NBA

Fréttamynd

Ellis og Bogut fengu nýja vinnuveitendur | leikmannaskipti í NBA

Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA deildinni í körfubolta á morgun, 15. mars, og má búast við að eitthvað muni gerast á þeim markaði. Golden State og Milwaukee tóku stóra ákvörðun í nótt. Monta Ellis, einn besti leikmaður liðsins, var sendur til Milwaukee ásamt Ekpe Udoh og Kwame Brown. Í staðinn fékk liðið Andrew Bogut og Stephen Jackson.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum og Bryant fóru á kostum í tvíframlengdum leik

Andrew Bynum skoraði 37 stig og tók 16 fráköst í 116-111 sigri LA Lakers á útivelli gegn Memphis í NBA deildinni í körfubolta. Úrslitin réðust eftir tvær framlengingar. Kobe Bryant skoraði 22 af alls 34 stigum sínum í síðari hálfleik. Þetta var þriðji sigurleikur Lakers í röð. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar í liði Lakers. Yngri bróðir Pay Gasol, Marc Gasol, skoraði 20 stig fyrir Memphis og tók hann 11 fráköst að auki.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul kominn með grímu eins og Kobe

Það er spurning hvort grímur fari að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta. Það er löngu orðið frægt að Kobe Bryant þarf að spila með grímu þessi misserin og núna er Chris Paul, leikstjórnandi Los Angeles Clippers, einnig farinn að spila með grímu.

Körfubolti
Fréttamynd

Taphrina New York heldur áfram

Sjö leikir fóru fram í gær í NBA deildinni í körfuknattleik. Taphrina New York heldur áfram en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð og nú gegn Philadelphia á heimavelli, 106-94.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum hetjan í þriðja sigri Lakers á Celtics í röð

Los Angeles Lakers lagði erkifjendur sína frá Boston 97-94 í Staples-höllinni í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers voru fimm stigum undir þegar tvær og hálf mínúta lifðu leiks. Frábær endasprettur tryggði liðinu sinn þriðja sigur á Celtics í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Los Angeles-liðin að gera það gott

Kobe Bryant var í stuði í nótt og skoraði 34 stig í sjaldséðum útisigri Lakers. Það lagði þá Minnesota með þriggja stiga mun en Minnesota var án síns sterkasta manns, Kevin Love. Lakers er nú búið að vinna Minnesota í átján leikjum í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Ewing á leið í Heiðurshöllina

Það hefur verið tilkynnt að Patrick Ewing, fyrrum miðherji NY Knicks, sé einn af þeim tíu sem verða teknir inn í heiðurshöll körfuboltans á þessu ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Pistons lagði Lakers í framlengingu

Rodney Stuckey fór á kostum í liði Detroit Pistons og skoraði 34 stig er liðið vann óvæntan sigur á LA Lakers í framlengdum leik. Kobe Bryant sendi leikinn í framlengingu með flautukörfu en átti annars frekar slakan dag. Sama verður ekki sagt um Andrew Bynum sem skoraði 30 stig og tók 14 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant: Það á að reka alla þá sem misstu af Jeremy Lin

Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins Los Angeles Lakers, hefur hrifist af tilþrifum Jeremy Lin hjá New York Knicks. Lin skoraði 38 stig fyrir New York gegn Lakers á dögunum en innkoma hans í NBA deildina hefur vakið gríðarlega athygli. Kobe Bryant telur að forráðamenn tveggja NBA liða ættu að reka alla þá sem sáu ekki hvaða hæfileika Lin býr yfir.

Körfubolti
Fréttamynd

Gylfi fagnaði eins og í tölvuleik

Gylfi Þór Sigurðsson vakti mikla lukku meðal aðdáenda tölvuleiksins FIFA þegar hann fagnaði fyrra marki sínu gegn Wigan um helgina. Þá lét hann sig falla í jörðina og lék þar með eftir frægt "fagn“ úr leiknum vinsæla.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lakers vann Miami | Kobe fór á kostum

Sannkallaður stórleikur fór fram í NBA-deildinni í kvöld þegar LA Lakers tók á móti Miami Heat í í Staples Center í Los Angeles. Heimamenn voru sterkari aðilinn allan leikinn og unnu að lokum mikilvægan sigur 93-83 gegn einu sterkasta liði deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston Celtics að reyna að "losna" við Rondo

ESPN hefur heimildir fyrir því að Boston Celtics sé að reyna að skipta út leikstjórnandanum Rajon Rondo en hann er fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og einn af bestu leikstjórnendum NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti