlegt samfélag starfsmanna sem veita 42-45 rosknum Íslendingum aðhlynningu, sinna þeim á allan hátt, allan sólarhringinn, þörfum líkama og sálar. Obbinn af þessum vistmönnum er fólk sem fæddist fyrir 17. júní 1944, þótt lýðveldisbörnum fjölgi óðum í röðum þessara skjólstæðinga því „enginn stöðvar tímans þunga nið“.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila

Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við.

Innlent
Fréttamynd

Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta

Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða.

Innlent
Fréttamynd

Óður til rafhjólsins

Um langt skeið hef ég verið það sem ég kýs að kalla ‘óvirkur hjólreiðaunnandi’. Það sem ég á við er að ég elska að hjóla og vil gjarnan hjóla, en hef þó ekki hjólað af neinu viti í hálfan áratug því mér hefur ekki fundist það „hægt á Íslandi“.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af illa nærðum ung­mennum

Lára Guðrún Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum lýsti áhyggjum sínum af föstum og næringu ungmenna í bakþönkum Fréttablaðsins í gær. Í samtali við fréttastofu segir hún mikilvægt að passa venjur barna en það henti þeim illa að vera fastandi. Skólastjórnendur Garðaskóla í Garðabæ segja skólahjúkrunarfræðing hafa tekið eftir slæmum venjum nemenda í reglubundnum skimunum hjá 9. bekk. Þau biðla til foreldra að fylgjast með næringu barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans

Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: IKEA geitin rís í Kauptúni

Þegar 75 dagar eru til jóla má víða sjá merki þess að helstu jólabörn landsins séu komin í gírinn. Þannig má á einstaka húsum sjá jólaseríur og í Garðabær mætir kunnuglegur gestur á svæðið.

Lífið
Fréttamynd

Nauðgunarmál tekið fyrir eftir lygilega för í gegnum kerfið

Héraðsdómur mun taka fyrir nauðgunarmál, hvers rannsókn var hætt og kæru um endurupptöku var vísað frá. Saksóknari telur að ný sakargögn um áverka við endaþarm séu fram komin og því skuli rannsóknin tekin upp aftur. Héraðsdómari hafði slegið á putta saksóknarans en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Vífils­staðir og ó­heilindi ráða­manna

Þorsteinn sálugi Gylfason heimspekiprófessor var ritfær maður, skýr og skemmtilegur. Þannig fór hann á kostum í inngangi sínum að Birtingi eftir Voltaire, en sú bók er einn af hornsteinum heimsmenningarinnar, eins og alkunna er.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnu­skúr al­elda í Urriða­holti

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist mikill fjöldi tilkynninga vegna elds í Urriðaholti í Garðabæ. Slökkvilið kom á vettvang rétt í þessu og vinnur nú að því að slökkva mikinn eld sem kviknaði í vinnuskúr í hverfinu.

Innlent