Heilbrigðismál Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Innlent 24.4.2019 12:08 Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. Erlent 24.4.2019 02:02 Mikil leit eftir berklasmit Sóttvarnalæknir hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að einstaklingum sem komust í tæri við einstakling sem greindist með lungnaberkla í febrúar á þessu ári. Innlent 24.4.2019 02:02 Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis. Innlent 23.4.2019 22:13 Lést úr listeríusýkingu eftir að hafa borðað lax um jólin Konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Innlent 23.4.2019 21:26 Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Innlent 23.4.2019 16:55 Embætti landlæknis flýr mygluna og flytur á Rauðarárstíg Landlæknisembættið flytur frá Heilsuverndarstöðinni á Barónstíg á Rauðarárstíg 10 í næstu viku vegna mygluvanda. Innlent 23.4.2019 16:05 Alvarlegur skortur á sjúkraliðum á Landspítala og hjúkrunarheimilum Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Kulnun hjá stéttinni hefur farið vaxandi og fjölmörg dæmi um að fólk hafi fallið úr vinnu. Innlent 23.4.2019 11:39 Öll brotin framin inni á salernunum Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar. Innlent 21.4.2019 13:17 Um þrjátíu manns nota vímuefni í æð á Suðurnesjum Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar. Innlent 19.4.2019 17:23 Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Aldrei hefur verið jafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Innlent 19.4.2019 17:42 Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt. Innlent 19.4.2019 12:20 Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. Innlent 18.4.2019 17:59 Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. Innlent 18.4.2019 13:38 Afskiptur hópur í kerfinu sem býr við mjög skert lífsgæði Löng bið er eftir sérhæfðri þjónustu við vefjagigt sem talið er að um tólf þúsund Íslendingar þjáist af. Framkvæmdastjóri Þrautar, miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma, segir þennan hóp afskiptan í heilbrigðiskerfinu. Innlent 18.4.2019 02:03 Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Innlent 18.4.2019 02:03 Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Innlent 17.4.2019 12:52 Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Innlent 17.4.2019 11:41 Krefst mats á áhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík á heilsu íbúa Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Innlent 17.4.2019 08:25 Bóluefni við ebólu veitir mikla vernd Bóluefni við ebólu sem notað hefur verið í tilraunaskyni til að bæla niður faraldur sem nú geisar í Kongó hefur borið afar jákvæðan árangur. Erlent 17.4.2019 02:01 Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. Innlent 17.4.2019 06:42 Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Innlent 16.4.2019 18:28 Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Erlent 16.4.2019 02:00 Öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á skólavist í skóla sem mætir þörfum þeirra Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Innlent 15.4.2019 17:42 „Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Vonast til að biðlistar vegna liðskiptaaðgerða verði teknir upp á ríkisstjórnarfundi. Innlent 15.4.2019 13:43 Taka þurfi fyrr og fastar á málum Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Innlent 13.4.2019 18:11 Leggur fram breytta bólusetningartillögu: „Eftir hverju er verið að bíða?“ Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Innlent 13.4.2019 10:42 Ætti að vera jafn auðvelt að fá hjálp og að fara á kaffihús Bergið, stuðningssetur fyrir ungt fólk, verður rekið í anda Headspace-hugmyndafræðinnar sem byggir á því að ungt fólk geti leitað sér aðstoðar án skilyrða og því sé tekið af hlýju og skilningi. Innlent 13.4.2019 02:00 Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga Hjúkrunarráð Landspítala sendi í gær frá sér áskorun þar sem skorað er á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa skort á hjúkrunarfræðingum á spítalanum að leiðarljósi. Innlent 13.4.2019 02:02 Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Innlent 12.4.2019 18:14 « ‹ 172 173 174 175 176 177 178 179 180 … 216 ›
Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Innlent 24.4.2019 12:08
Fyrsta bóluefnið gegn malaríu Fyrstu stóru prófanirnar á bóluefni við malaríu hófust í Malaví í gær. BBC greindi frá prófununum í gær og sagði bóluefnið til þess hugsað að vernda börn að hluta gegn hinum skæða sjúkdómi. Erlent 24.4.2019 02:02
Mikil leit eftir berklasmit Sóttvarnalæknir hefur staðið fyrir umfangsmikilli leit að einstaklingum sem komust í tæri við einstakling sem greindist með lungnaberkla í febrúar á þessu ári. Innlent 24.4.2019 02:02
Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis. Innlent 23.4.2019 22:13
Lést úr listeríusýkingu eftir að hafa borðað lax um jólin Konan var með undirliggjandi ónæmisbælingu. Innlent 23.4.2019 21:26
Heilbrigðisráðherra væntir lausna á mönnunarvanda í komandi kjarasamningum Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að bæta starfsaðstæður hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og finna lausnir í komandi kjarasamningum. Þá þurfi að leita leiða til að fá fólk aftur til starfa á spítalana. Fjórum legurýmum var lokað á krabbameinsdeild Landspítalans í dag vegna mönnunarvanda að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Innlent 23.4.2019 16:55
