Ísrael

Fréttamynd

Metfjöldi smita greinist í Ísrael

Alls greindust 10.947 með Covid-19 í Ísrael síðastliðinn sólarhring en um er að ræða metfjölda greininga á einum degi í landinu. Mest höfðu 10.118 greinst smitaðir á einum degi þann 18. janúar síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Einn ísraelsku ferða­mannanna talinn of veikur til að fljúga heim

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann.

Innlent
Fréttamynd

„Eðlilegt líf“ undir kjafti byssunnar

Eftirfarandi grein er svar við grein sem Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti þar 6. maí síðastliðinn. Þar sem Morgunblaðið neitaði okkur um réttinn til andsvara í blaðinu birtum við svargrein okkar hér:

Skoðun
Fréttamynd

Vona að þriðji skammtur Pfizer hefti út­breiðsluna

Ísraels­menn munu byrja að gefa þriðja skammt af bólu­efni Pfizer til allra þeirra sem eru sex­tíu ára og eldri næsta sunnu­dag. Vonast er til að með þriðja skammtinum náist enn betri vörn gegn delta-af­brigði veirunnar og þannig verði hægt að stöðva út­breiðslu far­aldursins í landinu, sem hefur verið að ná sér aftur á strik.

Erlent
Fréttamynd

Einn alvarlega veikur undir sextugu í Ísrael

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísað á upplýsingafundi í morgun til upplýsinga um fjölgun innlagna á sjúkrahús í Ísrael. Það gerði hann í tengslum við þá óvissu sem ríki varðandi fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 hér á landi undanfarið og hvort þeir sem hafi verið bólusettir og smitist, veikist alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum

Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Njósnabúnaðinum Pegasus beitt gegn aðgerðasinnum

Símanúmer aðgerðasinna, blaðamanna og stjórnmálamanna eru meðal þeirra sem eru á lista yfir fimmtíu þúsund símanúmer sem var lekið til fjölmiðla í gær. Talið er að símanúmerin tengist ísraelska fyrirtækinu NSO Group sem selur stjórnvöldum um allan heim búnaðinn Pegasus sem breytir símum fólks í eftirlitstæki.

Erlent
Fréttamynd

Hófu skot­hríð á palestínska mót­mælendur

Hundruð palestínskra mót­mælenda særðust þegar Ísraels­her hóf skot­hríð á þá í gær. Mót­mælendurnir höfðu safnast saman við ó­lög­lega út­varðar­stöð Ísraels­manna á Vestur­bakkanum til að mót­mæla henni.

Erlent
Fréttamynd

Segja virkni bóluefnis Pfizer minnka

Ísraelar segjast hafa mælt samdrátt í virkni bóluefnis Pfizer gegn Covid-19. Sérstaklega varðandi það að koma í veg fyrir smit og að smitaðir sýni einkenni. Bóluefnið komi þó áfram vel í veg fyrir alvarleg veikindi.

Erlent
Fréttamynd

Palestínu­menn af­þakka bólu­efni frá Ísrael

Palestínsk yfirvöld hafa dregið sig út úr samningi við Ísrael en samkvæmt honum átti Palestína að fá minnst milljón skammta af Covid-19 bóluefni. Palestínumenn segja Pfizer-skammtana of nálægt því að renna út.

Erlent
Fréttamynd

Ör­lög Netanja­hús ráðast í dag

Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnar­and­stöðu­leið­togar í kapp­hlaupi við tímann

Stjórnarandstöðuleiðtogar í Ísrael hafa nú aðeins fjóra klukkutíma til stefnu til þess að mynda nýja ríkisstjórn áður en fresturinn rennur út. Takist þeim að ná markmiðinu markar það endalok 12 ára valdatíðar Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels

Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz.

Erlent
Fréttamynd

Fátt sem kemur í veg fyrir nýtt stjórnar­sam­starf í Ísrael

Stjórnar­tíð Benja­míns Netanja­hús, for­sætis­ráð­herra Ísraels, virðist á enda komin en er­lendir miðlar greina nú frá því að leið­togi hægri þjóð­ernis­flokksins hafi gengið að til­lögum miðju­flokksins Yesh Atid um myndun nýrrar ríkis­stjórnar.

Erlent
Fréttamynd

Gæti séð fyrir endann á stjórnar­tíð Netanja­hús

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, gæti þurft að víkja úr embætti takist leiðtoga miðjuflokksins Yesh Atid að mynda ríkisstjórn fyrir komandi miðvikudag. Netanjahú er nú sagður gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir að andstæðingum hans taki ætlunarverkið.

Erlent
Fréttamynd

Baráttan heldur áfram

Við fögnum því að vopnahlé sé komið á í Palestínu og í Ísrael. Vopnahlé er auðvitað fagnaðarefni, ekki síst fyrir þau sem misstu ekki ástvini sína, misstu ekki heimili sín, sem urðu ekki fyrir sprengjuárásum undanfarna daga. Við fögnum með þeim í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Blinken reynir að festa vopnahléið í sessi

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Ísrael þar sem hann byrjar ferðalag sitt um Mið-Austurlönd. Ætlar hann sér að styrkja vopnahléið milli Ísraels og Hamas á Gasa-ströndinni í sessi.

Erlent