Myndlist

Fréttamynd

„Myndin af Kára seldist á núll einni“

„Ég sagði alltaf að þegar ég væri orðinn eldri að þá myndi ég leggja listina fyrir mig, svo er það spurning hvort að þetta „eldri“ sé komið núna?“, segir bakarinn og listamaðurinn Jói Fel í samtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Anna Rún hand­hafi Guð­mundu­verð­launanna 2021

Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í dag Guðmunduverðlaunin 2021 og einnar milljóna króna styrk úr Listasjóði Guðmundu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Önnu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag en hún er veitt listakonum sem eru taldar skara fram úr á sínu sviði. 

Menning
Fréttamynd

Kristín Avon heldur frumlega listasýningu

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á list og hef alltaf haft mikla þörf til að skapa eitthvað,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Kristín Avon sem verður með listasýningu í bílakjallaranum við Borgarbókasafnið í Kringlunni á konudaginn.

Menning
Fréttamynd

Pompidou-safninu í París lokað í fjögur ár

Pompidou-safninu í frönsku höfuðborginni París verður lokað í fjögur ár til að hægt verði að ráðast í nauðsynlegar endurbætur. Menningarmálaráðherra landsins segir þá leið að loka safninu alfarið bæði vera ódýrari lausn og þannig taki endurbæturnar líka skemmri tíma.

Erlent
Fréttamynd

Harma að mynd­lista­menn tor­tyggi eigin full­trúa

Samband íslenskra myndlistarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um úthlutunarnefnd starfslauna myndlistarmanna. Yfirlýsingin kemur í kjölfar gagnrýni Snorra Ásmundarsonar myndlistarmanns, sem telur vinagreiða ráða för við úthlutunina.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er algjört met, algjört met"

Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi búinn að selja fyrir rúmar tuttugu milljónir á fimm dögum

Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. Bubbi hefur selt á sjöunda hundrað verk síðan sala hófst þann 1. desember. Umboðsmaður Bubba reiknar með að verkin seljist upp á næstunni.

Lífið
Fréttamynd

Fátíð í beinni

Þar er löngu orðin árviss viðburður og jólahefð hjá Tolla Morthens myndlistarmanni að bjóða gestum og gangandi til sín á opið hús í tengslum við fullveldisdaginn okkar 1. desember en í ár var ákveðið að breyta aðeins út af vananum og verður fátíðinni slegið upp á laugardaginn.

Lífið
Fréttamynd

„Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna“

Of miklir fordómar eru gagnvart skrifblindum í samfélaginu, segir Bubbi Morthens, sem hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Hann hvetur fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína.

Innlent
Fréttamynd

Jón forseti með Covid grímu í Hafnarfirði

Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja Íslendinga og forseti hangir nú upp á vegg í Íshúsinu í Hafnarfirði með Covid grímu. Myndina málaði Gunnar Júlíusson, listamaður en verkið kallar hann; "Ver mótmælum Covid".

Innlent
Fréttamynd

„Við gerum óspart grín að veikindum okkar og fylgikvillum“

Hafdís Magnúsdóttir sjúkraliði greindist með brjóstakrabbamein í febrúar árið 2019 og var það mikið áfall. Í endurhæfingunni uppgötvaði Hafdís nýja ástríðu á meðan hún lærði að kynnast sjálfri sér upp á nýtt, í félagsskap sem hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á hennar líðan.

Lífið
Fréttamynd

Krakkar að leik fundu stolið málverk í Mosfellsbæ

Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið sem nú er komið aftur á sinn stað.

Innlent
Fréttamynd

Myndlistin einmanaleg atvinnugrein

Rakel Tomas gefur í næsta mánuði út sína fyrstu listaverkabók og er forsalan nú þegar hafin. Rakel er myndlistakona sem vinnur með kvenlíkamann á súrrelaískan hátt í verkum sínum. 

Lífið
Fréttamynd

Mál­verki til minningar látinnar konu stolið

Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.

Innlent