Körfubolti

Los Angeles-liðin að gera það gott

Kobe gerir það gott með grímuna.
Kobe gerir það gott með grímuna.
Kobe Bryant var í stuði í nótt og skoraði 34 stig í sjaldséðum útisigri Lakers. Það lagði þá Minnesota með þriggja stiga mun en Minnesota var án síns sterkasta manns, Kevin Love. Lakers er nú búið að vinna Minnesota í átján leikjum í röð.

Nýliðinn Derrick Williams leysti Love af hólmi og stóð sig vel með 22 stig. Nikola Pekovic skoraði 25 og tók 13 fráköst fyrir Úlfana.

Hinu Los Angeles-liðinu, Clippers, gekk líka vel en það lagði San Antonio eftir að hafa tapað í sautján leikjum í röð í San Antonio.

Chris Paul og Mo Williams skoruðu samtals 69 stig fyrir Clippers. Þar af var Paul með 36 stig og 11 stoðsendingar.

Meistarar Dallas halda svo áfram að tapa og að þessu sinni gegn Sacramento.

Úrslit:

Philadelphia-Utah  104-91

Charlotte-NJ Nets  74-83

Boston-Portland  104-86

Detroit-Atlanta  86-85

Oklahoma-Cleveland  90-96

Minnesota-LA Lakers  102-105

Milwaukee-NY Knicks  119-114

San Antonio-LA Clippers  108-120

Denver-New Orleans  110-97

Sacramento-Dallas  110-97

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×