Kópavogur Inga Hlín ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins Inga Hlín Pálsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og mun hún hefja störf í byrjun maí. Alls bárust þrjátíu og sjö umsóknir um starfið. Viðskipti innlent 18.4.2023 11:25 Sitja ein í súpunni og þrífa skítinn Hjón í Kópavogi þrífa skólp af heimili sínu vopnuð kolagrímum og sitja uppi með milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að úrgangur flæddi inn í hús þeirra. Tryggingafélag hafnar bótaskyldu og fjölskyldan segir engin svör berast frá Kópavogsbæ. Innlent 18.4.2023 09:03 Hópur íbúa ræðir að koma sóknarnefndinni frá á aðalfundi á morgun Fundað hefur verið um það meðal hóps íbúa í Kópavogi að koma sóknarnefnd Digraneskirkju frá. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju verður haldinn klukkan 20 annað kvöld. Innlent 17.4.2023 13:28 Gamall Volvo brann til kaldra kola í Kópavogi Eldur kom upp í bifreið í Kórahverfinu í Kópavogi í dag. Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu brann bíllinn til kaldra kola en um var að ræða gamlan bíl frá Volvo. Innlent 15.4.2023 15:46 Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. Innlent 7.4.2023 16:16 Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur. Innlent 6.4.2023 07:20 Eldur í bíl á Reykjanesbraut Eldur kom upp í bíl á Reykjanesbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í morgun. Mikinn reyk lagði frá bifreiðinni. Innlent 5.4.2023 09:47 Stofnuðu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins eftir tveggja ára undirbúning Í dag var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og stofnendur eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 3.4.2023 22:48 Tryllt dagskrá í fimmtugsafmæli aldarinnar í Smáranum Það er óhætt að segja að dagskráin hafi verið sérstaklega vegleg í tvöföldu fimmtugsafmæli í Smáranum í Kópavogi í gær. Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar skemmtu fleiri hundruð manns í afmæli sem verður lengi í minnum haft. Lífið 2.4.2023 19:20 „Allt sem við áttum fór í þetta“ Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Innlent 31.3.2023 21:30 Bíll með hestakerru valt nærri Bláfjallaafleggjara Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði. Innlent 31.3.2023 15:00 Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Innlent 31.3.2023 06:48 Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Innlent 30.3.2023 21:51 Hörðuvallaskóla verður skipt í tvennt Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga. Innlent 29.3.2023 18:17 Íbúar Kópavogsbæjar hafa rofið 40 þúsund manna múrinn Íbúar Kópavogsbæjar eru nú orðnir 40 þúsund talsins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri afhenti á dögunum dreng sem kom í heiminn um miðjan mánuðinn, ásamt foreldrum hans gjafir til að fagna tímamótunum í sögu bæjarins. Lífið 24.3.2023 13:53 Hótaði að kveikja í sér vegna óánægju með afgreiðslu Erlendur karlmaður hótaði að bera eld að sjálfum sér í húsnæði Útlendingastofnunar í hádeginu. Aðgerðum lögreglu á vettvangi var lokið um hálftíma eftir að tilkynning barst. Innlent 22.3.2023 14:53 Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. Viðskipti 16.3.2023 02:24 Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. Innlent 14.3.2023 15:58 Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. Lífið 3.3.2023 08:03 Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. Innlent 1.3.2023 15:28 Munu hafa apótekið opið allan sólarhringinn Forsvarsmenn Lyfjavals hafa ákveðið að hafa bílaapótek fyrirtækisins í Hæðasmára í Kópavogi framvegis opið allan sólarhringinn. Þetta verður eina apótek landsins sem verður opið allan sólarhringinn. Viðskipti innlent 1.3.2023 07:45 Í góðum gír að ónáða gesti Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. Innlent 1.3.2023 06:28 Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu og Þjónustumiðstöðinni Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Kópavogi hefur sagt upp 17 starfsmönnum eða nær helmingi allra sem starfa þar. Ástæðan er sú að færri verkefni Íslenskrar erfðagreiningar kalla á aðkomu Þjónustumiðstöðvarinnar en áður. Þá missa níu vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Innlent 28.2.2023 10:51 „Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“ Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans. Innlent 27.2.2023 23:58 Undraverður hæfileiki við að klúðra skipulagsmálum í Kópavogi Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Skoðun 25.2.2023 12:00 Kviknaði í rúmdýnu í iðnaðarhúsi í Kópavogi Eldur kviknaði í rúmdýnu í iðnaðarhúsi sem búið er að breyta í herbergi í Kópavogi rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom og því þurfti einungis að reykræsta svæðið. Innlent 23.2.2023 07:15 Tvö andlát í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins á fjórum dögum Konan sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í gærmorgun er látin. Annað dauðsfall varð í sundlaug Kópavogs á föstudag þegar kona á níræðisaldri lést. Innlent 21.2.2023 12:36 Kveikti í tveimur ruslagámum í Kópavogi Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. Innlent 20.2.2023 07:17 „Þetta stefnir lífi fólks í hættu“ Íbúi í Kópavogi hefur miklar áhyggjur af langvarandi ljósleysi í nágrenni við heimilið sitt. Börn gangi um í svartamyrkri og tímaspursmál sé hvenær slys verður. Innlent 18.2.2023 14:12 Giftu sig í stofunni á draumaheimilinu mánuði eftir flutninga Helga Lóa Kristjánsdóttir og Valgerður Jóhannsdóttir voru fasteignaleitendur vikunnar í Draumaheimilinu á Stöð 2 og fékk Hugrún Halldórsdóttir að fylgjast með þeim skoða þrjár eignir í Kópavogi. Lífið 14.2.2023 14:46 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 54 ›
Inga Hlín ráðin framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins Inga Hlín Pálsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og mun hún hefja störf í byrjun maí. Alls bárust þrjátíu og sjö umsóknir um starfið. Viðskipti innlent 18.4.2023 11:25
Sitja ein í súpunni og þrífa skítinn Hjón í Kópavogi þrífa skólp af heimili sínu vopnuð kolagrímum og sitja uppi með milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að úrgangur flæddi inn í hús þeirra. Tryggingafélag hafnar bótaskyldu og fjölskyldan segir engin svör berast frá Kópavogsbæ. Innlent 18.4.2023 09:03
Hópur íbúa ræðir að koma sóknarnefndinni frá á aðalfundi á morgun Fundað hefur verið um það meðal hóps íbúa í Kópavogi að koma sóknarnefnd Digraneskirkju frá. Aðalsafnaðarfundur Digraneskirkju verður haldinn klukkan 20 annað kvöld. Innlent 17.4.2023 13:28
Gamall Volvo brann til kaldra kola í Kópavogi Eldur kom upp í bifreið í Kórahverfinu í Kópavogi í dag. Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu brann bíllinn til kaldra kola en um var að ræða gamlan bíl frá Volvo. Innlent 15.4.2023 15:46
Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. Innlent 7.4.2023 16:16
Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur. Innlent 6.4.2023 07:20
Eldur í bíl á Reykjanesbraut Eldur kom upp í bíl á Reykjanesbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í morgun. Mikinn reyk lagði frá bifreiðinni. Innlent 5.4.2023 09:47
Stofnuðu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins eftir tveggja ára undirbúning Í dag var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og stofnendur eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 3.4.2023 22:48
Tryllt dagskrá í fimmtugsafmæli aldarinnar í Smáranum Það er óhætt að segja að dagskráin hafi verið sérstaklega vegleg í tvöföldu fimmtugsafmæli í Smáranum í Kópavogi í gær. Margir af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar skemmtu fleiri hundruð manns í afmæli sem verður lengi í minnum haft. Lífið 2.4.2023 19:20
„Allt sem við áttum fór í þetta“ Fjölskylda í Kópavogi stendur frammi fyrir milljónatjóni eftir að skólp flæddi upp um öll gólf vegna stíflu í röri, sem fjölskyldan segir á ábyrgð sveitarfélagsins. Kópavogsbær hafnar því að hafa vitað af stíflunni áður en ósköpin dundu yfir. Innlent 31.3.2023 21:30
Bíll með hestakerru valt nærri Bláfjallaafleggjara Ökumann og hest sakaði lítið þegar bíll með hestakerru í eftirdragi valt á Suðurlandsvegi nærri afleggjaranum að Bláfjöllum í dag. Dælubíll slökkviliðs var sendur á staðinn vegna þess að slysið átti sér stað inni á vatnsverndarsvæði. Innlent 31.3.2023 15:00
Organista Digraneskirkju sagt upp störfum Sólveigu Sigríði Einarsdóttur, organista í Digraneskirkju, hefur verið sagt upp störfum. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, segir að þar með sé búið að láta „síðasta þolandann fjúka úr Digranesi“. Innlent 31.3.2023 06:48
