Slökkvilið

Fréttamynd

Sinubruni á Laugarnesi

Slökkvilið hefur verið kallað út vegna sinubruna á Laugarnesi í Reykjavík. Ekki er um að ræða mikinn eld og vinnur slökkvilið nú að því að stýra eldinum að veginum að sögn aðstoðarvarðstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Reglu­legar eftir­lits­ferðir vegna eld­hættu víða um land

Lögregla og slökkvilið á þeim svæðum þar sem almannavarnastigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir hafa aukið viðbúnað sinn og eftirlit vegna þess hve hættan á gróðureldum er nú mikil. Svæðið sem um ræðir nær allt frá Eyjafjöllum í austri og vestur að Breiðafirði.

Innlent
Fréttamynd

Hættustig vegna hættu á gróðureldum

Búið er að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum allt frá Breiðafirði og austur undir Eyjafjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi tekið þessa ákvörðun, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sinueldur í hrauni í Garðabæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól.

Innlent
Fréttamynd

Búast megi við miklum eldum í þessu ástandi

Slökkviliðsstjórinn á Akranesi segir að búast megi við stórum gróðureldum ef þeir kvikni í því ástandi sem sé í dag. Búið er að lýsa yfir óvissustigi á Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi vegna hættu á gróðureldum.

Innlent
Fréttamynd

Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar

Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði.

Innlent
Fréttamynd

Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna

Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð.

Innlent
Fréttamynd

Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“

Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Mosfellsbæ

Slökkviliðsmenn úr Mosfellsbæ voru um klukkustund að ráða niðurlögum sinubruna sem kviknaði í bænum á sjötta tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Þyrla Gæslunnar aðstoðar við slökkvistarf

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði í gærkvöldi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við að hafa hemil á gróðureldi við Búrfellsgjá við Helgafell. Þar hljóp eldur í mosa og erfitt var að koma slökkvibifreið á staðinn og því takmarkaður slökkvibúnaður meðferðis.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í dýnu

Slökkviliðið var kallað út á ellefta tímanum í morgun eftir að eldur kom upp í dýnu í vesturbæ Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Tvö útköll vegna elds í bifreið

Töluvert annríki var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Alls sinnti slökkviliðið sex útköllum á dælubíl, meðal annars vegna vatnstjóns og í tvígang var slökkvilið kallað til vegna brennandi bifreiða.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bíl í Grjóthálsi

Eldur kviknaði í vélarrúmi fólksbíls á þvottaplani í Grjóthálsi í Reykjavík á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn var kyrrstæður og að sögn slökkvilðsins mun þetta hafa orsakast af tæknilegri bilun.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynning um eld sem reyndist vera rómantísk kvöldstund

Slökkvilið á vakt á öllum fjórum stöðvum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í nótt. Nágranni hafði orðið var við eldbjarma í íbúð og ekki þótti duga minna til en að senda allt tiltækt slökkvilið á staðinn.

Innlent