Hryðjuverk í London Fögnuður varð að hryllingi Dagarnir sjötti og sjöundi júlí 2005 marka djúp spor í sögu Lundúnabúa, hvor með sínum hætti. Fyrri daginn ljómaði borgin af æstum fögnuði yfir því að hafa verið útnefnd til að hýsa Ólympíuleikana árið 2012, en morguninn eftir brast á hryllingur hryðjuverka með röð sprenginga í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Erlent 13.10.2005 19:28 Vestræn ríki eru ósamstiga Vladimir Pútín, forseti Rússlands, telur að árásirnar á Lundúnir í gær sýni að ríki heims séu ósamstíga og illa undir það búin að glíma við hryðjuverkaógnina. Erlent 13.10.2005 19:28 Eyðileggja ekki lífsmáta okkar Hryðjuverkamenn fá ekki að eyðileggja lífsmáta okkar segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:28 50 látnir segir innanríkisráðherra Fimmtíu létust í árásunum í London að sögn innanríkisráðherra Bretlands, Charles Clarke. Þetta var haft eftir ráðherranum fyrir stundu. Erlent 13.10.2005 19:28 Stálinu stappað í þjóðina Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. Erlent 13.10.2005 19:28 Skýrar andstæður George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari. Erlent 13.10.2005 19:28 Talað um fjórar sprengingar Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar í London fjórar en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið. Erlent 13.10.2005 19:28 Sjónarvottar segja fleiri látna Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Erlent 13.10.2005 19:28 Hið minnsta 37 látnir Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist. Erlent 13.10.2005 19:28 Tíu létust við King´s Cross CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar. Erlent 13.10.2005 19:28 37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Erlent 13.10.2005 19:28 « ‹ 6 7 8 9 ›
Fögnuður varð að hryllingi Dagarnir sjötti og sjöundi júlí 2005 marka djúp spor í sögu Lundúnabúa, hvor með sínum hætti. Fyrri daginn ljómaði borgin af æstum fögnuði yfir því að hafa verið útnefnd til að hýsa Ólympíuleikana árið 2012, en morguninn eftir brast á hryllingur hryðjuverka með röð sprenginga í almenningssamgöngukerfi borgarinnar. Erlent 13.10.2005 19:28
Vestræn ríki eru ósamstiga Vladimir Pútín, forseti Rússlands, telur að árásirnar á Lundúnir í gær sýni að ríki heims séu ósamstíga og illa undir það búin að glíma við hryðjuverkaógnina. Erlent 13.10.2005 19:28
Eyðileggja ekki lífsmáta okkar Hryðjuverkamenn fá ekki að eyðileggja lífsmáta okkar segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:28
50 látnir segir innanríkisráðherra Fimmtíu létust í árásunum í London að sögn innanríkisráðherra Bretlands, Charles Clarke. Þetta var haft eftir ráðherranum fyrir stundu. Erlent 13.10.2005 19:28
Stálinu stappað í þjóðina Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stappaði stálinu í þjóð sína í gær og fullyrti að hún myndi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum ekki láta buga sig. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hétu stuðningi sínum við ríkisstjórnina í þessum þrengingum. Erlent 13.10.2005 19:28
Skýrar andstæður George W. Bush Bandaríkjaforseti telur að andstæðurnar á milli þjóðarleiðtoganna í Gleneagles í Skotlandi og tilræðismannanna í New York gætu ekki verið skarpari. Erlent 13.10.2005 19:28
Talað um fjórar sprengingar Samkvæmt nýjustu fréttaskeytum voru sprengingarnar í London fjórar en fyrr í dag var talið að þær hefðu ekki verið færri en sex. Breska útvarpið greinir frá skelfilegum aðstæðum á vettvangi: fólk sem misst hefur útlimi og er mjög illa leikið. Erlent 13.10.2005 19:28
Sjónarvottar segja fleiri látna Breska útvarpið, BBC, segir að árás hafi verið gerð á Lundúnir. Yfirvöld vilja ekki segja neitt um hvað kann að hafa gerst en engir aðrir velkjast í vafa um að hryðjuverkaárásir hafi verið gerðar. Fjöldi fólks hefur slasast og og staðfestu hefur verið að tveir féllu. Sjónarvottar sem breskir fjölmiðlar ræða við greina frá mun fleiri föllnum. Erlent 13.10.2005 19:28
Hið minnsta 37 látnir Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í dag. Tala þeirra sem fórust hefur verið mjög á reiki í dag. Reuters-fréttaþjónustan hefur heimildir fyrir því að fjörutíu og fimm hafi farist. Erlent 13.10.2005 19:28
Tíu létust við King´s Cross CNN greindi rétt í þessu frá því að tíu hefðu farist í árásinni við King´s Cross stöðina. Ferðir Eurostar-lesta um Ermasundsgöngin hafa verið felldar niður í kjölfar árásanna. Víðar í Evrópu berast fregnir sem ýta undir óttann: tvær stórar verslunarmiðstöðvar hafa til að mynda verið rýmdar í Búdapest og í Varsjá varð mikið uppnám vegna bruna í megin stjórnarbyggingunni þar. Erlent 13.10.2005 19:28
37 látnir; al-Qaida ábyrg Þrjátíu og sjö hið minnsta voru myrtir í hryðjuverkaárásum í Lundúnum í dag. Hópur tengdur al-Qaida kveðst bera ábyrgð á sjö sprengingum á fjórum stöðum í borginni. Erlent 13.10.2005 19:28