Skólp flæddi inn á heimili fjölskyldu í Kópavogi: „Hér er allt fullt af skít“ Fjögurra manna fjölskylda í Kópavogi sér fram á milljóna tjón eftir að stífla í skólpröri olli því að skólp flæddi inn í íbúð þeirra og olli gífurlegum skemmdum. Eigandi segir Kópavogsbæ hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Svör frá tryggingafélaginu séu á þá leið að ekkert sé hægt að aðhafast fyrr en beiðni berist frá Kópavogsbæ. Íbúðin sé byrjuð að mygla og tíminn á þrotum. Kópavogsbær hafnar að hafa viðurkennt ábyrgð á stíflunni. Innlent 30.3.2023 21:51
Hörðuvallaskóla verður skipt í tvennt Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga. Innlent 29.3.2023 18:17
Íbúar Kópavogsbæjar hafa rofið 40 þúsund manna múrinn Íbúar Kópavogsbæjar eru nú orðnir 40 þúsund talsins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri afhenti á dögunum dreng sem kom í heiminn um miðjan mánuðinn, ásamt foreldrum hans gjafir til að fagna tímamótunum í sögu bæjarins. Lífið 24.3.2023 13:53
Hótaði að kveikja í sér vegna óánægju með afgreiðslu Erlendur karlmaður hótaði að bera eld að sjálfum sér í húsnæði Útlendingastofnunar í hádeginu. Aðgerðum lögreglu á vettvangi var lokið um hálftíma eftir að tilkynning barst. Innlent 22.3.2023 14:53
Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. Viðskipti 16.3.2023 02:24
Sammála um að uppfæra Samgöngusáttmálann Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hefja undirbúning að uppfærslu Samgöngusáttmálans svokallaða með að markmiði að viðauki vð sáttmálann verði gerður. Upphafleg skuldbinding vegna sáttmálans hefur farið úr 120 milljarða króna í 153 milljarða. Innlent 14.3.2023 15:58
Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. Lífið 3.3.2023 08:03
Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. Innlent 1.3.2023 15:28
Munu hafa apótekið opið allan sólarhringinn Forsvarsmenn Lyfjavals hafa ákveðið að hafa bílaapótek fyrirtækisins í Hæðasmára í Kópavogi framvegis opið allan sólarhringinn. Þetta verður eina apótek landsins sem verður opið allan sólarhringinn. Viðskipti innlent 1.3.2023 07:45
Í góðum gír að ónáða gesti Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. Innlent 1.3.2023 06:28
Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu og Þjónustumiðstöðinni Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Kópavogi hefur sagt upp 17 starfsmönnum eða nær helmingi allra sem starfa þar. Ástæðan er sú að færri verkefni Íslenskrar erfðagreiningar kalla á aðkomu Þjónustumiðstöðvarinnar en áður. Þá missa níu vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu. Innlent 28.2.2023 10:51
„Það er ekki rétt að það sé ekki neitt að gerast“ Innviðaráðherra segir forsendur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ekki brostnar þrátt fyrir gagnrýnisraddir úr ýmsum áttum. Framkvæmdir mættu þó vera hraðari og kostnaður hafi vissulega hækkað, sem sé eðlilegt í ljósi óvissuþátta. Taka þurfi umræðuna og mögulega endurskoða hluta sáttmálans. Innlent 27.2.2023 23:58
Undraverður hæfileiki við að klúðra skipulagsmálum í Kópavogi Á árunum 2014-2018 fékk ég einstakt tækifæri, sem formaður skipulagsráðs í Kópavogi, til að breyta vinnubrögðum í skipulagsmálum og auka samráð og aðkomu íbúa að þróun hverfa. Skoðun 25.2.2023 12:00
Kviknaði í rúmdýnu í iðnaðarhúsi í Kópavogi Eldur kviknaði í rúmdýnu í iðnaðarhúsi sem búið er að breyta í herbergi í Kópavogi rétt fyrir klukkan fimm í nótt. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom og því þurfti einungis að reykræsta svæðið. Innlent 23.2.2023 07:15
Tvö andlát í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins á fjórum dögum Konan sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í gærmorgun er látin. Annað dauðsfall varð í sundlaug Kópavogs á föstudag þegar kona á níræðisaldri lést. Innlent 21.2.2023 12:36
Kveikti í tveimur ruslagámum í Kópavogi Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. Innlent 20.2.2023 07:17
„Þetta stefnir lífi fólks í hættu“ Íbúi í Kópavogi hefur miklar áhyggjur af langvarandi ljósleysi í nágrenni við heimilið sitt. Börn gangi um í svartamyrkri og tímaspursmál sé hvenær slys verður. Innlent 18.2.2023 14:12
Giftu sig í stofunni á draumaheimilinu mánuði eftir flutninga Helga Lóa Kristjánsdóttir og Valgerður Jóhannsdóttir voru fasteignaleitendur vikunnar í Draumaheimilinu á Stöð 2 og fékk Hugrún Halldórsdóttir að fylgjast með þeim skoða þrjár eignir í Kópavogi. Lífið 14.2.2023 14:46