Bretland Konur áttu bresku tónlistarverðlaunin Bresku tónlistarverðlaunin voru afhend í gærkvöldi í O2-höllinni í London. Dua Lipa fór heim með tvenn verðlaun og alls unnu konur átta verðlaun í gærkvöldi, átta af ellefu verðlaunum. Tónlist 12.5.2021 12:31 Minnast þess að átján ár eru liðin frá fæðingu Madeleine McCann Foreldrar hinnar bresku Madeleine McCann minnast þess í dag að átján eru liðin frá fæðingu hennar og segjast þau enn halda í „smá“ von um að hún muni finnast á lífi. Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal í maí 2007. Erlent 12.5.2021 10:22 Kennarar og gestafyrirlesarar munu geta sótt bætur ef málfrelsi þeirra er skert Bresk stjórnvöld hyggjast kynna til sögunnar ný lög sem munu gera kennurum, nemendum og gestafyrirlesurum kleift að sækja bætur fyrir dómstólum ef háskólar brjóta gegn ákveðnum skilmálum um að þeir virði málfrelsi. Erlent 12.5.2021 10:07 Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. Enski boltinn 11.5.2021 20:01 Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. Erlent 11.5.2021 17:04 Líklegt að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verði á Wembley Það kemur í ljós á morgun hvort úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu verði færður á Wembley, þjóðarleikvang Englendinga. Fótbolti 10.5.2021 07:30 Khan náði endurkjöri í London Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar. Erlent 9.5.2021 14:02 Bættu við sig þingmanni og vantaði einn til að vera í meirihluta Skoski þjóðarflokkurinn vann sigur í þingkosningunum í Skotlandi sem fram fóru í gær, en endanleg úrslit kosninganna liggja nú fyrir. Flokkurinn bætti við sig einum þingmanni frá síðustu kosningum og er því með 64 þingmenn af 129. Erlent 8.5.2021 21:57 Stefnir á þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eftir kosningasigur Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur heitið því að ráðist verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær. Hún segir engan vafa um að kosningarnar myndu skila þingmeirihluta sem væri fylgjandi sjálfstæði. Erlent 8.5.2021 18:32 Óvíst að Skoski þjóðarflokkurinn tryggi sér meirihluta Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Erlent 7.5.2021 22:50 Ísland komið á græna listann hjá Bretlandi Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið. Erlent 7.5.2021 22:03 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. Erlent 7.5.2021 12:23 Nýtt þorskastríð í uppsiglingu? Bretar virðast vera á leið í nýtt þorskastríð. Að þessu sinni er mótherjinn þó ekki Íslendingar heldur Frakkar. Erlent 6.5.2021 06:56 Instagram sætir gagnrýni vegna auglýsinga á þyngingarlyfjum Heilbrigðisstofnun Englands hefur biðlað til samfélagsmiðilsins Instagram að loka fyrir aðganga sem auglýsa og selja ólöglegt og „hættulegt“ lyf sem sérstaklega er auglýst ungum konum og stelpum. Erlent 3.5.2021 16:37 Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). Erlent 3.5.2021 08:32 Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. Erlent 2.5.2021 14:40 Karlotta fagnar sex ára afmæli Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, er sex ára í dag. Í tilefni dagsins hefur konungsfjölskyldan nýja mynd af prinsessunni í sínu fínasta pússi. Lífið 2.5.2021 08:10 Hvetja Breta til að sýna biðlund Vísindalegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir landsmenn þurfa að vera þolinmóða í aðdraganda næstu tilslakana þar sem enn eigi eftir að bólusetja töluverðan fjölda. Þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum er ekki útilokað að ný bylgja geti farið af stað. Erlent 1.5.2021 14:49 Leita enn að móður ungbarns sem fannst yfirgefið í almenningsgarði Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur birt myndir af ungbarninu sem fannst yfirgefið