Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 20:29 Maðurinn færður inn í lögreglubíl í Stavangri í morgun. Vísir Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Þetta segir Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri í samtali við Vísi. Hann var yfirheyrður í kvöld en sleppt úr haldi þar sem ekki þyki ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale.Fréttir af málinu hafa vakið mikla athygli, en fyrstu fréttir hermdu að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði reyntað fremja flugrán.Það reyndist ofsögum sagt. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregisagði að tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlegaum borð í vélinni, en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun.FLIGHTRADAR24.COMMjög samvinnuþýður Fréttamiðlar í Noregi greindu frá því í dag að framganga mannsins hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Útlit er þó fyrir að hann muni sleppa án refsingar.„Við erum enn að rannsaka málið en eins og staðan er núna lítum við á að þetta sé eins konar heilsufarsvandamál. Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ segir Mette Dale, því sé ætlunin að ræða við Íslendinginn á morgun. Eftir það sé honum frjálst að snúa heim til Íslands.Verði niðurstaðan sú að atvikið tengist heilsufari mannsins verður málinu lokað án ákæru en maðurinn er að sögn Mette Dale mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn hafi viðurkennt að vera undir áhrifum lyfja og aðhann segðist ekki muna eftir atvikinu.„Ef niðurstaðan verður að þetta tengist heilsufarsvandamáli mun hann ekki standa frammi fyrir refsingu. Við höfum þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu.“ Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Þetta segir Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri í samtali við Vísi. Hann var yfirheyrður í kvöld en sleppt úr haldi þar sem ekki þyki ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale.Fréttir af málinu hafa vakið mikla athygli, en fyrstu fréttir hermdu að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði reyntað fremja flugrán.Það reyndist ofsögum sagt. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregisagði að tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlegaum borð í vélinni, en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun.FLIGHTRADAR24.COMMjög samvinnuþýður Fréttamiðlar í Noregi greindu frá því í dag að framganga mannsins hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Útlit er þó fyrir að hann muni sleppa án refsingar.„Við erum enn að rannsaka málið en eins og staðan er núna lítum við á að þetta sé eins konar heilsufarsvandamál. Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ segir Mette Dale, því sé ætlunin að ræða við Íslendinginn á morgun. Eftir það sé honum frjálst að snúa heim til Íslands.Verði niðurstaðan sú að atvikið tengist heilsufari mannsins verður málinu lokað án ákæru en maðurinn er að sögn Mette Dale mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn hafi viðurkennt að vera undir áhrifum lyfja og aðhann segðist ekki muna eftir atvikinu.„Ef niðurstaðan verður að þetta tengist heilsufarsvandamáli mun hann ekki standa frammi fyrir refsingu. Við höfum þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu.“
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49
Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45
Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20