Ofbeldi gegn börnum Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Innlent 8.11.2021 19:34 Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Innlent 8.11.2021 12:09 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ Innlent 7.11.2021 14:26 Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. Innlent 6.11.2021 09:00 Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. Erlent 4.11.2021 08:14 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2.11.2021 07:06 Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Innlent 27.10.2021 22:09 Ofbeldi snertir allt samfélagið Ofbeldi verður til umfjöllunar á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sen fram fer á Reykjavík Natura í dag. Málþingið er haldið í samvinnu við fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fræðslu- og skólaþjónustu, fötlunarmálum, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu. Innlent 26.10.2021 09:16 Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. Innlent 21.10.2021 15:50 Dómur vegna nauðgunar á sex ára barnabarni þyngdur um hálft ár Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa nauðgað og kynferðislega brotið á sex ára gömlu stjúpbarnabarni sínu. Þá var maðurinn dæmdur fyrir vörslu og áhorf á myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjaness um hálft ár. Innlent 15.10.2021 16:27 Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst. Erlent 12.10.2021 14:04 Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Innlent 1.10.2021 21:39 „Ósjálfrátt hætti ég að anda í hvert skipti sem ég keyrði fram hjá“ „Ég tala við krakkana í bekknum bæði um persónulega reynslu mína og að þau verði að þekkja sín mörk,“ segir kennarinn Elín Hulda Harðardóttir frá Blönduósi. Þegar hún var 18 ára menntaskólanemi á Akureyri var henni nauðgað. Lífið 30.9.2021 17:01 Starfsmenn WHO meðal þeirra sem brutu kynferðislega gegn konum í Lýðveldinu Kongó Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) voru meðal 83 starfsmanna hjálparstofnana sem beittu konur og stúlkur kynferðislegri misnotkun í Lýðveldinu Kongó á árunum 2018 til 2020. Erlent 29.9.2021 07:22 Helmingur allra ofbeldisbrota heimilisofbeldi Um helmingur allra ofbeldisbrota sem komið hafa til meðferðar hjá lögreglu frá því í ársbyrjun 2020 falla undir heimilisofbeldi, samtals 1.554 brot. Innlent 23.9.2021 08:20 Umsvifamesti miðlari grófs barnaníðsefnis dæmdur í 27 ára fangelsi Eric Eoin Marques, 36 ára, hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að setja upp og reka vefþjóna sem hýstu 8,5 milljónir mynda og myndskeiða af barnaníð. Þarlend yfirvöld segja Marques umsvifamesta miðlara barnakláms sem sögur fara af. Erlent 16.9.2021 07:52 Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 10.9.2021 15:08 Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga. Innlent 8.9.2021 10:33 Sprenging í ofbeldistilkynningum til Íþróttabandalagsins Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár miðað við árin á undan. Bandalagið hefur tilkynnt alvarlegustu málin til lögreglu og barnaverndar. Innlent 4.9.2021 20:00 Sautján ára brotaþoli í kynferðisbrotamáli þarf að koma fyrir dóm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að sautján ára brotaþoli í kynferðisbrotamáli þurfi að koma fyrir dóm sem vitni. Innlent 4.9.2021 18:00 Vilja að skráningakerfi vegna ofbeldismála verði fært af pappír Tilkynningar til barnaverndar vegna ofbeldis á heimilum eru iðulega sendar milli landshluta með bréfpósti. Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tilkynningakerfi vegna ofbeldis sé samræmt og fært af pappír á netkerfi. Innlent 30.8.2021 13:44 Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“ Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Lífið 25.8.2021 23:34 Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. Erlent 21.8.2021 23:14 Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Enski boltinn 20.8.2021 10:31 Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. Erlent 18.8.2021 22:58 Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. Innlent 18.8.2021 13:16 Valdbeitingarmenning á hverfanda hveli Ég gæti sagt frá barni sem var gert að kynferðislegu viðfangi fullorðins manns þegar það var tveggja og hálfs árs. Þetta unga barn upplifði fullkomið valdleysi gagnvart honum sem ákvað að svala fýsnum sínum og nota barnslíkama til þess. Skoðun 29.7.2021 08:00 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. Innlent 21.7.2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. Innlent 20.7.2021 13:52 Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. Innlent 9.7.2021 19:01 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 28 ›
Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Innlent 8.11.2021 19:34
Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Innlent 8.11.2021 12:09
„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ Innlent 7.11.2021 14:26
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. Innlent 6.11.2021 09:00
Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. Erlent 4.11.2021 08:14
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2.11.2021 07:06
Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Innlent 27.10.2021 22:09