í almenningsgarði í borginni fyrir helgi. Það var almennur borgari sem var á göngu með hunda í Kings Norton almenningsgarðinum í Birmingham sem fann litla drenginn vafinn inn í teppi síðdegis þann 22. apríl. Erlent 1.5.2021 12:51 Birtu nýjar myndir í tilefni af tinbrúðkaupinu Vilhjálmur Bretaprins og Katrín halda í dag upp á að tíu ár eru nú liðin frá því að þau gengu í hjónaband. Breska konungsfjölskyldan hefur í tilefni þess birt nýjar myndir af þeim hjónum. Lífið 29.4.2021 07:42 Bretar panta aukaskammta af bóluefni og hyggjast gefa þriðju sprautuna Bresk yfirvöld hafa pantað sextíu milljón aukaskammta af bóluefni Pfizer-BioNTech gegn covid-19 sem ætlunin er að nota til að bólusetja fólk með þriðju sprautunni af bóluefninu í haust. Þetta þýðir að Bretar hafa í heildina pantað hundrað milljónir skammta af bóluefni Pfizer. Erlent 28.4.2021 20:48 Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. Erlent 28.4.2021 19:37 Boris í bobba: Rannsaka hvort kosningasjóðir hafi verið notaðir ólöglega Yfirkjörstjórn Bretlands tilkynnti í dag að hefja ætti formlega rannsókn sem snýr að Boris Johnson, forsætisráðherra. Rannsóknin snýr að því hvort Johnson hafi notað kosningasjóði til að gera endurbætur á íbúð sinni við Downing-stræti. Erlent 28.4.2021 15:54 Mikill meirihluti þingmanna samþykkir fríverslunarsamninginn við Breta Evrópuþingið hefur staðfest nýjan fríverslunarsamning milli Evrópusambandsins og Bretlands í kjölfar Brexit. Samningurinn hefur verið í gildi frá því í janúar en var samþykktur í morgun með 660 atkvæðum. Erlent 28.4.2021 09:01 Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. Erlent 27.4.2021 10:18 Englendingar 42 ára og eldri geta nú skráð sig í bólusetningu Frá og með gærdeginum gátu Englendingar 44 ára og eldri skráð sig í bólusetningu vegna Covid-19 en nú hefur aldurinn verið lækkaður og skráning stendur opin öllum 42 ára og eldri. Erlent 27.4.2021 09:35 „Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða. Erlent 27.4.2021 07:37 Bólusettum Bandaríkjamönnum hleypt í frí til Evrópu á næstunni Bólusettir Bandaríkjamenn munu geta heimsótt aðildarríki Evrópusambandsins í sumar. Forseti framkvæmdaráðs ESB tilkynnti í gær að sambandið myndi líklega breyta stefnu sinni eftir viðræður við ráðamenn í Washington um fyrirkomulag svokallaðra bólusetningar-vegabréfa. Viðskipti erlent 26.4.2021 09:20 Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi. Erlent 24.4.2021 13:01 Giggs ákærður fyrir árás á tvær konur Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales í fótbolta og fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á tvær konur 1. nóvember síðastliðinn. Fótbolti 23.4.2021 15:52 « ‹ 56 57 58 59 60 61 62 63 64 … 128 ›
Konur áttu bresku tónlistarverðlaunin Bresku tónlistarverðlaunin voru afhend í gærkvöldi í O2-höllinni í London. Dua Lipa fór heim með tvenn verðlaun og alls unnu konur átta verðlaun í gærkvöldi, átta af ellefu verðlaunum. Tónlist 12.5.2021 12:31
Minnast þess að átján ár eru liðin frá fæðingu Madeleine McCann Foreldrar hinnar bresku Madeleine McCann minnast þess í dag að átján eru liðin frá fæðingu hennar og segjast þau enn halda í „smá“ von um að hún muni finnast á lífi. Madeleine hvarf úr hótelíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal í maí 2007. Erlent 12.5.2021 10:22
Kennarar og gestafyrirlesarar munu geta sótt bætur ef málfrelsi þeirra er skert Bresk stjórnvöld hyggjast kynna til sögunnar ný lög sem munu gera kennurum, nemendum og gestafyrirlesurum kleift að sækja bætur fyrir dómstólum ef háskólar brjóta gegn ákveðnum skilmálum um að þeir virði málfrelsi. Erlent 12.5.2021 10:07
