Palestína

Fréttamynd

Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum

Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum.

Erlent
Fréttamynd

Án að­gerða verði út­rýming palestínsku þjóðarinnar al­gjör

Málflutningur hófst í dag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael, sem rekið er fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka sakar Ísrael um þjóðarmorð á Palestínumönnum og biðlar til dómstólsins að skipa Ísraelsmönnum að hætta tafarlaust hernaði í Gasa. Dómsmálaráðherra Suður-Afríku sparaði ekki orðin í ræðu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Reykja­vík eignist nýja vini í Palestínu

Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Orð­ræðan gefi til kynna alls­herjar­stríð, til­færslu og eyði­leggingu

Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna.

Innlent
Fréttamynd

Segir heiminn blindan þegar kemur að á­standinu á Gasa

Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins.

Erlent
Fréttamynd

„Við verðum að sýna sam­stöðu í verki“

Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli.

Innlent
Fréttamynd

Gegn þjóðarmorði?

Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar.

Skoðun
Fréttamynd

Drápið á Arouri vekur hörð við­brögð

Hezbollah-samtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja dráp Ísraelsmanna á Saleh al-Arouri, einum æðsta leiðtoga Hamas-samtakanna, „alvarlega árás á Líbanon“.

Erlent
Fréttamynd

Hæfðu flótta­manna­búðir á Gasa þar sem mann­fall nálgast 22 þúsund

Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Gefur ekkert fyrir tal um ó­mögu­leika og vill senda út full­trúa til að hjálpa

Ríkisstjórnin segir í skoðun hvernig hægt sé að ná fólki með dvalarleyfi á Íslandi út úr Gasa en dómsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að horft sé til hinna Norðurlandaþjóðanna og fullyrðir að þar hafi engar fjölskyldusameiningar átt sér stað. Íslensk baráttukona gefur lítið fyrir tal um ómöguleika og segir að Ísland þurfi, eins og aðrar þjóðir, að senda sinn fulltrúa út til hjálpar fólkinu.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ör­væntinguna en segir málið flókið og í skoðun

Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna.

Innlent
Fréttamynd

Tug­þúsundir flýja mið­hluta Gasa

Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu.

Erlent