Forstjóra Landspítalans gert viðvart um alvarlegt atvik í sundlaug Jón Þór Stefánsson skrifar 15. nóvember 2023 07:01 Atvikið sem málið varðar á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Forstjóra Landspítalans hefur verið gert viðvart. Vísir/Vilhelm Læknadeild Háskóla Íslands hefur gert formanni Læknafélags Íslands, forstjóra Landspítalans og öðrum stjórnendum sjúkrahússins viðvart um atvik sem á að hafa átt sér stað í sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Vísi. Þá hafa allir læknanemar deildarinnar, sem telja í hundruðum, fengið póst vegna málsins. „Þetta er bara alls ekki í lagi,“ segir Þórarinn, sem tekur fram að málið sé litið alvarlegum augum. „Læknanemar skrifa undir þagnareið á fyrsta ári og svo er þetta ítrekað oft við þá. Þannig að við tökum þessu alvarlega.“ Mannlíf greindi frá umræddu atviki í gær en samkvæmt lýsingu miðilsins ræddu þrír læknanemar um sjúkrasögu einstaklinga og nafngreindu einhverja þeirra. Sumar lýsingar þeirra eiga að hafa verið niðrandi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í heitum potti í sundlaug í Reykjavík og að á annan tug sundlaugargesta hafi verið viðstaddir samræðurnar. Þórarinn tekur fram að ekki sé vitað hvaða læknanemar hafi átt í hlut. Í raun hefur Þórarinn það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað hafi átt sér stað en sá virðist hafa verið sjálfur í heita pottinum. Þá segir Þórarinn að það sé erfitt að reyna að komast að því hvaða læknanema um ræðir. Ólíklegt sé að einhver stígi fram. Hann geti í raun ekki einu sinni verið viss um að þeir stundi námið við Háskóla Íslands. „Við gerum okkar besta í að fyrirbyggja að svona gerist,“ segir Þórarinn sem bætir við að ef það kemur í ljós hverjir umræddir einstaklingar séu þá verði þeir teknir tali og frekari aðgerðir teknar til skoðunar. Heilbrigðismál Landspítalinn Sundlaugar Persónuvernd Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta staðfestir Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar HÍ, í samtali við Vísi. Þá hafa allir læknanemar deildarinnar, sem telja í hundruðum, fengið póst vegna málsins. „Þetta er bara alls ekki í lagi,“ segir Þórarinn, sem tekur fram að málið sé litið alvarlegum augum. „Læknanemar skrifa undir þagnareið á fyrsta ári og svo er þetta ítrekað oft við þá. Þannig að við tökum þessu alvarlega.“ Mannlíf greindi frá umræddu atviki í gær en samkvæmt lýsingu miðilsins ræddu þrír læknanemar um sjúkrasögu einstaklinga og nafngreindu einhverja þeirra. Sumar lýsingar þeirra eiga að hafa verið niðrandi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað í heitum potti í sundlaug í Reykjavík og að á annan tug sundlaugargesta hafi verið viðstaddir samræðurnar. Þórarinn tekur fram að ekki sé vitað hvaða læknanemar hafi átt í hlut. Í raun hefur Þórarinn það bara eftir blaðamanni Mannlífs hvað hafi átt sér stað en sá virðist hafa verið sjálfur í heita pottinum. Þá segir Þórarinn að það sé erfitt að reyna að komast að því hvaða læknanema um ræðir. Ólíklegt sé að einhver stígi fram. Hann geti í raun ekki einu sinni verið viss um að þeir stundi námið við Háskóla Íslands. „Við gerum okkar besta í að fyrirbyggja að svona gerist,“ segir Þórarinn sem bætir við að ef það kemur í ljós hverjir umræddir einstaklingar séu þá verði þeir teknir tali og frekari aðgerðir teknar til skoðunar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Sundlaugar Persónuvernd Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira