Lífið

Einfalt og hollt „Helgu hrökkkex“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helga Gabríela matreiðslumaður deilir iðulega hollum og einföldum uppskriftum fyrir alla fjölskylduna.
Helga Gabríela matreiðslumaður deilir iðulega hollum og einföldum uppskriftum fyrir alla fjölskylduna.

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri og einfaldri uppskrift afðhrökkkexi á samfélagsmiðlinum Instagram. Helgu hrökkkexið, eins og hún kallar það, aðeins níu innihaldsefni. 

Helgu hrökkkex

Innihaldsefni:

  • 100 gr. sólblómafræ
  • 70 gr. graskersfræ
  • 30 gr. hampfræ
  • 30 gr. hörfræ
  • 30 gr. chia fræ
  • 2 matskeiðar husk
  • 180 ml. vatn
  • Klífa af sjávarsalti
  • 2 matskeiðar næringager (má sleppa)
Lífræn og fá innihaldsefni.Helga Gabríela

Aðferð:

  • Allt sett saman í skál og hrært saman.
  • Látið standa í tuttugu mínútur og hitið ofninn í 150 gráður.
  • Best er að setja bökunarpappír yfir og undir deigið og rúlla því þunnt út. Þar næst skal setja pappírinn með útrúllaða deiginu beint á bökunarplötuna. (Sniðugt að skera deigið í bita með pítsaskera áður en það fer inn í ofn.
  • Bakið við 150 gráður í blástursofni í klukkustund eða þar til hrökkkexið er orðið gyllt og stökkt.
„Ljúffengt og gott kex fyrir alla fjölskylduna,“ segir Helga Gabríela.
Innihaldsefnin eru sett í skál og blandað saman.Helga Gabríela
Fletjið deigið út á smjörpappír.Helga Gabríela
Bakið við 150 gráður í klukkustund, eða þar til gyllt og stökkt.Helga Gabríela

Helga deilir iðulega einföldum og hollum uppskriftum á samfélagsmiðli sínum. 

Hér að neðan má sjá uppskrift að hollum klöttum sem hún bakaði með syni sínum, Mána, síðastliðinn sunnudag.


Tengdar fréttir

„Bara varúð, þetta er hættulega gott“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af hinu sígilda döðlugotti á samfélagsmiðli sínum. Döðlugotteríið, eins og hún kallar það, inniheldur aðeins sex innihaldsefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×