Börn og uppeldi

Fréttamynd

Barnið sem ör­orku­bætur munu bjarga

Fyrir nokkru hafði móðir samband við mig því drengurinn hennar dansar við landamæri Sumarlandsins og samfélagið horfir á. Á hinu barnvæna Íslandi, þessu frábæra norræna velferðarsamfélagi virðist ekki vera hægt að gera neitt til þess að koma honum til hjálpar.

Skoðun
Fréttamynd

Anna og Valdimar í skýjunum með frum­burðinn

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og Anna Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru í skýjunum eftir að nýr sonur þeirra mætti með hvelli í heiminn á mánudag.

Lífið
Fréttamynd

Hvernig gerum við nú í nýrri bylgju?

Þegar þetta er skrifað er nýkomið í ljós að tæplega 60 manns greindust smituð af kórónuveirunni í gær. Við eru komin á kaf í nýja bylgju faraldursins – og það þrátt fyrir að hafa nánast lokið bólusetningu hjá þjóðinni. Í umræðunni má greina mörg stef: vonbrigði, gremju, ótta og furðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjarðar­bær hyggst gefa ný­burum krútt­­körfur

Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Veldið stækkar og barn númer tvö á leiðinni

Lífið og lánið virðist leika við rapparann Herra Hnetusmjör þessa dagana, sem og blessað barnalánið. Sara Linn­eth Castañeda kærasta Árna Páls tilkynnti í dag að von væri á þeirra öðru barni. 

Lífið
Fréttamynd

Valda­bar­átta heimilisins – ertu að missa völdin?

Samband og samskipti foreldra og barna eru allskonar. Þau er síbreytileg og hafa til dæmis aldur og þroski foreldra og barna þar áhrif. Foreldrar og börn leggja sitt af mörkum til sambandsins en eðlilega er það þannig að foreldrarnir hafa ,,völdin”, þeir bera ábyrgð á börnum sínum, veita þeim skjól og öryggi, hlýju og kærleik, umhyggju og ást.

Skoðun
Fréttamynd

Ólafía Þórunn í skýjunum með frum­burðinn

Sonur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur atvinnukylfings og Thomas Bojanowski kom í heiminn þann 29. júní og er parið í skýjum með frumburðinn. Frá þessu greinir Ólafía í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún birtir glæsilega mynd af nýburanum.

Lífið
Fréttamynd

Vara við því að óbólu­sett börn ferðist til út­landa

Margir Íslendingar stefna á ferðalög í sumar, bæði innanlands og utan, og er fólk farið að flykkjast út á Keflavíkurflugvöll til að halda í frí til útlanda. Einhverjir hafa þó velt fyrir sér ágæti þess að taka börnin með í frí en börn undir 16 ára aldri hafa flest hver ekki verið bólusett þó svo að fullorðna fólkið hafi nær allt verið það.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að borgin rannsaki starfsemi vöggustofa

Fimm karlmenn sem voru vistaðir á vöggustofum sem reknar voru á vegum Reykjavíkurborgar á síðustu öld krefjast þess að borgaryfirvöld rannsaki starfsemi þeirra og afleiðingar hennar á börn. Þeir segja að vistunin á vöggustofunum hafi valdið þeim og fjölskyldum þeirra skaða.

Innlent
Fréttamynd

Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum

Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum

Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­búa ís­lensku­nám barna í leik­skóla

Breytingar hafa verið gerðar á aðal­nám­skrá leik­skóla landsins og eiga þær að miða að því að mæta betur þörfum barna með annað móður­mál en ís­lensku og fjöltyngdum börnum í leik­skólum. Leik­skólarnir munu fram­vegis þurfa að leggja grunn að ís­lensku­námi barna.

Innlent
Fréttamynd

Rauð­glóandi síma­línur vegna bólu­­setningar barna

Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust.

Innlent
Fréttamynd

Um sundkennslu

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hefur með bréfi til menntamálaráðuneytisins hvatt til þess að námskrá í sundkennslu verði endurskoðuð. Er sú afstaða byggð á fjölda samtala við börn og ungmenni sem hafa efasemdir um sundkennslu í þeirri mynd sem nú er.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjustu þríburar landsins dafna vel

Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti.

Innlent
Fréttamynd

Móður veitt forsjá í forsjárdeilu

Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var bara hamingjusöm þegar hún var hjá mér“

Annie Mist Þórisdóttir opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi nú á dögunum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún svaf ekki, fann ekki fyrir matarlyst, fann ekki fyrir gleðinni í lífinu og átti erfitt með að hugsa um sig sjálfa og litlu dóttur sína.

Lífið
Fréttamynd

Leggur til að öryggis­mynda­vélar verði settar upp á leik­völlum borgarinnar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði það til á fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar í síðustu viku að settar verði upp myndavélar á öllum leikvöllum borgarinnar. Þetta lagði hún til í kjölfar fregna um að tilraun hafi verið gerð til að nema unga stúlku á brott af leikvelli í Grafarvogi í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Fótboltasjúkir foreldrar í Vestmannaeyjum

Snemma í júní fyllist Heimaey í fyrsta skipti af nokkrum yfir sumarið þegar ellefu og tólf ára stelpur etja kappi í fótbolta. Foreldrar og forráðamenn fjölmenna, gisting bókast upp í bænum og starfsfólk veitingahúsa þarf að hafa sig allt við að koma mat og drykk í skarann. Krakkarnir skemmta sér en foreldrarnir ekki síður. Nýliðið mót er það fjölmennasta sem haldið hefur verið í Eyjum.

Lífið