Svíþjóð

Fréttamynd

Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands

Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl

Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt.

Lífið
Fréttamynd

Um­deild launa­hækkun Björns Zoëga í kast­ljósi sænskra fjöl­miðla

Mánaðarlaun Björns Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, hækkuðu á síðasta ári um nærri 30 þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 430 þúsund íslenska króna. Laun hans eftir hækkunina nema rúmlega 270 þúsund sænskum krónum eða 3,9 milljónum íslenskra króna. 

Erlent
Fréttamynd

Viktoría krón­prinsessa greindist aftur með Co­vid-19

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar greindist í dag með Covid-19. Þetta er í annað sinn sem prinsessan fær sjúkdóminn en fram kom í mars síðastliðnum að hún og eiginmaður hennar Daníel Prins væru komin í einangrun. Þá veiktust hvorugt þeirra illa.

Erlent
Fréttamynd

Birkir Blær svaf lítið í nótt vegna spennu

Birkir Blær Óðinsson sem keppir í úrslitum sænska Idolsins í kvöld segist lítið hafa sofið í nótt og er spenntur fyrir kvöldinu. Mikið er í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna.

Lífið
Fréttamynd

Magda­lena Anders­son for­sætis­ráð­herra aftur á ný

Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Tilnefnir Andersson á nýjan leik

Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti

Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 

Erlent