Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar

Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif.

Innlent
Fréttamynd

Ásdís Rán á OnlyFans

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir, gjarnan kölluð Ísdrottningin, hefur haslað sér völl á efnisveitunni OnlyFans. 

Lífið
Fréttamynd

Leitin að full­komnun

Ég er staddur í miðborg Oslóar umkringdur veitingastöðum í leit að rétta staðnum til að borða á. Valkvíðinn hellist yfir mig og ég opna símann til þess að hjálpa mér að þrengja leitina. Með allar upplýsingar í heiminum í vasanum hlýt ég að geta fundið hinn fullkomna stað fyrir mig.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja ætlar ekki að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube.

Innlent
Fréttamynd

Seg­ir notk­un sam­fé­lags­miðl­a geta skað­að börn

Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga.

Erlent
Fréttamynd

Meta í samkeppni við Twitter

Útlit er fyrir að Meta ætli í samkeppni við Twitter. Fregnir hafa borist af því að fyrirtækið muni gefa út í sumar forrit, sem tengist Instagram, þar sem notendur geta varpað fram stuttum textaskilaboðum til fylgjenda sinna og annarra. Til stendur að taka miðilinn í notkun í sumar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Upp­á­halds­hlað­vörp ís­lenskra kvenna

Hlaðvörp (e. podcast) eru tiltölulega nýtt fyrirbæri en eru orðin nánast ómissandi hluti af lífi margra. Hlaðvörpin eru misjöfn eins og þau eru orðin mörg, allt frá umfjöllun um dularfull morðmál, áhugaverð fræðsluefni eða létt spjall um allt milli himins og jarðar.

Lífið
Fréttamynd

Safna í fótboltalið með barneignum

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eiga von sínu öðru barni saman, en um er að ræða sjötta barn Garðars. 

Lífið
Fréttamynd

Of­flæði upp­lýsinga veru­leg ógn við geð­heilsuna

Haraldur Erlendsson geðlæknir segir að gríðarlegt upplýsingaflóð og upplýsingaáreiti sé ein helsta ógn við geðheilsuna og þar með ein helsta áskorun samtímans. Upp sé að alast kynslóð sem aldrei hefur þurft að takast á við erfiðleika sem sé forsenda þroska.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gellufrí, Eurovision og Björk fékk sér ís

Liðin vika einkenndist af Eurovision, suðrænni skemmtun, skvísulátum og almennri gleði. Þar má nefna árshátíð Þjóðleikhússins sem fór fram í Barcelona og virtist hin glæsilegasta, vinkonuhópar skemmtu sér á tónleikum poppstjörnunnar Beyoncé í Stokkhólmi og þemaafmæli Egils Einarssonar, Gillz, í anda norsku þáttaraðanna Exit á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Svo fékk Björk Guðmundsdóttir sér ís.

Lífið
Fréttamynd

Twitter sagt láta undan þrýstingi Erdogan

Andófsmaður og rannsóknarblaðamaður eru á meðal þeirra sem samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa fallist á að fela fyrir tyrkenskum notendum sínum rétt fyrir mikilvægustu kosningar í landinu í áraraðir. Twitter hefur ekki sagt hvers kyns efni miðilinn samþykkti að ritskoða.

Erlent
Fréttamynd

Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum.

Erlent
Fréttamynd

Linda Yaccarino ráðin nýr forstjóri Twitter

Linda Yaccarino er konan sem Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ráðið sem forstjóra Twitter. Musk hefur verið starfandi forstjóri fyrirtækisins síðan hann keypti allt hlutafé í því í október í fyrra. Yaccarino mun að sögn Musk hefja störf eftir sex vikur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

G-bletturinn í Njarðvík og hópkynlíf auki líkur á óléttu

Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti nýverið til leiks spjallmenni sem nýtir sér tækni frá gervigreindarlausninni ChatGPT. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri. Gervigreindin segir til að mynda að g-bletturinn sé staðsettur í Njarðvík og að hópkynlíf auki líkur á getnaði. 

Lífið
Fréttamynd

Love Is­land stjarna fékk ó­vænt boð í krýningu Karls

Breska raun­veru­leika­þátta­stjarnan Tasha Ghouri hefur fengið ó­vænt boð um að vera við­stödd há­tíðar­höld vegna krýningu Karls Breta­konungs þann 6. maí næst­komandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið
Fréttamynd

Bað Ása um að leysa sig af og kenna rassatíma

Sara Davíðsdóttir, flugfreyja og einkaþjálfari, hefur farið á kostum á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið með óvanalegum beiðnum til unnustans og hlaðvarpsstjórnandans Ásgríms Geirs Logasonar, betur þekktur sem Ási.

Lífið
Fréttamynd

Verðum að grípa inn í áður en gervigreindin tekur völdin

Guðfaðir gervigreindar sagði upp hjá Google til að geta varað óheft við tækninni. Lektor í tölvunarfræði segir fulla ástæðu til að staldra við í gervigreindarkapphlaupinu - og frumkvöðull kunnugur tæknigeiranum varar við því að tæknin hreinlega taki yfir, grípi stjórnvöld ekki í taumana.

Innlent
Fréttamynd

Ákváðu að fara í allan pakkann

„Það var auðvelt fyrir hann að selja mér pælinguna,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir athafnakona og áhrifavaldur, um ákvörðunina að flytja inn með kærastanum, Valgeiri Gunnlaugssyni, oft þekktur sem Valli Flatbaka, í parhús á Seltjarnarnesi.

Lífið
Fréttamynd

„Ég myndi horfa á það hvað er að gerast á bak við skjáinn“

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, telur það ekki aðalatriði fyrir foreldra að fylgjast með klukkustundum í skjátíma hjá börnum í snjallsímum á degi hverjum, heldur mun frekar hvað börnin eru að gera í símunum. Sjá má viðtal við Hilmar í innslaginu hér að ofan þar sem hann ræðir þetta atriði og nýja stóra erlenda fjárfestingu í verkefni á vegum fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnur ó­sáttar við að vera bendlaðar við Twitter-á­skrift

Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að krukka í hvernig hann útdeilir staðfestingamerkjum til notenda sinna. Heimsþekktir einstaklingar sem misstu merkið eftir nýlegar breytingar fengu það skyndilega til baka. Þeir eru ekki allir sáttir þar sem Twitter gefur ranglega í skyn að þeir hafi greitt fyrir þjónustuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu í sínu lífi

Fyrirsætan Hailey Bieber segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu sem hún hefur upplifað á sínum fullorðinsárum. Ástæðan er neteinelti sem Hailey hefur orðið fyrir vegna drama á milli hennar og söng- og leikkonunnar Selenu Gomez. Eineltið var svo gróft að undanfarna mánuði hefur Hailey meðal annars borist hatursfull skilaboð og morðhótanir.

Lífið
Fréttamynd

Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter

Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt.

Viðskipti erlent