„Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2023 09:43 Dana Jóhannsdóttir, móðir Begga Dan, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að hafa legið þar inn í ellefu vikur. Vísir/Samsett Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. Greint var frá því í vikunni að rannsókn lögreglu á hendur Skúla, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína á tilefnislausar lífslokameðferðir, væri á lokametrunum. Hann er grunaður um að bera ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga hans á árunum 2018-2020. Þar á meðal var Dana Kristín Jóhannsdóttir sem var 73 ára þegar hún lést, ellefu vikum eftir að hún var lögð inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í hvíldarinnlögn. Fjölskylda hennar hefur stigið fram opinberlega og sett fram harða gagnrýni á Skúla Tómas og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) vegna málsins. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum.Hann var sendur í leyfi frá spítalanum í maí á síðasta ári. Skúli óskaði sjálfur eftir því að fara í leyfi, en er nú snúinn aftur. Hann starfar nú á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi. Sætta sig ekki við að Skúli snúi aftur Þetta ætlar fjölskylda Dönu ekki að sætta sig við, eins og glögglega kom fram í viðtali við Begga Dan Gunnarsson, son Dönu, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er vanvirðing við okkur, við ætlum ekki að sætta okkur við þetta, ég og mín fjölskylda. Þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að vinna með honum og þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsinu,“ segir Beggi. Þar fór hann yfir málið frá sjónarhorni fjölskyldunnar og lýsti meðal annars hvernig komið hafi verið fram við móður hans á HSS. Þar var hún send í hvíldarinnlögn en var í raun sett í lífslokameðferð. Sagði Beggi að hún hafi falið í sér mikla lyfjagjöf. „Morfíni og slævandi lyfjum. Þannig að hún bara út úr heiminum, í rauninni. Fékk ekkert um það ráðið. Þegar hún reynir að mótmæla þessari lyfjagjöf settu þeir morfín-plástra á bakið á henni þannig að hún náði þeim ekki af. Þetta var bara agaleg upplifun,“ sagði Beggi. Sagði hann að fjölskyldan hafi gert ítrekaðar athugasemdir við meðferðina. „Bara um leið og við sáum að hún var út úr heiminum af þessum lyfjum. Það var logið upp í opið geðið á okkur. Að hún væri deyjandi, sem hún var ekki. Hún er á lífslokameðferð í sex vikur,“ sagði Beggi. Svört skýrsla landlæknis Eftir andlát Dönu kvartaði fjölskyldan til embættis landlæknis. Sú kvörtun skilaði sér í svartri skýrslu embættisins. Þar voru alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Dönu. „Þegar við gerum þetta opinbert og eftir að skýrsla Landlæknis berst okkur þá förum við að fá skilaboð frá öðrum sem hafa upplifaða svipaða hluti með sína ástvini.“ Frá sama lækni? „Já, frá sama lækni.“ Á sama sjúkrahúsi? „Já, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þannig að þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Sem fyrr segir er Skúli Tómas grunaður í sex málum. Beggi segir að fjölskyldan upplifi það sem mikla óvirðingu að Skúli Tómas skuli vera starfandi á Landspítalanum. „Það finnst mér gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Okkur finnst það sé verið að sýna okkur mikla óvirðingu, okkur aðstandendum. Ekki bara mömmu, heldur allra þessara meintu fórnarlamba. Í hvert skipti sem að ég kem fram í fjölmiðlum eða skrifa pistil sem vekur athygli þá fæ ég skilaboð. Ég hef fengið slatta af skilaboðum frá fólki sem er að vinna á spítalanum. Sem er að vinna með Skúla á Landspítalanum. Þeim finnst mjög óþægilegt að vinna með honum. En þau þora ekki fyrir sitt litla líf að minnast á það við sína yfirmenn að ótta við að missa vinnuna,“ segir Beggi. Sendi Skúla skilaboð í gegnum útvarpið Að sögn Begga er rannsókn lögreglu á málunum sem tengjast Skúla lokið og bíða nú ákvörðunar um hvort gefin verði út ákæra. Biðlaði hann til Skúla um að halda sig til hlés á meðan málið væri til meðferðar. „Mig langar þá bara að koma þeim skilaboðum til Skúla að hann ætti að sýna smá sómakennd og vera heima hjá sér á meðan niðurstaða fæst í þessi mál. Það er óásættanlegt að hann sé að vafra á göngum spítalans á þessum tímapunkti.“ Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að rannsókn lögreglu á hendur Skúla, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga sína á tilefnislausar lífslokameðferðir, væri á lokametrunum. Hann er grunaður um að bera ábyrgð á dauðsföllum sex sjúklinga hans á árunum 2018-2020. Þar á meðal var Dana Kristín Jóhannsdóttir sem var 73 ára þegar hún lést, ellefu vikum eftir að hún var lögð inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í hvíldarinnlögn. Fjölskylda hennar hefur stigið fram opinberlega og sett fram harða gagnrýni á Skúla Tómas og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) vegna málsins. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas væri aftur kominn til starfa á Landspítalanum.Hann var sendur í leyfi frá spítalanum í maí á síðasta ári. Skúli óskaði sjálfur eftir því að fara í leyfi, en er nú snúinn aftur. Hann starfar nú á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi. Sætta sig ekki við að Skúli snúi aftur Þetta ætlar fjölskylda Dönu ekki að sætta sig við, eins og glögglega kom fram í viðtali við Begga Dan Gunnarsson, son Dönu, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er vanvirðing við okkur, við ætlum ekki að sætta okkur við þetta, ég og mín fjölskylda. Þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að vinna með honum og þetta er vanvirðing við fólkið sem þarf að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsinu,“ segir Beggi. Þar fór hann yfir málið frá sjónarhorni fjölskyldunnar og lýsti meðal annars hvernig komið hafi verið fram við móður hans á HSS. Þar var hún send í hvíldarinnlögn en var í raun sett í lífslokameðferð. Sagði Beggi að hún hafi falið í sér mikla lyfjagjöf. „Morfíni og slævandi lyfjum. Þannig að hún bara út úr heiminum, í rauninni. Fékk ekkert um það ráðið. Þegar hún reynir að mótmæla þessari lyfjagjöf settu þeir morfín-plástra á bakið á henni þannig að hún náði þeim ekki af. Þetta var bara agaleg upplifun,“ sagði Beggi. Sagði hann að fjölskyldan hafi gert ítrekaðar athugasemdir við meðferðina. „Bara um leið og við sáum að hún var út úr heiminum af þessum lyfjum. Það var logið upp í opið geðið á okkur. Að hún væri deyjandi, sem hún var ekki. Hún er á lífslokameðferð í sex vikur,“ sagði Beggi. Svört skýrsla landlæknis Eftir andlát Dönu kvartaði fjölskyldan til embættis landlæknis. Sú kvörtun skilaði sér í svartri skýrslu embættisins. Þar voru alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Dönu. „Þegar við gerum þetta opinbert og eftir að skýrsla Landlæknis berst okkur þá förum við að fá skilaboð frá öðrum sem hafa upplifaða svipaða hluti með sína ástvini.“ Frá sama lækni? „Já, frá sama lækni.“ Á sama sjúkrahúsi? „Já, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þannig að þetta er fljótt að vinda upp á sig.“ Sem fyrr segir er Skúli Tómas grunaður í sex málum. Beggi segir að fjölskyldan upplifi það sem mikla óvirðingu að Skúli Tómas skuli vera starfandi á Landspítalanum. „Það finnst mér gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Okkur finnst það sé verið að sýna okkur mikla óvirðingu, okkur aðstandendum. Ekki bara mömmu, heldur allra þessara meintu fórnarlamba. Í hvert skipti sem að ég kem fram í fjölmiðlum eða skrifa pistil sem vekur athygli þá fæ ég skilaboð. Ég hef fengið slatta af skilaboðum frá fólki sem er að vinna á spítalanum. Sem er að vinna með Skúla á Landspítalanum. Þeim finnst mjög óþægilegt að vinna með honum. En þau þora ekki fyrir sitt litla líf að minnast á það við sína yfirmenn að ótta við að missa vinnuna,“ segir Beggi. Sendi Skúla skilaboð í gegnum útvarpið Að sögn Begga er rannsókn lögreglu á málunum sem tengjast Skúla lokið og bíða nú ákvörðunar um hvort gefin verði út ákæra. Biðlaði hann til Skúla um að halda sig til hlés á meðan málið væri til meðferðar. „Mig langar þá bara að koma þeim skilaboðum til Skúla að hann ætti að sýna smá sómakennd og vera heima hjá sér á meðan niðurstaða fæst í þessi mál. Það er óásættanlegt að hann sé að vafra á göngum spítalans á þessum tímapunkti.“
Læknamistök á HSS Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Bítið Tengdar fréttir Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05
Býst við að mál læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði fellt niður Lögmaður læknis, sem grunaður er ásamt öðrum lækni um stórfelld brot í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, telur að ný gögn í máli hans muni leiða til niðurfellingar þess. 26. júlí 2022 14:01
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35
Skúli Tómas segir mat liggja fyrir um náttúrulegan dauðdaga sjúklinga Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir sem sætir rannsókn vegna gruns um að hafa endurtekið sett sjúklinga sína í tilefnislausar lífslokameðferðir segir umfjöllun um málið hafa verið afar villandi og hreinilega ranga. Hann segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. 19. janúar 2023 11:16