Noregur

Fréttamynd

Dauða­dóms krafist: „Verri en skepnur“

Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfstæði EFTA-dómstólsins ógnað

Norski dómarinn við EFTA-dómstólinn ráðlagði forseta Hæstaréttar Noregs að senda mál aftur til EFTA-dómstólsins. Ógn við sjálfstæði dómsins segja lögfræðingar.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla.

Innlent
Fréttamynd

Játaði morðið við handtökuna

Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hefja leit í öðru stöðuvatni

Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum.

Erlent