Heilbrigðismál

Fréttamynd

Heilbrigðisstarfsmenn mistúlkuðu mislingapróf

Heilbrigðisstarfsmenn gerðu mistök við túlkun á mislingaprófi á ungu barni sem nú er með mislinga að sögn sóttvarnalæknis og því fór barnið á leikskóla í góðri trú. Hann harmar mistökin. Tugir eru nú í sótthví vegna mögulegs smits.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu þúsund dagarnir mikil­vægastir

Í meltingarvegi okkar eru flestar örverur líkamans, örverur sem telja trilljónir. Þessar örverur köllum við þarma­flóru en um 10.000 tegundir hafa verið skilgreindar á og í mannslíkamanum. Af þeim eru sumar heilnæmar fyrir líkamann en aðrar ekki.

Innlent
Fréttamynd

Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga

Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga

Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini

Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Fá 300 milljónir króna í styrk til að byggja upp lífs­ýna­safn

Rannsóknarhópur sem starfar undir forystu Sigurðar Yngva Kristinsson, prófessors í blóðskjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið 300 milljóna króna styrk til þess að byggja upp lífssýnasafn í tengslum við þjóðarátakið Blóðskimun til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum

Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Fundu gamalt myndefni af syninum

Þegar Lóa Pind var að undirbúa gerð heimildaþátta um sjálfsvíg kom í ljós að sonur hennar, 28 ára gamall kvikmyndanemi, hafði tekið upp myndefni af Ingólfi Bjarna Kristinssyni rúmu ári áður en hann svipti sig lífi.

Lífið