Ofbeldi snertir allt samfélagið Ofbeldi verður til umfjöllunar á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sen fram fer á Reykjavík Natura í dag. Málþingið er haldið í samvinnu við fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fræðslu- og skólaþjónustu, fötlunarmálum, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu. Innlent 26.10.2021 09:16
Læsa hliðum til að bregðast við áreiti karlmanns í Laugardal Knattspyrnufélagið Þróttur í Reykjavík hefur ákveðið að loka öllum nema einum aðgangi að gervigrasvelli sínum í Laugardal til að sporna við áreiti karlmanns gagnvart börnum í Dalnum. Íþróttastjóri Þróttar lýsir algjöru úrræðaleysi því þótt maðurinn sé endurtekið handtekinn er hann mættur jafnharðan á svæðið. Innlent 21.10.2021 15:50
Dómur vegna nauðgunar á sex ára barnabarni þyngdur um hálft ár Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa nauðgað og kynferðislega brotið á sex ára gömlu stjúpbarnabarni sínu. Þá var maðurinn dæmdur fyrir vörslu og áhorf á myndir sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Landsréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjaness um hálft ár. Innlent 15.10.2021 16:27
Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst. Erlent 12.10.2021 14:04
Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Innlent 1.10.2021 21:39
„Ósjálfrátt hætti ég að anda í hvert skipti sem ég keyrði fram hjá“ „Ég tala við krakkana í bekknum bæði um persónulega reynslu mína og að þau verði að þekkja sín mörk,“ segir kennarinn Elín Hulda Harðardóttir frá Blönduósi. Þegar hún var 18 ára menntaskólanemi á Akureyri var henni nauðgað. Lífið 30.9.2021 17:01
Starfsmenn WHO meðal þeirra sem brutu kynferðislega gegn konum í Lýðveldinu Kongó Starfsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) voru meðal 83 starfsmanna hjálparstofnana sem beittu konur og stúlkur kynferðislegri misnotkun í Lýðveldinu Kongó á árunum 2018 til 2020. Erlent 29.9.2021 07:22
Helmingur allra ofbeldisbrota heimilisofbeldi Um helmingur allra ofbeldisbrota sem komið hafa til meðferðar hjá lögreglu frá því í ársbyrjun 2020 falla undir heimilisofbeldi, samtals 1.554 brot. Innlent 23.9.2021 08:20
Umsvifamesti miðlari grófs barnaníðsefnis dæmdur í 27 ára fangelsi Eric Eoin Marques, 36 ára, hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að setja upp og reka vefþjóna sem hýstu 8,5 milljónir mynda og myndskeiða af barnaníð. Þarlend yfirvöld segja Marques umsvifamesta miðlara barnakláms sem sögur fara af. Erlent 16.9.2021 07:52
Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 10.9.2021 15:08
Grunaður um að hafa lokkað dreng upp í bíl og brotið á honum Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem er grunaður um að hafa í ágúst lokkað fjórtán ára dreng upp í bílinn sinn og brotið á honum. Karlmaðurinn var handtekinn sama dag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Meðal gagna málsins eru samskipti í farsíma þar sem umræður eru af kynferðislegum toga. Innlent 8.9.2021 10:33
Sprenging í ofbeldistilkynningum til Íþróttabandalagsins Sprenging hefur orðið í tilkynningum um ofbeldismál til Íþróttabandalags Reykjavíkur í ár miðað við árin á undan. Bandalagið hefur tilkynnt alvarlegustu málin til lögreglu og barnaverndar. Innlent 4.9.2021 20:00
Sautján ára brotaþoli í kynferðisbrotamáli þarf að koma fyrir dóm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að sautján ára brotaþoli í kynferðisbrotamáli þurfi að koma fyrir dóm sem vitni. Innlent 4.9.2021 18:00
Vilja að skráningakerfi vegna ofbeldismála verði fært af pappír Tilkynningar til barnaverndar vegna ofbeldis á heimilum eru iðulega sendar milli landshluta með bréfpósti. Afbrotafræðingur segir nauðsynlegt að tilkynningakerfi vegna ofbeldis sé samræmt og fært af pappír á netkerfi. Innlent 30.8.2021 13:44
Var nauðgað fjögurra ára: „Hann horfði bara á mig og sagði: Hún byrjaði“ Hin 29 ára gamla Jóhanna Helga átti vægast sagt erfiða æsku sem einkenndist af neyslu móður hennar. Hún var send í fóstur og leiddist út í neyslu þegar hún var átján ára gömul. Jóhanna sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. Lífið 25.8.2021 23:34
Greiddu mútur svo R. Kelly gæti gifst 15 ára stúlku Fyrrverandi tónleikaskipuleggjandi söngvarans R. Kelly viðurkenndi fyrir rétti í gær að hann hefði mútað opinberum starfsmanni til að falsa skilríki söngkonunnar Aaliyah þegar hún var 15 ára svo Kelly gæti gifst henni. Þau töldu þá að hún væri orðin ólétt eftir hann. Erlent 21.8.2021 23:14
Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Enski boltinn 20.8.2021 10:31
Sagði R. Kelly vera rándýr Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. Erlent 18.8.2021 22:58
Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. Innlent 18.8.2021 13:16
Valdbeitingarmenning á hverfanda hveli Ég gæti sagt frá barni sem var gert að kynferðislegu viðfangi fullorðins manns þegar það var tveggja og hálfs árs. Þetta unga barn upplifði fullkomið valdleysi gagnvart honum sem ákvað að svala fýsnum sínum og nota barnslíkama til þess. Skoðun 29.7.2021 08:00
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. Innlent 21.7.2021 10:50
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. Innlent 20.7.2021 13:52
Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. Innlent 9.7.2021 19:01
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent