Heilbrigðismál

Fréttamynd

Útvarpssendarnir eru ekki hættulegir fólki

Eðlisfræðifélagið hafnar vangaveltum Vigdísar Hauksdóttur um hættu af geislum frá mastri á Úlfarsfelli. Aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins segir hættuna ekki vísindalega staðfesta. „Það er enginn óskeikull,“ svarar Vigdís.

Innlent
Fréttamynd

Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum

Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð

Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits.

Innlent
Fréttamynd

Engin ný mislingatilfelli

Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi og er því heildarfjöldi smita enn fimm staðfest smit og eitt vafatilfelli.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri ungmenni sprauta sig í æð

Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi.

Innlent
Fréttamynd

Eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni

Rannsóknir benda til þess að á bilinu eitt til fimm prósent íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af hrotum. Þau börn eru líklegri til að þjást af athyglisbresti og ofvirkni eða öðrum kvillum. Nýrri rannsókn á hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag.

Innlent
Fréttamynd

Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit

Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri.

Innlent
Fréttamynd

Á leið í annað húsnæði sem reyndist vafasamt

Börn í Fossvogsskóla fá ekki kennslu í Kópavogi frá og með mánudegi eins og tilkynnt var. Þar reyndust rakaskemmdir sem er einmitt það ástand sem verið er að flýja í Fossvogi. Tíðindin valda miklum vonbrigðum segir skólastjórinn.

Innlent
Fréttamynd

Tæp 95 prósent vilja bólusetningarskyldu

Könnun fyrirtækisins Zenter rannsókna leiðir í ljós yfirgnæfandi stuðning við að lögfest verði skylda til bólusetninga og að þær verði gerðar að skilyrði fyrir leikskólavist.

Innlent
Fréttamynd

Dósent í taugavísindum telur aðgengi að lyfjum þurfa að vera betra

Engar beiðnir hafa borist frá læknum til lyfjastofnunar um nýtt lyf við MND sjúkdómnum, lyfið er leyft í Bandaríkjunum og Japan. Dósent í taugavísindum segir að aðgengi sjúklinga sem glíma við slíka sjúkdóma að lyfjum eigi að vera frjálst og auðvelt í nánu samstarfi við lækna. Fjármagn til rannsókna á taugahrörnunarsjúkdómum er af skornum skammti hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Bólusetningar gengu vel í dag

Bólusetningar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu gengu vel í dag en hægt var að fá mislingabólusetningu frá klukkan 12:00 til 15:00.

Innlent