Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Komdu í þjóð­fræði

Á morgun, 2. mars, er Háskóladagurinn haldinn í Reykjavík. Allir háskólar landsins standa að deginum og er tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Fólk í námshugleiðingum flykkist á svæðið til að kynna sér úrvalið og er af nægu að taka.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­myndir stækka fram­tíðina

Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið.

Skoðun
Fréttamynd

Grindvísk börn dreifast í hátt í sjö­tíu skóla

Vel innan við helmingur barna í Grunnskóla Grindavíkur stundar enn nám við skólann sem rekinn er á nokkrum stöðum í Reykjavík. Flest hafa börin fært sig annað og stunda nú nám í hátt í sjötíu skólum um allt land. Mikil óvissa er um framtíð skólans næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórnendur óttast að vegið verði að réttindum til náms

Skólastjórnendur í Fjarðabyggð eru ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á skólamálum í sveitarfélaginu. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðarlistans lagði fram tillögu sem sneri að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla sveitarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja fá vinnandi fólk til að segja börnum frá vinnu­markaði

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina. Í tilkynningu um verkefnið segir að markmið þess sé að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins þar sem það segi nemendum frá starfi sínu og menntun.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Stækkaðu fram­tíðina

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, munu á blaðamannafundi kynna nýtt verkefni sem verið er að setja af stað í menntakerfinu og ber heitið Stækkaðu framtíðina.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrir mér er meiri­hlutinn ó­starf­hæfur“

Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 

Innlent
Fréttamynd

Eigum við að banna síma í skólum?

Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga.

Skoðun
Fréttamynd

Hróp­legt ó­rétt­læti

Það var stór stund í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar skólinn fékk nýjan samning við menntamálaráðuneytið en hans hefur verið beðið í heil sex ár. Skugga bar þó á gleðina því sama dag og samningurinn barst tilkynnti háskólaráðuneytið um mikilvæga breytingu á fjármögnun einkaskóla á háskólastigi.

Skoðun
Fréttamynd

Sóknar­færi Mennta­sjóðs náms­manna

Áskoranir í menntakerfinu eru fjölmargar, á háskólastiginu skortir okkur fjölbreyttari hópa í fjölbreyttara nám. Við viljum fjárfesta í menntakerfinu, samfélaginu öllu til heilla, því menntakerfið er besta verkfærið til að tryggja jöfn tækifæri og áframhaldandi farsæld í íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Styttingin hafi haft verri á­hrif á drengi en stúlkur

Samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefur stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Líklegra er að breytingin hafi haft slæm áhrif á drengi en stúlkur. 

Innlent
Fréttamynd

Hettu­sótt í Hraunvallaskóla

Starfsmenn Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hafa greinst smitaðir með hettusótt. Veirusjúkdómurinn er í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og má það sama segja um mislinga.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur byggja og byggja á Sauð­ár­króki

Nemendur, sem eru að læra húsasmíði í Fjölbrautaskóla Norðurlands á Sauðárkróki slá ekki slöku við því þeir smíða fjölda gestahúsa eins og engin sé morgundagurinn. Mikil ánægja er með námið í skólanum og hafa vinsældir þess sjaldan verið eins miklar og nú.

Lífið
Fréttamynd

Menntaverðlaun Suður­lands fóru í Vík í Mýr­dal

Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru.

Innlent
Fréttamynd

Fær pláss á leik­skóla nokkrum mánuðum fyrir þriggja ára af­mælið

Stefán Þorri Helgason er einn þeirra fjölmörgu foreldra í Reykjavík sem bíður þess að fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Miðað við nýjustu upplýsingar sem hann hefur fengið frá Reykjavíkurborg gerir hann ráð fyrir að koma dóttur sinni að næsta haust þegar um þrír mánuðir eru í að hún verði þriggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Liggja undir feldi með til­boð ráð­herra

Stjórnir bæði Háskólans í Reykjavík (HR) og Háskólans á Bifröst funda á næstu dögum um hvort taka eigi tilboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskólaráðherra um að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. 

Innlent
Fréttamynd

Náms­efnis­gerð stendur höllum fæti

Öll getum við verið sammála um að með góðu námsefni er stuðlað að aukinni þekkingu, skilningi, hæfni og þroska nemenda. Gæði námsefnis hefur samkvæmt öllum rannsóknum mikil áhrif á árangur og menntun.

Skoðun
Fréttamynd

Í spennu­falli eftir af­nám skóla­gjalda

Nemendur í Listaháskóla Íslands eru himinlifandi með að þurfa ekki að greiða skólagjöld á komandi skólaári. Háskólaráðherra segir að með breytingu á styrkveitingu sé verið að gæta jafnræðis milli háskóla landsins.

Innlent
Fréttamynd

Lista­há­skólinn fellir niður skóla­gjöld

Stjórnendur Listaháskóla Íslands hafa ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með haustönn ársins 2024. Það er gert í kjölfar tilkynningar um að sjálfstætt starfandi háskólum yrði boðið að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda. Skólagjöld við skólann eru nú á bilinu 368 þúsund krónur til 568 þúsund krónur fyrir hverja önn.

Innlent