Ofbeldi gegn börnum Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Innlent 20.11.2024 17:15 Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Erlent 13.11.2024 07:46 Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 sýna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum. Enn segist þó um helmingur stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð. Þá hafa um þrettán prósent stúlkna í 10. bekk verið beittar kynferðisofbeldi af jafnaldra en hlutfallið lækkar á milli ára. Innlent 12.11.2024 15:02 Móðirin ætlar að áfrýja Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Innlent 12.11.2024 14:56 Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan. Innlent 12.11.2024 13:33 Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Innlent 12.11.2024 10:25 Sló átta ára dóttur sína eftir tap Faðir og þjálfari hinnar átta ára gömlu Valinu Fetiu beitti hana ofbeldi eftir að hún tapaði úrslitabardaga á Evrópumóti barna í taekwondo í Tirana í Albaníu. Hann hefur nú verið úrskurðaður í hálfs árs bann. Sport 11.11.2024 12:32 Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. Innlent 6.11.2024 09:44 Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Innlent 5.11.2024 19:01 Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. Innlent 5.11.2024 15:49 Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Innlent 1.11.2024 16:58 Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. Innlent 1.11.2024 15:27 Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari sem hlaut dóm í sumar fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni ítrekað, fær áheyrn Hæstaréttar vegna málsins. Hann var sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti og á því rétt á áfrýjun. Innlent 1.11.2024 12:02 Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Landsréttur hefur staðfest sjö ára fangelsisdóm Theódórs Páls Theódórssonar, þrítugs matreiðslumanns, fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstelpum, vændiskaup og vörslu barnaníðsefnis. Innlent 31.10.2024 15:26 Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn nákomnu stúlkubarni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir, gegn stúlkubarni. Hann er sagður hafa ógnað lífi, heilsu og velferð stúlkunnar á alvarlegan hátt með háttsemi sinni. Innlent 25.10.2024 20:25 Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða fjölmiðla á málþing um kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar sem haldið er á morgun, föstudaginn 25. október kl. 13:30–15:15 í Veröld, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík. Innlent 25.10.2024 13:03 Ákærður fyrir að nauðga barni og afhenda því áfengi daginn eftir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna tveggja atvika sem eru sögð hafa átt sér stað í lok júlímánaðar 2023. Innlent 24.10.2024 07:30 Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. Innlent 23.10.2024 07:02 Nektarmyndir gerðar óskýrar sjálfkrafa á Instagram Á Instagram verða nektarmyndir nú sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum. Unglingar undir 18 ára aldri munu ekki geta breytt stillingu á reikningu úr einkaham [e. private) nema með samþykki forráðamanna. Þetta eru meðal nýrra aðgerða sem Meta, eigandi Instagram, hefur tilkynnt um sem eiga að vernda ungmenna gegn kynlífskúgun (e. sextortion) og hótunum um dreifingu kynferðislegra mynda. Innlent 19.10.2024 12:43 Ítrekuð brot gegn grunnskólastúlku nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi. Innlent 17.10.2024 17:05 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. Innlent 15.10.2024 23:54 Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Innlent 15.10.2024 13:22 Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Sextán ára dreng frá Kólumbíu verður vísað úr landi ásamt föður sínum klukkan 13 í dag. Faðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðir drengsins hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum. Innlent 15.10.2024 12:14 Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. Innlent 15.10.2024 11:33 „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. Innlent 15.10.2024 06:31 Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar. Innlent 11.10.2024 14:59 Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku 9. október næstkomandi til minningar um konur sem hafa látið lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Innlent 4.10.2024 23:47 Nýjar lausnir gegn ofbeldi Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Skoðun 4.10.2024 09:03 „Töluverður og alvarlegur“ misbrestur við vinnslu mála Brotið var ítrekað gegn málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar, leiðbeiningar til starfsfólks skorti, verkferlar voru óskýrir og samskipti við aðila mála voru ekki í samræmi við lög og reglugerðir. Innlent 30.9.2024 18:20 Riddarar kærleikans Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Skoðun 27.9.2024 06:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 27 ›
Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Karlmaður hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands vegna kynferðisbrota gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var tólf til fjórtán ára gömul. Innlent 20.11.2024 17:15
Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth. Erlent 13.11.2024 07:46
Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 sýna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum. Enn segist þó um helmingur stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð. Þá hafa um þrettán prósent stúlkna í 10. bekk verið beittar kynferðisofbeldi af jafnaldra en hlutfallið lækkar á milli ára. Innlent 12.11.2024 15:02
Móðirin ætlar að áfrýja Móðir sem sakfelld var fyrir að verða sex ára syni sínum að bana og reyna að bana ellefu ára syni sínum ætlar að áfrýja dóminum til Landsréttar. Lögmaður hennar telur að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Innlent 12.11.2024 14:56
Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Mennta og barnamálaráðuneytið kynnir niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar klukkan 14 til 16:30 í dag Hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hægt verður að horfa í streymi hér að neðan. Innlent 12.11.2024 13:33
Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“. Innlent 12.11.2024 10:25
Sló átta ára dóttur sína eftir tap Faðir og þjálfari hinnar átta ára gömlu Valinu Fetiu beitti hana ofbeldi eftir að hún tapaði úrslitabardaga á Evrópumóti barna í taekwondo í Tirana í Albaníu. Hann hefur nú verið úrskurðaður í hálfs árs bann. Sport 11.11.2024 12:32
Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd til átján ára fangelsisvistar fyrir að myrða sex ára son sinn á heimili þeirra að Nýbýlavegi í Kópavogi og að reyna að myrða annan son sinn í janúar. Innlent 6.11.2024 09:44
Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Innlent 5.11.2024 19:01
Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Karlmaður á Vesturlandi hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot, meðal annars með því að hafa ógnað barnsmóður sinni með haglabyssu. Konan kvaðst fyrir dómi hafa verið búin að kveðja börnin sín í huganum umrætt sinn. Innlent 5.11.2024 15:49
Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Innlent 1.11.2024 16:58
Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Dósent í afbrotafræði sér vísbendingar um aukinn vopnaburð barna og ungmenna. Mörg barnanna sem beita ofbeldi hafa orðið sjálf fyrir ofbeldi. Nálgast þarf börnin á styðjandi hátt í stað refsandi. Innlent 1.11.2024 15:27
Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari sem hlaut dóm í sumar fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni ítrekað, fær áheyrn Hæstaréttar vegna málsins. Hann var sýknaður í héraði en sakfelldur í Landsrétti og á því rétt á áfrýjun. Innlent 1.11.2024 12:02
Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Landsréttur hefur staðfest sjö ára fangelsisdóm Theódórs Páls Theódórssonar, þrítugs matreiðslumanns, fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstelpum, vændiskaup og vörslu barnaníðsefnis. Innlent 31.10.2024 15:26
Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn nákomnu stúlkubarni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir, gegn stúlkubarni. Hann er sagður hafa ógnað lífi, heilsu og velferð stúlkunnar á alvarlegan hátt með háttsemi sinni. Innlent 25.10.2024 20:25
Kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóli Íslands boða fjölmiðla á málþing um kynferðisofbeldi gegn börnum með notkun gervigreindar sem haldið er á morgun, föstudaginn 25. október kl. 13:30–15:15 í Veröld, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík. Innlent 25.10.2024 13:03
Ákærður fyrir að nauðga barni og afhenda því áfengi daginn eftir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna tveggja atvika sem eru sögð hafa átt sér stað í lok júlímánaðar 2023. Innlent 24.10.2024 07:30
Ákærð fyrir að draga barn af leikvelli og upp tröppur Kona hefur verið ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast með ofbeldi gagnvart dreng í Reykjavík þann 30. maí 2020. Innlent 23.10.2024 07:02
Nektarmyndir gerðar óskýrar sjálfkrafa á Instagram Á Instagram verða nektarmyndir nú sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum. Unglingar undir 18 ára aldri munu ekki geta breytt stillingu á reikningu úr einkaham [e. private) nema með samþykki forráðamanna. Þetta eru meðal nýrra aðgerða sem Meta, eigandi Instagram, hefur tilkynnt um sem eiga að vernda ungmenna gegn kynlífskúgun (e. sextortion) og hótunum um dreifingu kynferðislegra mynda. Innlent 19.10.2024 12:43
Ítrekuð brot gegn grunnskólastúlku nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði áður dæmt hann í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins, en vildi meina að háttsemi hans hefði ekki verið nauðgun. Landsréttur segir að um nauðgun sé að ræða og dæmir hann í fimm ára fangelsi. Innlent 17.10.2024 17:05
Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. Innlent 15.10.2024 23:54
Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Innlent 15.10.2024 13:22
Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Sextán ára dreng frá Kólumbíu verður vísað úr landi ásamt föður sínum klukkan 13 í dag. Faðir drengsins afsalaði sér forsjá drengsins til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðir drengsins hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn drengnum. Innlent 15.10.2024 12:14
Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. Innlent 15.10.2024 11:33
„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. Innlent 15.10.2024 06:31
Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar. Innlent 11.10.2024 14:59
Kertavaka til minningar um konur sem hafa dáið vegna kynbundins ofbeldis Félagasamtökin Öfgar og Hagsmunasamtök brotaþola boða til kertavöku 9. október næstkomandi til minningar um konur sem hafa látið lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Innlent 4.10.2024 23:47
Nýjar lausnir gegn ofbeldi Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Skoðun 4.10.2024 09:03
„Töluverður og alvarlegur“ misbrestur við vinnslu mála Brotið var ítrekað gegn málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar, leiðbeiningar til starfsfólks skorti, verkferlar voru óskýrir og samskipti við aðila mála voru ekki í samræmi við lög og reglugerðir. Innlent 30.9.2024 18:20
Riddarar kærleikans Óskiljanlegt ofbeldi hefur átt sér stað í samfélagi okkar undanfarna mánuði. Það eru eðlileg mannleg viðbrögð að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Eins og biskupinn okkar segir er það heilbrigðismerki, merki um samkennd. Skoðun 27.9.2024 06:02