Segir umræðu um þungunarrof á Alþingi engum til sóma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2019 20:19 Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/gva „Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
„Umræðan um málið á Alþingi er gengin út í algjörar öfgar og komin út í hreina vitleysu, engum til sóma“ Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, um umræðu sem þingmenn hafa staðið fyrir um þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra. Frumvarpið heimilar konum að rjúfa meðgöngu allt fram á tuttugustu og aðra viku meðgöngu. Jóhanna gerði grein fyrir skoðun sinni í stöðuuppfærslu á Facebook. „Einn þingmaður ásakar þá þingmenn sem tala fyrir auknum rétti að vilja drepa barn í móðurkviði, sem er vægast sagt afar ósmekklegt,“ skrifar Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, um að gæta orða sinna eftir að Inga lét eftirfarandi orð falla: „Það er markmiðið að þetta verði gert og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrra hrópum og gleðihljóðum, þegar við ætlum að taka hér ákvörðun um það að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði, og ég mun alltaf segja nei,“ Jóhönnu fannst orðræða stuðningsmanna frumvarpsins heldur ekki vera til eftirbreytni. „Annar ber sér á brjóst og segir þetta mesta kvenfrelsismál síðustu 100 árin sem er fjarstæða. Og sá þriðji spyr hver réttur fósturs sé til að erfa eignir, sem erfitt er að sjá að eigi erindi inn í umræðuna.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í ræðustól Alþingis að þingmenn stæðu frammi fyrir því að greiða atkvæði um eitt stærsta kvenfrelsismál Alþingis á öldinni. Hún sagði að þrátt fyrir að frumvarpið væri gríðarlegt fagnaðarefni afhjúpaði það raunverulega afstöðu nokkurra þingmanna til kvenna og sérfræðinga. Þá vildi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að frumvarpið yrði dregið til baka svo hægt yrði að fjalla nánar um málið, meðal annars á grundvelli lagalegra réttinda þeirra sem ekki hafa fæðst, rétt ófæddra barna til að erfa eignir foreldra sinna. Sjá frétt Stundarinnar um málið. Jóhanna segir að skynsamlegast væri að róa umræðuna og fresta málinu til næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun“. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í næstu viku.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15 Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00 Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51 Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Alþingismenn tókust harkalega á í gær í umræðum um þungunarrof. Sumir þingmenn vilja takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs og færa löggjöfina aftur um áratugi. 8. maí 2019 07:15
Þingforseti bað Ingu Sæland að gæta orða sinna í umræðu um þungunarrof Harkalega var tekist á um frumvarp um þungunarrof á alþingi í dag en með frumvarpinu verður konum heimilt að láta rjúfa þungun allt að tuttugustu og annarri viku við þriðju umræðu á Alþingi í dag. 7. maí 2019 18:00
Bein útsending: Hart tekist á um þungunarrof á Alþingi Óli Björn Kárason, bað um að þriðju umræðu um þungunarrofsfrumvarpið yrði frestað. 7. maí 2019 15:51
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20