Hryðjuverk í London Í nafni Al-Qaida Áður óþekkt samtök hafa lýst sprengingunum í Lundúnum á hendur sér í nafni Al-Qaida. Samtökin kalla sig "Leynisamtök heilags stríðs Al-Qaida í Evrópu" í tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu fyrir skömmu. Erlent 13.10.2005 19:28 Múslimar harma árásirnar Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Erlent 13.10.2005 19:28 Tala látinna enn á reiki Tala þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Lundúnaborg í morgun er enn mjög á reiki. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. Erlent 13.10.2005 19:28 Atburðarás dagsins Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Erlent 13.10.2005 19:28 150 alvarlega slasaðir Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Talsmaður sjúkraflutningamanna í London segir a.m.k. 150 manns alvarlega slasaða. Erlent 13.10.2005 19:28 Neyðarfundur hjá öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi fyrir stundu til að fordæma hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun sem kostuðu minnst 45 manns lífið. Tölur um slasaða í árásunum eru enn nokkuð á reiki en samkvæmt bresku sjónvarpsstöðinni Sky er óttast að um þúsund manns hafi slasast, þar af á annað hundrað alvarlega. Erlent 13.10.2005 19:28 Vottar fjölskyldum látinna samúð Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. Erlent 13.10.2005 19:28 Beita skal öllum ráðum Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, voru sammála um að berjast yrði gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum þegar þeir fordæmdu árásirnar í samtölum við fjölmiðla í gær. Þeir vottuðu bresku þjóðinni samúð sína. Erlent 13.10.2005 19:28 Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu Aukafréttatími verður á Stöð 2 í hádeginu vegna sprenginganna í Lundúnum í morgun. Fréttatíminn hefst klukkan 12. Erlent 13.10.2005 19:28 Handahófskennt fjöldamorð Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, segir árásirnar í Lundúnum handahófskennt fjöldamorð hryðjuverkamanna. Erlent 13.10.2005 19:28 Fordæma árásirnar Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. Erlent 13.10.2005 19:28 « ‹ 6 7 8 9 ›
Í nafni Al-Qaida Áður óþekkt samtök hafa lýst sprengingunum í Lundúnum á hendur sér í nafni Al-Qaida. Samtökin kalla sig "Leynisamtök heilags stríðs Al-Qaida í Evrópu" í tilkynningu sem birt var á íslamskri vefsíðu fyrir skömmu. Erlent 13.10.2005 19:28
Múslimar harma árásirnar Ahmed Sheikh, forseti félags múslima í London fordæmir árásirnar í London og segist óttast að múslimar þurfi að gjalda fyrir hryðjuverkin. Hann segist hafa mestar áhyggjur af konum sem bera höfuðslæður og mæltist til þess við alla múslima að þeir færu varlega næstu daga og létu lítið fyrir sér fara. Erlent 13.10.2005 19:28
Tala látinna enn á reiki Tala þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á Lundúnaborg í morgun er enn mjög á reiki. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist; staðfest tala frá Lundúnalögreglunni er þrjátíu og þrír. Slasaðir eru sagðir á bilinu hundrað og fimmtíu, sem eru alvarlega slasaðir, til eitt þúsund. Erlent 13.10.2005 19:28
Atburðarás dagsins Skelfing og ringulreið setti mark sitt á morguninn í London þar sem lengi vel var óljóst hvað væri um að vera. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2, rekur atburðarásina. Erlent 13.10.2005 19:28
150 alvarlega slasaðir Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Talsmaður sjúkraflutningamanna í London segir a.m.k. 150 manns alvarlega slasaða. Erlent 13.10.2005 19:28
Neyðarfundur hjá öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á neyðarfundi fyrir stundu til að fordæma hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í morgun sem kostuðu minnst 45 manns lífið. Tölur um slasaða í árásunum eru enn nokkuð á reiki en samkvæmt bresku sjónvarpsstöðinni Sky er óttast að um þúsund manns hafi slasast, þar af á annað hundrað alvarlega. Erlent 13.10.2005 19:28
Vottar fjölskyldum látinna samúð Elísabet önnur Bretadrottning sendi frá sér tilkynningu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gærmorgun. Erlent 13.10.2005 19:28
Beita skal öllum ráðum Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, voru sammála um að berjast yrði gegn hryðjuverkum með öllum tiltækum ráðum þegar þeir fordæmdu árásirnar í samtölum við fjölmiðla í gær. Þeir vottuðu bresku þjóðinni samúð sína. Erlent 13.10.2005 19:28
Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu Aukafréttatími verður á Stöð 2 í hádeginu vegna sprenginganna í Lundúnum í morgun. Fréttatíminn hefst klukkan 12. Erlent 13.10.2005 19:28
Handahófskennt fjöldamorð Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, segir árásirnar í Lundúnum handahófskennt fjöldamorð hryðjuverkamanna. Erlent 13.10.2005 19:28
Fordæma árásirnar Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir hryðjuverkin í Lundúnum viðurstyggileg og hneykslanleg. Hann segir það liggja fyrir að tilgangurinn hafi verið að myrða saklausa borgara og fordæmir árásirnar harðlega. Erlent 13.10.2005 19:28