Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Face­book fer í hart og fjar­lægir allar fréttir í Kanada

Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Bless X“

Björn Leví Gunnars­son, þing­maður Pírata, er hættur á sam­fé­lags­miðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til ný­lega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast á­form milljóna­mæringsins Elon Musk með miðilinn.

Lífið
Fréttamynd

Spara eigi stóru orðin gagn­vart fólki í alls­nægtar­fréttum

Siðfræðingur segir að varla sé hægt að tala um aukna efnishyggju sem staðreynd í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar skapi ákveðið gildismat með fréttaflutningi sínum. Mikilvægt sé að passa sig á að ganga ekki of harkalega með siðavöndinn og hneykslast. Hið versta sem gæti gerst sé að óbrúanleg gjá myndist milli fólks með ólíkt gildismat.

Menning
Fréttamynd

Lá beinast við að sýna Björg­ólfi frænda nýja Rolex úrið

Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið.

Lífið
Fréttamynd

Fuglinn Larry látinn flakka fyrir X

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opinberaði nýtt vörumerki Twitter, sem þegar er byrjað að birtast á internetinu. Twitter mun verða að X og vörumerkið er að breytast í samræmi við það. Fuglinn Larry, sem hefur fylgt Twitter um árabil, mun fljúga sína eigin leið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vill skipta fuglinum út fyrir X

Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi Twitter, tilkynnti í nótt að senn muni Twitter kveðja helsta vörumerki sitt og „alla fuglana“ í kjölfarið. Breytinga gæti verið að vænta strax í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ron­aldo skýtur Kyli­e Jenner ref fyrir rass

Knatt­spyrnu­goð­sögnin Christiano Ron­aldo hefur skotist upp fyrir sam­fé­lags­miðla­stjörnuna Kyli­e Jenner og er nú sá sem rakar inn mestum pening á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið
Fréttamynd

Söfnuðu milljón krónum á einni viku fyrir bók um þriðju vaktina

Söfnun fyrir útgáfu bókar um þriðju vaktarina lauk á rúmri viku. Höfundur segir markmiðið vera að veita pörum aðgengilegt samansafn af upplýsingum um fyrirbærið. Þegar hafa á fimmta tug frásagna borist og segist höfundur trúa því að hægt og rólega muni hinar verstu karlrembur vakna úr dvala, karlar muni ekki lengur geta skýlt sér á bakvið skilningsleysi þegar komin er út heil bók um viðfangsefnið. Þriðja vaktin geti rústað hjónaböndum.

Lífið
Fréttamynd

Twitter hótar lögsókn

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur hótað samfélagsmiðlafyrirtækinu Meta lögsókn vegna nýs forrits sem kallast Threads eða „Þræðir“. Segir Twitter að uppbygging miðilsins gangi í berhögg við höfundarrétt þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Twitter-líki Meta ekki að­gengi­legt í Evrópu

Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Langþráður draumur Röggu Hólm rættist

Langþráður draumur rapparans og plötusnúðarins Röggu Hólm rættist þegar hún sá átrúnaðargoðið og poppstjörnuna Beyoncé berum augum á tónleikum í borginni Varsjá í Póllandi í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Fréttir hverfa af Face­book í Kanada

Fréttir munu nú smám saman hverfa af Facebook í Kanada, eftir að þingið þar samþykkti umdeild lög sem skylda fyrirtæki á borð við Meta og Google til að ganga til samningaviðræðna við fjölmiðla og greiða þeim fyrir efni sem birtist notendum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Zucker­berg til í að slást við Musk

Mark Zucker­berg, eig­andi sam­fé­lags­miðilsins Face­book, segist vera til í að mæta Elon Musk, eig­anda sam­fé­lags­miðilsins Twitter í slags­málum. Nokkuð ljóst er að um grín er að ræða en Face­book vinnur nú að þróun nýs sam­fé­lags­miðils sem er keim­líkur Twitter.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk sund­stjarna slær í gegn á gramminu

Myndband sem sýnir hina ungu og efnilegu sundkonu, Önnu Elínu, spreyta sig í ungbarnasundi hefur vakið stormandi lukku innan samfélagsmiðla. Móðir hennar, Emilía Madeleine Heenen, segist undrandi á viðtökunum en myndbandið hefur nú fengið yfir 40 milljón áhorfa. 

Lífið
Fréttamynd

Síma­stulds- og byrlunar­mál í salt­pækli fyrir norðan

Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Það er komið síma­bann

Á síðustu árum hefur reglulega sprottið upp umræða um snjallsímabönn í skólum. Skólar segjast vera komnir með snjallsímabann, bannið gangi einstaklega vel og að allir séu svoleiðis himinlifandi með framtakið. Það sem ratar hins vegar ekki í fréttirnar er að margir skólar gefast upp á slíkum bönnum, jafnvel sömu skólar og lofaðir hafa verið í fjölmiðlum fyrir að taka skrefið.

Skoðun