Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Nektar­myndum deilt á geysi­vin­sæla Insta­gram-síðu

Óprúttinn aðili hakkaði sig inn á hinn geysivinsæla Instagram-reikning Memezar og setti þar inn efni sem er ekki við hæfi barna í morgun. Memezar er með tæplega 24 milljón fylgjendur og er ein vinsælasta síða Instagram sem er tileinkuð gríni og skopmyndum.

Lífið
Fréttamynd

Mega ekki leita að vopnum í töskum og fatnaði barnanna

Vopnaburður grunnskólabarna og unglinga hefur aukist á síðustu árum segir formaður Skólastjórafélags Íslands. Enn uggvænlegri þróun hafi orðið nýlega í þá átt að ungmenni eru farin að beita vopnunum. Samfélagið sé komið á alvarlegan stað og nú þurfi að spyrna við fótum.

Innlent
Fréttamynd

Lokar fyrir að­gang að X í Brasilíu

Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum.

Erlent
Fréttamynd

Elísa­bet Gunnars á nýjum vett­vangi

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars.

Lífið
Fréttamynd

Mörgum finnst ó­þægi­legt að tala um fjár­málin sín

„Fjármál eru svo ótrúlega stór þáttur af lífi okkar. Af hverju að forðast þau? Viljum við ekki frekar reyna að leggja okkur fram í að skilja peninga og hvernig við getum notað þá? Það er nú einu sinni þannig að allt í lífinu er erfitt þegar við kunnum það ekki,“ segir Valdís Hrönn Berg fjárhagsmarkþjálfi.

Lífið
Fréttamynd

Gúrkan hækkað um þúsund krónur

Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guggur og gúmmíbátur hjá Guggu í gúmmí­bát

„Þetta var án efa besti dagur lífs míns,“ segir áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem fagnaði 21 árs afmæli sínu með stæl um helgina á skemmtistaðnum Hax. Patrik, Issi, HubbaBubba og DJ Bjarni K voru meðal tónlistaratriða og að sjálfsögðu var gúmmíbátur á svæðinu.

Lífið
Fréttamynd

Sunn­eva Einars tekur risastökk á tekjulista á­hrifa­valda

Skemmtikrafturinn og útvarpskonan Eva Ruza Miljevic er tekjuhæst íslenskra áhrifavalda, annað árið í röð. Á eftir henni eru Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, sem betur er þekktur sem Gummi Kíró. Sunneva var ekki meðal tíu tekjuhæstu stjarnanna í fyrra og er hástökkvari á listanum í ár.

Lífið
Fréttamynd

Sunn­eva og Tanja ræða lýtaaðgerðirnar sínar

Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir segjast báðar hafa gengist undir fjölda lýtaaðgerða frá unga aldri. Vinkonurnar voru gestir í hlaðvarpsþættinum Curly FM, sem er í umsjón Arn­ars Gauta Arn­ars­son­ar, þekkt­ur sem Lil Cur­ly, og Jak­obs Jó­hanns Veig­ars­son­ar, á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

Gústi B leitar sér að vinnu

Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður með meiru leitar sér nú að nýrri vinnu eftir að útvarpsþáttur hans Veislan var tekin af dagskrá FM957.

Lífið
Fréttamynd

Susan Wojcicki er látin

Hin bandaríska Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við lungnakrabbamein. Eiginmaður hennar Dennis Troper greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikill við­búnaður vegna mögu­legra ó­eirða í dag

Þúsundir lögreglumanna eru í viðbragðsstöðu vegna hættu á frekari óeirðum á Englandi í dag. Boðað hefur verið til að minnsta kosti þrjátíu mótmæla víðsvegar um landið en þau hafa ítrekað leyst upp í uppþot og ofbeldi í kjölfar hnífaárásar í Southport í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Vand­ræða­saga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingar­tussa“ og Face­book-þumallinn

„Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Ekki meira en bara vinir

Áhrifavaldarnir Arnar Gauti, betur þekktur sem Lil Curly, og Brynja Bjarna Anderiman hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum hvors annars undanfarið og virðast þau nánast óaðskiljanleg. Þau eyddu góðum tíma saman í sólinni í Króatíu og eru nýkomin heim. 

Lífið