Landspítalinn

Fréttamynd

Stærstu samtök lækna standi varla undir því að teljast fagfélög

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir vesöld Landspítalans á ábyrgð þjóðar sem hafi kosið að velja sér leiðtoga sem hafi vanrækt heilbrigðiskerfið áratugum saman. Hann segir forstjóra Landspítalans gera það besta úr þeim spilum sem honum séu gefin. Stærstu samtök lækna í landinu standi varla undir því að teljast fagfélög enda sé áherslan á kjarabaráttu en ekki betri heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Varast ber til vamms að segja

Eitt af því sem lærist fljótt þeim sem lendir títt í viðtölum í beinni útsendingu er að svara ekki endilega þeim spurningum sem spyrillinn beinir að manni heldur þeim sem hentar manni að svara.

Skoðun
Fréttamynd

Páll hvetur Kára til að biðjast afsökunar

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hafa vegið ómaklega að starfsfólki spítalans í grein í Læknablaðinu í síðustu helgi. Hann hvetur Kára til að biðja starfsfólkið, hetjur þessa samfélags, afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi!

Um berserki gildir að gott er að hafa þá með sér í liði, en þeir eiga það líka til að slæma sverðinu í eigin bandamenn í öllum ákafanum.

Skoðun
Fréttamynd

Boðar áframhald aðgerða á landamærunum

Takmarkanir á landamærunum eru forsenda þess að hægt sé að slaka á innanlands. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann segir yfirstandandi bylgju á hægri niðurleið.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað

Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans.

Innlent
Fréttamynd

Land­spítalinn hættir að nota hrað­próf

Far­sótta­nefnd Land­spítalans hefur á­kveðið að hætta að nota hr­að­greiningar­próf til að prófa starfs­menn sína, sem eru með væg ein­kenni, fyrir Co­vid-19 og taka PCR-próf al­farið í notkun í staðinn. Í til­kynningu nefndarinnar segir að hrað­prófin séu verri kostur en PCR-próf.

Innlent
Fréttamynd

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgaði um einn á gjörgæslu

Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Covid-sjúklingum fækkar um sex milli daga

Nú liggja sextán sjúklingar á Landspítala vegna Covid-19 en þar af eru fjórir á gjörgæsludeild. Hefur sjúklingum fækkað um sex síðastliðinn sólarhring og var einn fluttur af gjörgæslu.

Innlent
Fréttamynd

Maríanna fyllir í skarðið eftir alvarlegt slys

Maríanna Garðarsdóttir hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra þjónustusviðs á Landspítala af Jóni Hilmari Friðrikssyni, sem er kominn í leyfi vegna alvarlegs slyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Innlent