Aðeins fimm daga bið eftir greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 08:00 Ekki er bið á því að komast í greiningu hjá Krabbameinsfélaginu. Aðeins fimm daga tekur að lesa úr röntgenmyndum í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það í takt við evrópskar leiðbeiningar þar um. Á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag var fjallað um skort á röntgenlæknum við skimun eftir brjóstakrabbameinum. Eftir umfjöllun blaðsins bárust Krabbameinsfélaginu ábendingar um að skilja mætti greinina svo að vegna skorts á læknum væru tafir á myndgreiningu, það er úrlestri röntgenmynda eftir skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Rétt er að árétta að svo er alls ekki heldur liggja niðurstöður röntgenmynda sem teknar eru við skimanir fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði fyrir innan fimm daga frá því að skimun fer fram,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Ef niðurstöður röntgenmynda benda til að eitthvað krefjist frekari skoðunar er konum vísað í svokallaða sérskoðun af brjóstum, sem felst oftast í ómskoðun og eða ástungu.“ Því er ekki svo að bið sé eftir þjónustunni frá Krabbameinsfélaginu. Að jafnaði er um 4 prósentum kvenna vísað í sérskoðun í framhaldi af skimun. Biðtími eftir þeirri skoðun var á tímabili allt of langur, eftir að framkvæmd skoðananna færðist til Landspítala þann 1. janúar 2017. „Til að vinna niður biðlista hefur spítalinn endurtekið ráðið lækna að utan tímabundið. Ráðstafanir spítalans hafa gert það að verkum að biðtími eftir sérskoðunum hefur styst en enn þarf að bæta í til að biðin sé ekki lengri en tvær vikur eins og kveðið er á um í evrópskum leiðbeiningum,“ segir Halla enn fremur. „Ljóst er að finna þarf leiðir sem duga til þess að biðtími sé alltaf innan ásættanlegra marka og ekki verði til biðlisti sem krefst sérstaks átaks að ná niður.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Aðeins fimm daga tekur að lesa úr röntgenmyndum í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir það í takt við evrópskar leiðbeiningar þar um. Á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag var fjallað um skort á röntgenlæknum við skimun eftir brjóstakrabbameinum. Eftir umfjöllun blaðsins bárust Krabbameinsfélaginu ábendingar um að skilja mætti greinina svo að vegna skorts á læknum væru tafir á myndgreiningu, það er úrlestri röntgenmynda eftir skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Rétt er að árétta að svo er alls ekki heldur liggja niðurstöður röntgenmynda sem teknar eru við skimanir fyrir brjóstakrabbameini að jafnaði fyrir innan fimm daga frá því að skimun fer fram,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. „Ef niðurstöður röntgenmynda benda til að eitthvað krefjist frekari skoðunar er konum vísað í svokallaða sérskoðun af brjóstum, sem felst oftast í ómskoðun og eða ástungu.“ Því er ekki svo að bið sé eftir þjónustunni frá Krabbameinsfélaginu. Að jafnaði er um 4 prósentum kvenna vísað í sérskoðun í framhaldi af skimun. Biðtími eftir þeirri skoðun var á tímabili allt of langur, eftir að framkvæmd skoðananna færðist til Landspítala þann 1. janúar 2017. „Til að vinna niður biðlista hefur spítalinn endurtekið ráðið lækna að utan tímabundið. Ráðstafanir spítalans hafa gert það að verkum að biðtími eftir sérskoðunum hefur styst en enn þarf að bæta í til að biðin sé ekki lengri en tvær vikur eins og kveðið er á um í evrópskum leiðbeiningum,“ segir Halla enn fremur. „Ljóst er að finna þarf leiðir sem duga til þess að biðtími sé alltaf innan ásættanlegra marka og ekki verði til biðlisti sem krefst sérstaks átaks að ná niður.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira