Gaf Ólympíugullið sitt en óttast nú um líf sitt vegna þess Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 09:30 Svíinn Nils van der Poel sést hér með gullið um hálsinn á verðlaunapallinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Getty/Richard Heathcote Sænski skautahlauparinn Nils van der Poel vann tvö gull á Vetrarólympíuleikunum í Peking á dögunum en hann tók þá ákvörðun að gefa annað gullið sitt eftir að hann kom heim frá Kína. Það var hins vegar viðtakandi gullverðlaunapeningsins sem er búinn að koma Nils í vandræði og er ástæðan fyrir því að hann óttast nú um líf sitt. Van der Poel gaf önnur gullverðlaun sín til rithöfundarins Gui Minhai sem Kínverjar fangelsuðu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í Kína. The Swedish Olympian Nils van der Poel has given away one of the gold medals he won in Beijing to spotlight the case of a publisher imprisoned by China. It is the boldest protest yet by an athlete who took part in the Beijing Games. https://t.co/uFAl6wfZeM— Andrew Das (@AndrewDasNYT) February 25, 2022 Van der Poel er 25 ára gamall og vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra skautahlaupi. Hann setti Ólympíumet í báðum greinum og heimsmet í þeirri síðari. „Þetta mun hafa afleiðingar fyrir öryggi mitt og frelsi. Nú kemst ég ekki hvert sem er í heiminum,“ sagði Nils van der Poel við Aftonbladet. Nils mun líklega aldrei getað snúið aftur til Kína þar sem hann vann afrek sín á Ólympíuleikunum. „Ég er ekki öruggari í suðaustur Asíu en Gui Minhai. Það segir mikið um öryggi þeirra sem gagnrýna Kína á þeim slóðum. Nú er ég einn af þeim,“ sagði Nils. Two years ago, a Chinese court announced the sentencing of my father to 10 years in prison after a secret trial. To help make sure political prisoners like my father aren t forgotten, Nils Van der Poel is dedicating his medal to #GuiMinhai + countless other victims of abuses. pic.twitter.com/uQBsKORdE2— Angela Gui (@angelagui_) February 25, 2022 Angela, dóttir Gui Minhai, tók við gullverðlaununum fyrir hönd föður síns. Hún segist mjög þakklát fyrir að hann sýni föður sínum slíka samstöðu en um leið sendi hún sænskum stjórnvöldum pílu. „Hann hefur gert meira fyrir föður minn en sænsk stjórnvöld,“ sagði Angela. Gui Minhai var handtekinn í Tælandi árið 2015 og farið með hann til Kína. Hann var látinn laus árið 2017 en handtekinn síðan aftur ári síðar. Árið 2020 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kína og hefur bæði skrifað og gefið út bækur um skoðanir sínar. View this post on Instagram A post shared by Nils van der Poel (@nils.vanderpoel) Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Svíþjóð Kína Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira
Það var hins vegar viðtakandi gullverðlaunapeningsins sem er búinn að koma Nils í vandræði og er ástæðan fyrir því að hann óttast nú um líf sitt. Van der Poel gaf önnur gullverðlaun sín til rithöfundarins Gui Minhai sem Kínverjar fangelsuðu fyrir að gagnrýna stjórnvöld í Kína. The Swedish Olympian Nils van der Poel has given away one of the gold medals he won in Beijing to spotlight the case of a publisher imprisoned by China. It is the boldest protest yet by an athlete who took part in the Beijing Games. https://t.co/uFAl6wfZeM— Andrew Das (@AndrewDasNYT) February 25, 2022 Van der Poel er 25 ára gamall og vann gull í bæði fimm og tíu þúsund metra skautahlaupi. Hann setti Ólympíumet í báðum greinum og heimsmet í þeirri síðari. „Þetta mun hafa afleiðingar fyrir öryggi mitt og frelsi. Nú kemst ég ekki hvert sem er í heiminum,“ sagði Nils van der Poel við Aftonbladet. Nils mun líklega aldrei getað snúið aftur til Kína þar sem hann vann afrek sín á Ólympíuleikunum. „Ég er ekki öruggari í suðaustur Asíu en Gui Minhai. Það segir mikið um öryggi þeirra sem gagnrýna Kína á þeim slóðum. Nú er ég einn af þeim,“ sagði Nils. Two years ago, a Chinese court announced the sentencing of my father to 10 years in prison after a secret trial. To help make sure political prisoners like my father aren t forgotten, Nils Van der Poel is dedicating his medal to #GuiMinhai + countless other victims of abuses. pic.twitter.com/uQBsKORdE2— Angela Gui (@angelagui_) February 25, 2022 Angela, dóttir Gui Minhai, tók við gullverðlaununum fyrir hönd föður síns. Hún segist mjög þakklát fyrir að hann sýni föður sínum slíka samstöðu en um leið sendi hún sænskum stjórnvöldum pílu. „Hann hefur gert meira fyrir föður minn en sænsk stjórnvöld,“ sagði Angela. Gui Minhai var handtekinn í Tælandi árið 2015 og farið með hann til Kína. Hann var látinn laus árið 2017 en handtekinn síðan aftur ári síðar. Árið 2020 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann hefur lengi gagnrýnt stjórnvöld í Kína og hefur bæði skrifað og gefið út bækur um skoðanir sínar. View this post on Instagram A post shared by Nils van der Poel (@nils.vanderpoel)
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Svíþjóð Kína Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Sjá meira