Embætti landlæknis flýr mygluna og flytur á Rauðarárstíg Landlæknisembættið flytur frá Heilsuverndarstöðinni á Barónstíg á Rauðarárstíg 10 í næstu viku vegna mygluvanda. Innlent 23.4.2019 16:05
Alvarlegur skortur á sjúkraliðum á Landspítala og hjúkrunarheimilum Alvarlegur skortur er á sjúkraliðum á heilbrigðisstofnunum sem veldur miklu álagi á þá sem starfa í faginu að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Kulnun hjá stéttinni hefur farið vaxandi og fjölmörg dæmi um að fólk hafi fallið úr vinnu. Innlent 23.4.2019 11:39
Öll brotin framin inni á salernunum Verkefnastjóri hjá Neyðarmóttökunni, sem hefur frætt starfsmenn skemmtistaða um kynferðisofbeldi undanfarna mánuði, segir nauðsynlegt að öryggisráðstafanir séu í lagi á stöðunum, til dæmis myndavélar. Innlent 21.4.2019 13:17
Um þrjátíu manns nota vímuefni í æð á Suðurnesjum Talið er að rúmlega þrjátíu manns á Suðurnesjum noti vímuefni í æð og er hópurinn að yngjast samkvæmt þarfagreiningu Rauða krossins á svæðinu. Í haust mun mun skaðaminnkunarverkefni, Fröken Ragnheiður, fara af stað á Suðurnesjum þar sem notendur geta sótt sér hreinar nálar. Innlent 19.4.2019 17:23
Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Aldrei hefur verið jafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Innlent 19.4.2019 17:42
Ástandið grafalvarlegt á Akranesi Fimm manns eru fastir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands því ekki er hægt að útskrifa þá þar sem ekki er pláss á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi. Þar eru hátt í fjörutíu manns á biðlista og segir stjórnarformaður Höfða ástandið vera grafalvarlegt. Innlent 19.4.2019 12:20
Sjö af hverjum tíu aðgerðum frestað á gjörgæsludeild Landspítalans Deildarstjóri segir að álag á starfsfólk sé gríðarlegt og geri það útsett fyrir kulnun. Þetta veldur líka andlegri og líkamlegri vanlíðan hjá sjúklingum og lengri tíma tekur að útskrifa þá af spítalanum. Innlent 18.4.2019 17:59
Sjúklingar og starfsfólk á gjörgæslu Landspítalans líða fyrir undirmönnun Deildarstjóri gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut segir alvarlegan skort á hjúkrunarfræðingum á deildinni. Ef nýta ætti öll rúm sem eru til staðar þyrfti að ráða í tíu til tólf stöðugildi. Hann segir mikið álag á starfsfólk nú þegar og of algengt að fresta þurfi aðgerðum. Innlent 18.4.2019 13:38
Afskiptur hópur í kerfinu sem býr við mjög skert lífsgæði Löng bið er eftir sérhæfðri þjónustu við vefjagigt sem talið er að um tólf þúsund Íslendingar þjáist af. Framkvæmdastjóri Þrautar, miðstöðvar vefjagigtar og tengdra sjúkdóma, segir þennan hóp afskiptan í heilbrigðiskerfinu. Innlent 18.4.2019 02:03
Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Innlent 18.4.2019 02:03
Vill að þjónusta sjálfstætt starfandi lækna verði nýtt til að eyða biðlistum Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin. Innlent 17.4.2019 12:52
Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Innlent 17.4.2019 11:41
Krefst mats á áhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík á heilsu íbúa Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Innlent 17.4.2019 08:25
Bóluefni við ebólu veitir mikla vernd Bóluefni við ebólu sem notað hefur verið í tilraunaskyni til að bæla niður faraldur sem nú geisar í Kongó hefur borið afar jákvæðan árangur. Erlent 17.4.2019 02:01
Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. Innlent 17.4.2019 06:42
Helga Möller biðlar til ráðamanna að eyða biðlistum í liðskiptaaðgerðir Helga Möller söngkona sem er óvinnufær vegna slitgigtar í mjöðm gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að beina sjúklingum á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða frekar til Svíþjóðar en til einkarekinna stofa hér á landi. Hún segir skorta heildarsýn í málaflokknum og biðlar til ráðamanna að leysa vandann. Innlent 16.4.2019 18:28
Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Erlent 16.4.2019 02:00
Öll börn á skólaskyldualdri eiga rétt á skólavist í skóla sem mætir þörfum þeirra Menntamálaráðherra segir að öll börn á skólaskyldualdri eigi rétt á skólavist í skóla sem mæti þörfum þeirra. Ástandið sé ekki ásættanlegt og við því þurfi að bregðast við. Innlent 15.4.2019 17:42
„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Vonast til að biðlistar vegna liðskiptaaðgerða verði teknir upp á ríkisstjórnarfundi. Innlent 15.4.2019 13:43
Taka þurfi fyrr og fastar á málum Deildarstjóri hjá barna- og unglingageðdeild segir að mæta þurfi þörfum barna með einhverfu miklu fyrr og fastar, áður en þau þurfa að leita til Landspítalans. Innlent 13.4.2019 18:11
Leggur fram breytta bólusetningartillögu: „Eftir hverju er verið að bíða?“ Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Innlent 13.4.2019 10:42
Ætti að vera jafn auðvelt að fá hjálp og að fara á kaffihús Bergið, stuðningssetur fyrir ungt fólk, verður rekið í anda Headspace-hugmyndafræðinnar sem byggir á því að ungt fólk geti leitað sér aðstoðar án skilyrða og því sé tekið af hlýju og skilningi. Innlent 13.4.2019 02:00
Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga Hjúkrunarráð Landspítala sendi í gær frá sér áskorun þar sem skorað er á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa skort á hjúkrunarfræðingum á spítalanum að leiðarljósi. Innlent 13.4.2019 02:02
Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Innlent 12.4.2019 18:14