Sjálfsbjargarviðleitnin kennir Bubba að búa til myndlist Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2021 14:18 Bubbi og textaverk hans. Hann kynnir nú nýja seríu til sögunnar þar sem þemað eru textabrot laga sem fjalla um stöðu samkynheigðra. vísir/egill Yfirstandandi Covid-bylgja hefur orðið til þess að Bubbi Morthens hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og framleiðir nú textaverk í seríu sem hann kallar Regnbogaverk. Textabrot sem Bubbi lætur vinna í listaverk. Hvað segir myndlistarmaðurinn Tolli bróðir þinn um þetta framtak, þessa óvæntu samkeppni á sviði myndlistarinnar? „Hann sagði bara; ég hef alltaf sagt það brósi, það eru fáir eins og þú. Og, hvað er það spurði ég. Ég hef aldrei séð mann sem hefur komið eins oft standandi niður. Sem er fallegt. Brósi hefur verið góður við mig. Ég hef verið að mála mikið hjá honum, verið í kennslu. Læra hjá brósa, það er rosa gaman, hann er hörku kennari fyrir utan að vera góður málari,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Framfærsla næstu þriggja mánaða hvarf í Covid-móðuna Covid-bylgjan hefur gerbreytt öllum áformum Bubba. Hann var með nokkur „gigg“ bókuð fyrir komandi Verslunarmannahelgi, meðal annars á Þjóðhátíð í Eyjum sem nú er búið að blása af. Dæmi um nýtt verk eftir Bubba. Brot úr Strákunum á Borginni. Hégóminn er harður húsbóndi og Bubbi þurfti að beita sig hörðu til að láta þetta fara eins og það kom af kúnni, með stafsetningarvillunum og öllu. Framfærslan til næstu þriggja mánaða farin. En Bubbi sest ekki niður og horfir í gaupnir sér. Þá er að spila úr þeim spilum sem hann hefur á hendi en fyrir síðustu jól var svipað upp á teningum og þá framleiddi Bubbi hliðstæð verk og seldi í stórum stíl. Seldi 800 eintök. Eins og heitar lummur. „Ótrúlegt. Það voru öðruvísi myndir en Regnbogansverkin, textabrot úr lögum sem fólk elskaði, eins og Rómeó og Júlía, Gott að elska, Afgan … já, það er ekki ónýtt að búa með konu sem hendir ekki hlutum. Þvílík snilld,“ segir Bubbi. Þurfti hjálp til að lesa eigin skrift Þannig var að verið var að taka til á háaloftinu og þar rakst Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona Bubba, á kassa þar sem í voru einhverjar minningarbækur. Bubbi segir að hann hefði húrrað þessu öllu beint á haugana en ekki Hrafnhildur. „Þetta voru minningarbækur frá Staðarfelli frá 1985 þar sem ég var í meðferð. Og svo voru þarna einhverjir textar líka. Ég fékk bara hrollinn, miklar játningabækur og dagbókarfærslur. En líka fallegir hlutir innan um. Við Halldór Fannar deildum herbergi á Staðarfelli. Hann var í Rimlarokkurum og hörkuflottur spilari en ógæfumaður. Eiturlyf og áfengi breyttu honum eins og okkur öllum en hann fór yfir öll mörk. Þarna voru falleg skrif um okkur saman, að fara í kirkjuna að syngja og svoleiðis. Svo kom upp úr kafinu textabók eftir textabók. Þá voru ekki til neinar tölvur sem heitið getur og allt handskrifað. Ég varð að fá hjálp til að lesa mína eigin skrift. Þetta var svo súrrað saman í stafsetningar- og málfræðivillum og skrifað undir mismiklu álagi,“ segir Bubbi sem kann að segja frá þessu. Upp úr dúrnum komu textar sem Bubbi hafði gert á árunum 1980 til 1996, meira og minna allt til. „Svo var Regnbogansstræti sem var heppni. Ég var í Færeyjum þegar ég samdi það. Ég var ekki að þvælast á djamminu þar,“ segir Bubbi og hlær við. „Heldur uppi á hótelherbergi að skrifa. Það var ágætlega skrifað. Geta allir lesið það.“ Vill hafa verkin á viðráðanlegu verði Textabrotin sem Bubbi hefur látið vinna nú í listaverk eru hvert um sig til sölu á 40 þúsund krónur. „Ég reyni að hafa þetta á þeim prís að allir gætu ráðið við þetta. Sumir í kringum mig komu með mjög skringilegar tölur,“ segir Bubbi og vísar til þess þegar hann stóð í að koma verkunum á markað fyrir síðustu jól. Textabrot úr texta sem Bubbi skrifaði uppi á hótelherbergi í Færeyjum. „En ég sagði nei. Þetta er gert til að allir eigi möguleika á að eignast mynd og að ég hafi tekjur. Það kostar mig 15 þúsund krónur að framleiða eitt svona verk.“ Bubbi segir frá því, og fer létt með að vinda sér í sölumannsgír að um sé að ræða hágæðastöff, pappírinn vandaður og glerið glampafrítt og sérhannað til að verkin láti ekki lit í hundrað ár. „Ég reyndi að fara eins langt og hægt er að hafa þetta gæði. Og heiðarlegt. Hégóminn er harður húsbóndi og ég brenndur af þeirri baráttu sem ég háði sem skriftblindur maður, þurfti að klípa í mig til að breyta engu,“ segir Bubbi en textarnir eru eins og þeir voru í frumritinu. Fordómar í garð samkynhneigðra grasserandi Eins og áður sagði þá kemur þetta framtak ekki til af góðu, hvorki í því sem snýr að ytri aðstæðum eins og imprað hefur verið á né að efni til. En textabrotin eru úr lögunum Strákarnir á Borginni og Regnbogans stræti, þar sem ort er um stöðu samkynhneigðra. „Nei, sannarlega ekki. Fordómarnir láta ekki að sér hæða. Við erum farin að sjá þetta enn og aftur, meira að segja hér heima, örla fyrir þeirri umræðu,“ segir Bubbi. Og nefnir hvað hafi orðið til að herða sig í þeim áformum að hafa þetta þema útgáfunnar. „Það var einn náungi sem ég hitti úr efri lögunum samfélagsins og var að spyrja mig hvort það væri til eitthvað meira af þessum textaverkum sem ég gaf út fyrir jólin? Ég sagði honum að ég væri að hugsa um að vinna textaverk sem snéru að baráttu samkynhneigðra. Og þá sagði hann: Nei, ég fer nú ekki að hafa svona verk uppá vegg hjá mér. Og þá sérðu hvað er stutt í þetta. Fordómarnir eru alltaf til staðar og út um allt,“ segir Bubbi. Hann segir að þegar verið sé að setja lög og ráðast á samkynhneigða í Póllandi, Ungverjalandi og víðar … sótt að kærleikanum og ástinni, hommum og lesbíum, regnbogansflórunni, þá verði að spyrna við fæti. „Það er farið að bera á þessu í Skandinavíu og Bretlandi. Og ekki er langt síðan bölsótast var út í það að það ætti að kenna börnum hommaskap í skólum, eins og það var orðað! Þessi verk eru líka til að heiðra regnbogann og minningu þeirra manna sem í rauninni lögðu línuna eins og Magga í Bristol, Elías Mar og allrar skápakynslóðarinnar fyrir stríð og þar um kring. Ég er að fjalla um það andrúmsloft og svo kærleikann og ástina sem ég tel vera gríðarlega mikilvægt. Við megum ekki sofna á verðinum.“ Hefði orðið gjaldþrota ef verkefnið hefði floppað Og svo eru það hinar ytri aðstæður sem hvetja Bubba til dáða hvað þetta tiltekna verkefni varðar. Hann að missa verkefni sem tónlistarmaður vinstri hægri. „Já, svo sannarlega,“ segir Bubbi og rifjar upp hvernig verkefnið fyrir jólin var til komið. Hvernig hann fékk hugmyndina og gott fólk í kringum sig til að móta hana og vinna úr svo sem vinir hans Finnur Árnason fyrrverandi forstjóri Haga og Simmi Brink tölvugúru sem óvænt hafði sambönd úti í Þýskalandi sem gerði þetta mögulegt. Bubbi Morthens með gítarinn og á sviðinu ásamt Þóri Baldurssyni. Þarna að kynna söngleikinn 9 líf sem byggja á lífi hans og ferli. Giggin hurfu í Covid-móðuna og Bubbi reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum.vísir/vilhelm „Þetta var mikið ævintýri. Við vissum ekkert hvað væri að fara að gerast. Ég setti allt sem ég átti í þetta, tók allan sparipeninginn,“ segir Bubbi og nefnir að Hrafnhildi hafi orðið um og ó. „Ég bjóst kannski ekki við að þetta færi svona vel og ef þetta hefði ekki gengið hefði ég orðið gjaldþrota. En ef þú stekkur ekki yfir skurðinn verður þú ekki fyrstur í mark. Þú verður að taka tilhlaup og sökkva. Þá nærðu „home run“, eins og Kaninn segir. Það er svoleiðis.