Persónuvernd

Fréttamynd

Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar

Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina.

Innlent
Fréttamynd

Telja gögn um lögreglumenn í höndum herskárra hópa

Norðurírska lögreglan telur sig hafa vissu fyrir því að herskáir hópar lýðveldissinna hafi undir höndum gögn um lögreglumenn sem hún deildi óvart opinberlega í síðustu viku. Óttast er að hóparnir noti upplýsingarnar til þess að ógna lögreglumönnum og skapa ótta.

Erlent
Fréttamynd

Twitter-líki Meta ekki að­gengi­legt í Evrópu

Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Á­tján þúsund Ís­lendingar á van­skila­skrá

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir fyrirtækið hafa veitt smálánafyrirtækinu eCommerce 2020 ApS of mikið traust. Þá segir hún átján þúsund Íslendinga skráða á vanskilaskrá og að líkur séu á því að sú tala hækki með hækkandi vöxtum og verðbólgu. 

Innlent
Fréttamynd

Æski­legra að neyt­endur fái úr­lausn sinna mála mun hraðar

Persónuvernd hefur gert CreditInfo að greiða hæstu sekt sem hún hefur lagt á hingað til eftir að félagið skráði fólk sem tekið hafði smálán á vanskilaskrá, án lagaheimildar. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni. Formaðurinn segir niðurstöðuna þó hafa verið allt of lengi að berast. 

Neytendur
Fréttamynd

Persónuvernd sektar Creditinfo um 37 milljónir

Persónuvernd sektaði Creditinfo um tæpar 38 milljónir vegna skráninga lántakenda smálána á vanskilaskrá. Sektin nemur 2,5 prósentum af 1,5 milljarðs ársveltu Creditinfo. Neytendasamtökin segir sektina þá langhæstu sem Persónuvernd hefur gert fyrirtæki að greiða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnvaldssektin með þeim hærri í sögu Persónuverndar

Landlæknisembættinu hefur verið gert að greiða um tólf milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Úrskurður Persónuverndar var birtur í dag en málið sjálft er um þriggja ára gamalt.

Innlent
Fréttamynd

Land­læknir sektaður vegna öryggis­brests í Heilsu­veru

Em­bætti land­læknis harmar að al­var­legur öryggis­veik­leiki hafi verið til staðar í af­mörkuðum hluta mæðra­verndar og sam­skipta­hluta á Mínum síðum á vef­svæðinu Heilsu­vera.is. Em­bættið hefur sent frá sér til­kynningu þar sem stað­hæfingum Per­sónu­verndar um að em­bættið hafi gefið mis­vísandi og villandi upp­lýsingar við með­ferð málsins er hafnað. Em­bættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Land­læknir tryggði ekki öryggi upp­lýsinga í lyfja­gátt

Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga í lyfjaávísanagátt með viðeigandi hætti. Byggðist það á skorti á rekjanleika uppflettinga í gáttinni. Þrátt fyrir ábyrgð lyfjabúða er sjálfstæð skylda talin hvíla á embættinu sem rekur gáttina.

Innlent
Fréttamynd

Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi

Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Slær líka á putta Kópa­vogs vegna nem­enda­kerfis

Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

„Blóra­böggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun

Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri.

Innlent