Manchester City enskur meistari í fimmta sinn Manchester City varð í kvöld enskur meistari er Leicester City vann Manchester United 2-1. Þar með getur Man United ekki náð nágrönnum sínum og lærisveinar Pep Guardiola þar með Englandsmeistarar. Enski boltinn 11.5.2021 20:01
Bretar felldu saklaust fólk í Belfast Breskir hermenn drápu fólk sem var blásaklaust í aðgerðum sínum í Belfast fyrir fimmtíu árum. Dánardómstjóri á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að hermenn hefðu valdi dauða að minnsta kosti níu af tíu manns sem féllu. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita fyrrverandi hermönnum á Norður-Írlandi aukna friðhelgi fyrir saksókn. Erlent 11.5.2021 17:04
Líklegt að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verði á Wembley Það kemur í ljós á morgun hvort úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu verði færður á Wembley, þjóðarleikvang Englendinga. Fótbolti 10.5.2021 07:30
Khan náði endurkjöri í London Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar. Erlent 9.5.2021 14:02
Bættu við sig þingmanni og vantaði einn til að vera í meirihluta Skoski þjóðarflokkurinn vann sigur í þingkosningunum í Skotlandi sem fram fóru í gær, en endanleg úrslit kosninganna liggja nú fyrir. Flokkurinn bætti við sig einum þingmanni frá síðustu kosningum og er því með 64 þingmenn af 129. Erlent 8.5.2021 21:57
Stefnir á þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eftir kosningasigur Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur heitið því að ráðist verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær. Hún segir engan vafa um að kosningarnar myndu skila þingmeirihluta sem væri fylgjandi sjálfstæði. Erlent 8.5.2021 18:32
Óvíst að Skoski þjóðarflokkurinn tryggi sér meirihluta Skotar gengu til kjörstaða í dag en þingkosningar fara nú fram í Skotlandi. Niðurstöður liggja enn ekki endanlega fyrir og óljóst er hvort að Skoski þjóðarflokkurinn nái að tryggja sér meirihluta í þinginu. Nái hann því er líklegt að Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, boði til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. Erlent 7.5.2021 22:50
Ísland komið á græna listann hjá Bretlandi Ísland er loks komið á græna listann hjá Bretlandi, það er að Bretar mega ferðast til Íslands sér til skemmtunar. Mánuðum saman hafa Bretar ekki mátt ferðast til ýmissa ríkja sér til skemmtunar en það bann virðist vera að enda komið. Erlent 7.5.2021 22:03
Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. Erlent 7.5.2021 12:23
Nýtt þorskastríð í uppsiglingu? Bretar virðast vera á leið í nýtt þorskastríð. Að þessu sinni er mótherjinn þó ekki Íslendingar heldur Frakkar. Erlent 6.5.2021 06:56
Instagram sætir gagnrýni vegna auglýsinga á þyngingarlyfjum Heilbrigðisstofnun Englands hefur biðlað til samfélagsmiðilsins Instagram að loka fyrir aðganga sem auglýsa og selja ólöglegt og „hættulegt“ lyf sem sérstaklega er auglýst ungum konum og stelpum. Erlent 3.5.2021 16:37
Breskir læknar að bugast undan álaginu og margir íhuga að hætta Þúsundir breskra lækna íhuga að láta af störfum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Helstu ástæðurnar eru gríðarlegt álag og áhyggjur af andlegu heilbrigði. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Bresku læknasamtakanna (BMA). Erlent 3.5.2021 08:32
Gætu þurft að halda í þekktar reglur þrátt fyrir afléttingu takmarkana Ekki er útilokað að fjarlægðartakmörk og grímunotkun verði enn í gildi sumsstaðar í Bretlandi þrátt fyrir að nær öllum takmörkunum verði aflétt innanlands. Utanríkisráðherra Bretlands segir engar ákvarðanir liggja fyrir í þessum efnum, en samkvæmt áætlun stjórnvalda er stefnt að allsherjar afléttingu þann 21. júní. Erlent 2.5.2021 14:40
Karlotta fagnar sex ára afmæli Karlotta prinsessa, dóttir Vilhjálms prins og Katrínar, hertogaynju af Cambridge, er sex ára í dag. Í tilefni dagsins hefur konungsfjölskyldan nýja mynd af prinsessunni í sínu fínasta pússi. Lífið 2.5.2021 08:10