“ Sumarið ónýtt eins og í fyrra Þetta var í miðju Covid-fári og nú er sú staða komin upp að einhverju leyti aftur. „Rétt, þetta hefði ekki orðið nema Covid-ið kom, þá og svo aftur núna. Þetta er alveg … hvað á maður að segja? Eitt nýrra verka Bubba. Maður verður að taka þetta á kassann. Maður gæti náttúrlega sagt „I told you so!“ Þórólfur var búinn að segja að ef við opnum landamærin gerist þetta. Við eyðilögðum sumarið í fyrra og erum búin að eyðileggja það núna,“ segir Bubbi og reynir ekki að leyna gremju sinni. „Þetta er fórnarkostnaðurinn vegna þess að ríkisstjórnin lét sér ekki segjast. Meirihlutinn sagði í könnun að hann vildi hertar aðgerðir á landamærum, en það var ekki hlustað. Örfá prósent sögðu opnum landamærin. En hagsmunasamtök og pólitík, þetta er svo samantvinnað, þeir hafa meira vægi en almenningur.“ Að Covid eigi eftir að springa í andlit ríkisstjórnarflokkanna Fáir eru í betri tengslum við sjálfa þjóðarsálina og Bubbi Morthens. Sjálft alþýðuskáldið og hann les þetta í stöðuna: „Ég held núna að almenningur hafi fattað náttúru leiksins og það eru að koma kosningar. Ég er hræddur um að þetta gæti snúist í höndunum á þeim sem eru við völd. Mér segist svo hugur. Það er mín tilfinning. Þetta mun ekki afla þeim vinsælda að hafa hætt skimun á landamærunum. Ferðaþjónustan er 8 prósent af vergri landsframleiðslu, meira að segja í lélegu laxveiðisumri eru líkurnar betri,“ segir Bubbi og veit um hvað hann er að tala. Hann var samkvæmt venju í Aðaldalnum við laxveiðar fyrr í sumar. Í steikjandi hita í 12 daga og veiddi 3 fiska. Sem er met í hans tilfelli. Aldrei fengið eins lítið. „Ég hef aldrei lent í öðru eins, aldrei, aldrei.“ Myndlist Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bubbi hefur selt verk fyrir 30 milljónir Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi ótrúlega vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. 9. desember 2020 11:30 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hvað segir myndlistarmaðurinn Tolli bróðir þinn um þetta framtak, þessa óvæntu samkeppni á sviði myndlistarinnar? „Hann sagði bara; ég hef alltaf sagt það brósi, það eru fáir eins og þú. Og, hvað er það spurði ég. Ég hef aldrei séð mann sem hefur komið eins oft standandi niður. Sem er fallegt. Brósi hefur verið góður við mig. Ég hef verið að mála mikið hjá honum, verið í kennslu. Læra hjá brósa, það er rosa gaman, hann er hörku kennari fyrir utan að vera góður málari,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Framfærsla næstu þriggja mánaða hvarf í Covid-móðuna Covid-bylgjan hefur gerbreytt öllum áformum Bubba. Hann var með nokkur „gigg“ bókuð fyrir komandi Verslunarmannahelgi, meðal annars á Þjóðhátíð í Eyjum sem nú er búið að blása af. Dæmi um nýtt verk eftir Bubba. Brot úr Strákunum á Borginni. Hégóminn er harður húsbóndi og Bubbi þurfti að beita sig hörðu til að láta þetta fara eins og það kom af kúnni, með stafsetningarvillunum og öllu. Framfærslan til næstu þriggja mánaða farin. En Bubbi sest ekki niður og horfir í gaupnir sér. Þá er að spila úr þeim spilum sem hann hefur á hendi en fyrir síðustu jól var svipað upp á teningum og þá framleiddi Bubbi hliðstæð verk og seldi í stórum stíl. Seldi 800 eintök. Eins og heitar lummur. „Ótrúlegt. Það voru öðruvísi myndir en Regnbogansverkin, textabrot úr lögum sem fólk elskaði, eins og Rómeó og Júlía, Gott að elska, Afgan … já, það er ekki ónýtt að búa með konu sem hendir ekki hlutum. Þvílík snilld,“ segir Bubbi. Þurfti hjálp til að lesa eigin skrift Þannig var að verið var að taka til á háaloftinu og þar rakst Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona Bubba, á kassa þar sem í