Kína

Fréttamynd

Stal gögnum frá Google og varð for­stjóri í Kína

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína.

Erlent
Fréttamynd

Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga

Yfirvöld á Filippseyjum segja fjóra sjóliða hafa slasast lítillega þegar kínversku strandgæsluskipi var siglt utan í skip frá Filippseyjum og vatnsfallbyssum beitt gegn sjóliðum. Kínverjar voru þá að reyna að koma í veg fyrir siglingu skipanna frá Filippseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Raun­veru­leikinn hvarf

Færni gervigreindar til sjálfvirkrar sköpunar á texta, hljóði og mynd (s.k. sköpunargreind, e. generative artificial intelligence) hefur fengið þó nokkra athygli undanfarið. Í slíkri sjálfvirkri sköpun lærir gervigreindin undirliggjandi uppbyggingu og notar lærdóminn til að skapa eitthvað nýtt, en svipað. Alls ekki ólíkt því ef ég myndi ætla að læra að mála með olíu í stíl kúbisma.

Skoðun
Fréttamynd

Leki varpar ljósi á tíðar tölvuárásir Kín­verja

Kínverskir hakkarahópar, sem tengjast yfirvöldum í Peking, beita umfangsmiklum tölvuárásum gegn erlendum ríkisstjórnum, fyrirtækjum og gegn innviðum í öðrum ríkjum. Hakkararnir notast við galla á kerfum fyrirtækja eins og Microsoft, Apple og Google.

Erlent
Fréttamynd

Gera aðra til­raun með hernaðar­að­stoð

Bandarískir öldungadeildarþingmenn samþykktu í dag frumvarp um 95,3 milljarða dala hernaðaraðstoð til Úkraínu, Ísraels og Taívan auk mannúðaraðstoðar til Palestínumanna. Frumvarpið var samþykkt eftir næturlangt málþóf nokkurra þingmanna Repúblikanaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging í matarinnkaupum á netinu

Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum.

Neytendur
Fréttamynd

Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök

Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Segir tolla á kín­verska rafmagnsbíla nauð­syn­lega

Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kortlögðu Covid-19 tveimur vikum áður en erfðamengið var opin­berað

Kínverskir vísindamenn reyndu að birta kortlagt erfðamengi Nýju kórónuveirunnar, tveimur vikum áður en yfirvöld í Kína opinberuðu erfðamengið. Þetta kemur fram í nýlega opinberuðum gögnum í Bandaríkjunum og gæti töfin hafa tafið rannsóknir á veirunni og þróun bóluefna í uppruna heimsfaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Lai Ching-te kjörinn for­seti í Taí­van

Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins.

Erlent
Fréttamynd

Munu svara á­rásum Breta og Banda­ríkja­manna

Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verjar að verða vinalausir í Taí­van

Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur.

Erlent
Fréttamynd

Margir á ver­gangi í nístingskulda eftir jarð­skjálfta

Skjálftinn var 6,2 stig og skall á skömmu fyrir miðnætti á mánudagskvöld. Íbúar Gansu og Qinghai-héraða í norðvesturhluta Kína flúðu heimili sín út í kuldann sem herjar nú á fólk í svæðinu en skjálftinn olli skemmdum á húsum, vegum, orkuinnviðum og olli skriðum og aurskriðum.

Erlent
Fréttamynd

Kona fann skil­ríki fanga í jakka frá Regatta

Skilríki fanga í Kína virðast hafa fundist innan á jakka frá fataframleiðandanum Regatta. Fundurinn hefur vakið upp spurningar um það hvort fangar hafi verið notaðir við framleiðslu fyrirtækisins.

Erlent
Fréttamynd

Vill að Sun Jun-ho verði leystur úr haldi

Hinn þýski Jürgen Klinsmann, þjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu, hefur óskað eftir því að leikmaðurinn Sun Jun-ho verði leystur úr haldi Kínverja fyrir jól en leikmanninum hefur verið haldið þar í landi frá því síðasta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél

Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys.

Erlent
Fréttamynd

Varnar­mála­ráð­herrann sem hvarf látinn taka pokann sinn

Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum.

Erlent