Hvetja Breta til að sýna biðlund Vísindalegur ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segir landsmenn þurfa að vera þolinmóða í aðdraganda næstu tilslakana þar sem enn eigi eftir að bólusetja töluverðan fjölda. Þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum er ekki útilokað að ný bylgja geti farið af stað. Erlent 1.5.2021 14:49
Leita enn að móður ungbarns sem fannst yfirgefið í almenningsgarði Lögreglan í Birmingham á Englandi hefur birt myndir af ungbarninu sem fannst yfirgefið í almenningsgarði í borginni fyrir helgi. Það var almennur borgari sem var á göngu með hunda í Kings Norton almenningsgarðinum í Birmingham sem fann litla drenginn vafinn inn í teppi síðdegis þann 22. apríl. Erlent 1.5.2021 12:51
Birtu nýjar myndir í tilefni af tinbrúðkaupinu Vilhjálmur Bretaprins og Katrín halda í dag upp á að tíu ár eru nú liðin frá því að þau gengu í hjónaband. Breska konungsfjölskyldan hefur í tilefni þess birt nýjar myndir af þeim hjónum. Lífið 29.4.2021 07:42
Bretar panta aukaskammta af bóluefni og hyggjast gefa þriðju sprautuna Bresk yfirvöld hafa pantað sextíu milljón aukaskammta af bóluefni Pfizer-BioNTech gegn covid-19 sem ætlunin er að nota til að bólusetja fólk með þriðju sprautunni af bóluefninu í haust. Þetta þýðir að Bretar hafa í heildina pantað hundrað milljónir skammta af bóluefni Pfizer. Erlent 28.4.2021 20:48
Leiðtogi norðurírsku heimastjórnarinnar segir af sér Arlene Foster, oddviti heimastjórnar Norður-Írlands, sagði af sér vegna innanflokksátaka í Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hún ætlar jafnframt að stíga til hliðar sem leiðtogi flokksins. Erlent 28.4.2021 19:37
Boris í bobba: Rannsaka hvort kosningasjóðir hafi verið notaðir ólöglega Yfirkjörstjórn Bretlands tilkynnti í dag að hefja ætti formlega rannsókn sem snýr að Boris Johnson, forsætisráðherra. Rannsóknin snýr að því hvort Johnson hafi notað kosningasjóði til að gera endurbætur á íbúð sinni við Downing-stræti. Erlent 28.4.2021 15:54
Mikill meirihluti þingmanna samþykkir fríverslunarsamninginn við Breta Evrópuþingið hefur staðfest nýjan fríverslunarsamning milli Evrópusambandsins og Bretlands í kjölfar Brexit. Samningurinn hefur verið í gildi frá því í janúar en var samþykktur í morgun með 660 atkvæðum. Erlent 28.4.2021 09:01
Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. Erlent 27.4.2021 10:18
Englendingar 42 ára og eldri geta nú skráð sig í bólusetningu Frá og með gærdeginum gátu Englendingar 44 ára og eldri skráð sig í bólusetningu vegna Covid-19 en nú hefur aldurinn verið lækkaður og skráning stendur opin öllum 42 ára og eldri. Erlent 27.4.2021 09:35
„Leyfið líkunum að hrannast upp í þúsundatali!“ Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sætir nú auknum þrýstingi eftir að breskir miðlar greindu frá því í gær að hann hefði sagt að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að grípa aftur til harðra sóttvarnaðgerða. Erlent 27.4.2021 07:37
Bólusettum Bandaríkjamönnum hleypt í frí til Evrópu á næstunni Bólusettir Bandaríkjamenn munu geta heimsótt aðildarríki Evrópusambandsins í sumar. Forseti framkvæmdaráðs ESB tilkynnti í gær að sambandið myndi líklega breyta stefnu sinni eftir viðræður við ráðamenn í Washington um fyrirkomulag svokallaðra bólusetningar-vegabréfa. Viðskipti erlent 26.4.2021 09:20
Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi. Erlent 24.4.2021 13:01
Giggs ákærður fyrir árás á tvær konur Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales í fótbolta og fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á tvær konur 1. nóvember síðastliðinn. Fótbolti 23.4.2021 15:52