Oddvitar Sjálfstæðisflokksins um allt land krefja Heiðu skýringa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2024 06:34 Oddvita Sjálfstæðisflokksins saka Heiðu Björgu Hilmisdóttur um að hafa unnið þvert á vilja sveitarfélaganna. Vísir/Vilhelm Tuttugu og sex oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélögum út um allt land gagnrýna formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja sveitarfélaganna í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki,“ segja oddvitarnir í sameiginlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Í greininni segir að oddvitarnir fagni nýgerðum kjarasamningum en á sama tíma hafi „aðþrengd“ sveitarfélögin fengið í fangið gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Meginkrafan á sveitarfélögin hefði frá upphafi snúið að hóflegum gjaldskrárhækkunum, sem sveitarfélögin hefðu ætlað að bregðast við en hugmyndir um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hefðu fyrst verið kynntar á fundi fyrir rúmum tveimur vikum. Um það bil 50 fulltrúar sveitarfélaga hefðu verið viðstaddir umræddan fund og það komið flestum á óvart að sveitarfélögin væru allt í einu orðin lykilbreyta í kjaraviðræðunum og með þessum hætti. Andstaðan á fundinum hefði verið nær einróma og ekki einskorðast við Sjálfstæðisflokkinn. „Brún okkar sveitarstjórnarmanna þyngdist enn þegar í ljós kom að viðræður formannsins við ríkisvaldið hófust í upphafi árs og var framhaldið í lok janúar eða mánuði áður en sveitarstjórnarfólki var kynnt þessi hugmynd.“ Annar fundur var haldinn 1. mars og enn var mikil mótstaða meðal flestra sem tjáðu sig, segja oddvitarnir. Stjórn sambandsins samþykkti í framhaldinu eftirfarandi bókun: „Stjórn Sambandsins óskar eftir því að ríkisvaldið leiti annarra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Stjórnin er reiðubúin til samtals um málið á breiðum grundvelli með það að leiðarljósi að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð.“ Oddvitarnir segja formanninn hins vegar ekki hafa unnið samkvæmt vilja sveitarstjórna né bókun stjórnar og þá hafi hún haldið því ranglega fram í fjölmiðlum að sátt ríkti um framkvæmdina. „Í dag hittast sveitarstjórnarfulltrúar af öllu landinu á ársþingi Sambandsins og þar er afar mikilvægt að formaðurinn skýri aðkomu sína að kjarasamningsgerð á almennum markaði,“ segja oddvitarnir að lokum. Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla - og menntamál Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Því var treyst að formaður myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. Ljóst er að svo var ekki,“ segja oddvitarnir í sameiginlegri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Í greininni segir að oddvitarnir fagni nýgerðum kjarasamningum en á sama tíma hafi „aðþrengd“ sveitarfélögin fengið í fangið gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Meginkrafan á sveitarfélögin hefði frá upphafi snúið að hóflegum gjaldskrárhækkunum, sem sveitarfélögin hefðu ætlað að bregðast við en hugmyndir um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hefðu fyrst verið kynntar á fundi fyrir rúmum tveimur vikum. Um það bil 50 fulltrúar sveitarfélaga hefðu verið viðstaddir umræddan fund og það komið flestum á óvart að sveitarfélögin væru allt í einu orðin lykilbreyta í kjaraviðræðunum og með þessum hætti. Andstaðan á fundinum hefði verið nær einróma og ekki einskorðast við Sjálfstæðisflokkinn. „Brún okkar sveitarstjórnarmanna þyngdist enn þegar í ljós kom að viðræður formannsins við ríkisvaldið hófust í upphafi árs og var framhaldið í lok janúar eða mánuði áður en sveitarstjórnarfólki var kynnt þessi hugmynd.“ Annar fundur var haldinn 1. mars og enn var mikil mótstaða meðal flestra sem tjáðu sig, segja oddvitarnir. Stjórn sambandsins samþykkti í framhaldinu eftirfarandi bókun: „Stjórn Sambandsins óskar eftir því að ríkisvaldið leiti annarra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Stjórnin er reiðubúin til samtals um málið á breiðum grundvelli með það að leiðarljósi að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð.“ Oddvitarnir segja formanninn hins vegar ekki hafa unnið samkvæmt vilja sveitarstjórna né bókun stjórnar og þá hafi hún haldið því ranglega fram í fjölmiðlum að sátt ríkti um framkvæmdina. „Í dag hittast sveitarstjórnarfulltrúar af öllu landinu á ársþingi Sambandsins og þar er afar mikilvægt að formaðurinn skýri aðkomu sína að kjarasamningsgerð á almennum markaði,“ segja oddvitarnir að lokum.
Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-24 Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Skóla - og menntamál Kjaramál Stéttarfélög Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira