Heilbrigðismál

Fréttamynd

Konur eru ekki bara útungunarvélar

Undanfarin misseri hafa réttindi kvenna yfir eigin líkama verið skert á dramatískan hátt víðsvegar um heiminn. Það kann því að skjóta skökku við að hér ætli ég að kvarta yfir skertum réttindum kvenna á Íslandi. En það ætla ég nú samt að gera.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram gríðarlegt álag á heilsugæslunni þó sumrinu sé að ljúka

Gríðarlegt álag er á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins um þessar mundir. Mönnun er að komast í eðlilegt horf eftir sumarið en nú tekur við uppsöfnuð þörf eftir síðustu tvö ár. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir nokkra bið eftir tímum og býst við að róðurinn verði áfram þungur.

Innlent
Fréttamynd

Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf

Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð.

Innlent
Fréttamynd

Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust

Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Tryggjum leiðina....

21. september er alþjóðlegur dagur heilabilunar. Efnt er til málþings Alzheimer-samtakanna í Háskólabíó sem hefst klukkan 16:30 og stendur í tvær klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

„Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir mikilvægt að koma í veg fyrir lyfjaskort á landinu eftir að greint var frá því fyrr á árinu að skortur væri á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Um sé að ræða viðvarandi verkefni  og unnið sé að umbótum á ýmsum sviðum. Bæta þurfi meðal annars upplýsingamiðlun til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna og auka samstarf við Norðurlöndin.

Innlent
Fréttamynd

„Það er svo gaman að lifa“

Þúsundir magaerma-og hjáveituaðgerða hafa verið gerðar hér á landi síðustu ár og greinilegt að þörfin er mikil. Ein þeirra sem hefur farið í slíka aðgerð síðustu ár segist hafa verið búin að prófa alla mögulega kúra áður. Hún hugsaði sig lengi um en fékk nóg af aukaþyngdinni þegar hún gat ekki lengur fylgt eiginmanni sínum eftir.

Lífið
Fréttamynd

Krabbameinsdeildin löngu sprungin og engin lausn á borðinu

Krabbameinsdeild Landspítalans er löngu sprungin og engar lausnir í sjónmáli, segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinskjarna spítalans, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir aðstöðuna á deildinni langt í frá ásættanlega og að veikt fólk geti ekki beðið.

Innlent
Fréttamynd

Elísa­bet, vínið og veikindin

Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown.

Skoðun
Fréttamynd

1.573 lyfjatengd atvik skráð árið 2021

Hérlendis voru 11.474 atvik skráð í heilbrigðisþjónustu á landinu öllu árið 2021. Algengustu skráðu atvikin voru byltur en lyfjatengd atvik voru næst algengust, 1.573 talsins, eða 14 prósent. Með atviki er átt við eitthvað sem má betur fara við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklings.

Innlent
Fréttamynd

Safna upp­lýsingum um líðan í Co­vid í fjórða sinn: „Við vonum að við þurfum ekki að halda á­fram mikið lengur“

Verið er að safna gögnum í fjórða sinn sem hluta af rannsókninni Líðan þjóðar á tímum Covid en prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum segir mikilvægt að fylgja áhrifum faraldursins eftir þó greiningum hafi fækkað. Vonandi sé þetta síðasta gagnasöfnunin en niðurstöðurnar geti gagnast ef heimsfaraldur af sambærilegri stærðargráðu komi aftur upp.

Innlent
Fréttamynd

Efni úr of­skynjunar­sveppum lofar góðu: „Allt öðru­vísi en öll önnur lyf sem við höfum verið að nota við þung­lyndi“

Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningarskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Það er þó langt í land þar til hægt er að mæla með meðferðinni, enda sé psílósýbín allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Van­hugsað penna­strik í heil­brigðis­ráðu­neytinu

Sjúkratryggingar Íslands hafa að ósk heilbrigðisráðuneytis sagt upp samningi um starfendurhæfingu á Reykjalundi. Þar með slitinn þráður sem rekja má allt til þess að SÍBS stofnaði Reykjalund árið 1945 sem vinnuheimili, þ.e. starfsendurhæfingu, fyrir berklasjúklinga. Rökin virðast þau að starfsendurhæfing eigi heima í öðru ráðuneyti, því bent er á félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Virk starfsendurhæfingarsjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Píeta hafi bjargað fjöl­skyldunni eftir and­lát Gísla Rúnars: „Það þarf ein­hver að raða saman brotunum“

Leikkonan Edda Björgvinsdóttir segir Píeta samtökin hafa bjargað fjölskyldu sinni eftir að leikarinn Gísli Rúnar Jónsson féll fyrir eigin hendi fyrir rúmum tveimur árum. Hún segir lífsnauðsynlegt að fólk viti af þeim úrræðum sem standa til boða. Formaður stjórnar Píeta samtakanna segir það markmiðið að vekja aftur von hjá fólki sem er ef til vill búið að missa hana. 

Innlent
Fréttamynd

Besta lyfið við slit­gigt

Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri.

Skoðun