voru einhverjar minningarbækur. Bubbi segir að hann hefði húrrað þessu öllu beint á haugana en ekki Hrafnhildur. „Þetta voru minningarbækur frá Staðarfelli frá 1985 þar sem ég var í meðferð. Og svo voru þarna einhverjir textar líka. Ég fékk bara hrollinn, miklar játningabækur og dagbókarfærslur. En líka fallegir hlutir innan um. Við Halldór Fannar deildum herbergi á Staðarfelli. Hann var í Rimlarokkurum og hörkuflottur spilari en ógæfumaður. Eiturlyf og áfengi breyttu honum eins og okkur öllum en hann fór yfir öll mörk. Þarna voru falleg skrif um okkur saman, að fara í kirkjuna að syngja og svoleiðis. Svo kom upp úr kafinu textabók eftir textabók. Þá voru ekki til neinar tölvur sem heitið getur og allt handskrifað. Ég varð að fá hjálp til að lesa mína eigin skrift. Þetta var svo súrrað saman í stafsetningar- og málfræðivillum og skrifað undir mismiklu álagi,“ segir Bubbi sem kann að segja frá þessu. Upp úr dúrnum komu textar sem Bubbi hafði gert á árunum 1980 til 1996, meira og minna allt til. „Svo var Regnbogansstræti sem var heppni. Ég var í Færeyjum þegar ég samdi það. Ég var ekki að þvælast á djamminu þar,“ segir Bubbi og hlær við. „Heldur uppi á hótelherbergi að skrifa. Það var ágætlega skrifað. Geta allir lesið það.“ Vill hafa verkin á viðráðanlegu verði Textabrotin sem Bubbi hefur látið vinna nú í listaverk eru hvert um sig til sölu á 40 þúsund krónur. „Ég reyni að hafa þetta á þeim prís að allir gætu ráðið við þetta. Sumir í kringum mig komu með mjög skringilegar tölur,“ segir Bubbi og vísar til þess þegar hann stóð í að koma verkunum á markað fyrir síðustu jól. Textabrot úr texta sem Bubbi skrifaði uppi á hótelherbergi í Færeyjum. „En ég sagði nei. Þetta er gert til að allir eigi möguleika á að eignast mynd og að ég hafi tekjur. Það kostar mig 15 þúsund krónur að framleiða eitt svona verk.“ Bubbi segir frá því, og fer létt með að vinda sér í sölumannsgír að um sé að ræða hágæðastöff, pappírinn vandaður og glerið glampafrítt og sérhannað til að verkin láti ekki lit í hundrað ár. „Ég reyndi að fara eins langt og hægt er að hafa þetta gæði. Og heiðarlegt. Hégóminn er harður húsbóndi og ég brenndur af þeirri baráttu sem ég háði sem skriftblindur maður, þurfti að klípa í mig til að breyta engu,“ segir Bubbi en textarnir eru eins og þeir voru í frumritinu. Fordómar í garð samkynhneigðra grasserandi Eins og áður sagði þá kemur þetta framtak ekki til af góðu, hvorki í því sem snýr að ytri aðstæðum eins og imprað hefur verið á né að efni til. En textabrotin eru úr lögunum Strákarnir á Borginni og Regnbogans stræti, þar sem ort er um stöðu samkynhneigðra. „Nei, sannarlega ekki. Fordómarnir láta ekki að sér hæða. Við erum farin að sjá þetta enn og aftur, meira að segja hér heima, örla fyrir þeirri umræðu,“ segir Bubbi. Og nefnir hvað hafi orðið til að herða sig í þeim áformum að hafa þetta þema útgáfunnar. „Það var einn náungi sem ég hitti úr efri lögunum samfélagsins og var að spyrja mig hvort það væri til eitthvað meira af þessum textaverkum sem ég gaf út fyrir jólin? Ég sagði honum að ég væri að hugsa um að vinna textaverk sem snéru að baráttu samkynhneigðra. Og þá sagði hann: Nei, ég fer nú ekki að hafa svona verk uppá vegg hjá mér. Og þá sérðu hvað er stutt í þetta. Fordómarnir eru alltaf til staðar og út um allt,“ segir Bubbi. Hann segir að þegar verið sé að setja lög og ráðast á samkynhneigða í Póllandi, Ungverjalandi og víðar … sótt að kærleikanum og ástinni, hommum og lesbíum, regnbogansflórunni, þá verði að spyrna við fæti. „Það er farið að bera á þessu í Skandinavíu og Bretlandi. Og ekki er langt síðan bölsótast var út í það að það ætti að kenna börnum hommaskap í skólum, eins og það var orðað! Þessi verk eru líka til að heiðra regnbogann og minningu þeirra manna sem í rauninni lögðu línuna eins og Magga í Bristol, Elías Mar og allrar skápakynslóðarinnar fyrir stríð og þar um kring. Ég er að fjalla um það andrúmsloft og svo kærleikann og ástina sem ég tel vera gríðarlega mikilvægt. Við megum ekki sofna á verðinum.“ Hefði orðið gjaldþrota ef verkefnið hefði floppað Og svo eru það hinar ytri aðstæður sem hvetja Bubba til dáða hvað þetta tiltekna verkefni varðar. Hann að missa verkefni sem tónlistarmaður vinstri hægri. „Já, svo sannarlega,“ segir Bubbi og rifjar upp hvernig verkefnið fyrir jólin var til komið. Hvernig hann fékk hugmyndina og gott fólk í kringum sig til að móta hana og vinna úr svo sem vinir hans Finnur Árnason fyrrverandi forstjóri Haga og Simmi Brink tölvugúru sem óvænt hafði sambönd úti í Þýskalandi sem gerði þetta mögulegt. Bubbi Morthens með gítarinn og á sviðinu ásamt Þóri Baldurssyni. Þarna að kynna söngleikinn 9 líf sem byggja á lífi hans og ferli. Giggin hurfu í Covid-móðuna og Bubbi reynir ekki að leyna vonbrigðum sínum.vísir/vilhelm „Þetta var mikið ævintýri. Við vissum ekkert hvað væri að fara að gerast. Ég setti allt sem ég átti í þetta, tók allan sparipeninginn,“ segir Bubbi og nefnir að Hrafnhildi hafi orðið um og ó. „Ég bjóst kannski ekki við að þetta færi svona vel og ef þetta hefði ekki gengið hefði ég orðið gjaldþrota. En ef þú stekkur ekki yfir skurðinn verður þú ekki fyrstur í mark. Þú verður að taka tilhlaup og sökkva. Þá nærðu „home run“, eins og Kaninn segir. Það er svoleiðis.“ Sumarið ónýtt eins og í fyrra Þetta var í miðju Covid-fári og nú er sú staða komin upp að einhverju leyti aftur. „Rétt, þetta hefði ekki orðið nema Covid-ið kom, þá og svo aftur núna. Þetta er alveg … hvað á maður að segja? Eitt nýrra verka Bubba. Maður verður að taka þetta á kassann. Maður gæti náttúrlega sagt „I told you so!“ Þórólfur var búinn að segja að ef við opnum landamærin gerist þetta. Við eyðilögðum sumarið í fyrra og erum búin að eyðileggja það núna,“ segir Bubbi og reynir ekki að leyna gremju sinni. „Þetta er fórnarkostnaðurinn vegna þess að ríkisstjórnin lét sér ekki segjast. Meirihlutinn sagði í könnun að hann vildi hertar aðgerðir á landamærum, en það var ekki hlustað. Örfá prósent sögðu opnum landamærin. En hagsmunasamtök og pólitík, þetta er svo samantvinnað, þeir hafa meira vægi en almenningur.“ Að Covid eigi eftir að springa í andlit ríkisstjórnarflokkanna Fáir eru í betri tengslum við sjálfa þjóðarsálina og Bubbi Morthens. Sjálft alþýðuskáldið og hann les þetta í stöðuna: „Ég held núna að almenningur hafi fattað náttúru leiksins og það eru að koma kosningar. Ég er hræddur um að þetta gæti snúist í höndunum á þeim sem eru við völd. Mér segist svo hugur. Það er mín tilfinning. Þetta mun ekki afla þeim vinsælda að hafa hætt skimun á landamærunum. Ferðaþjónustan er 8 prósent af vergri landsframleiðslu, meira að segja í lélegu laxveiðisumri eru líkurnar betri,“ segir Bubbi og veit um hvað hann er að tala. Hann var samkvæmt venju í Aðaldalnum við laxveiðar fyrr í sumar. Í steikjandi hita í 12 daga og veiddi 3 fiska. Sem er met í hans tilfelli. Aldrei fengið eins lítið. „Ég hef aldrei lent í öðru eins, aldrei, aldrei.“
Myndlist Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bubbi hefur selt verk fyrir 30 milljónir Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi ótrúlega vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. 9. desember 2020 11:30 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bubbi hefur selt verk fyrir 30 milljónir Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi ótrúlega vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. 9. desember 2020 11:30