Minnir á siðareglur lækna í tengslum við umræðu um stöðu bráðamóttökunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 15:00 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, minnti lækna á ákvæði í siðareglum lækna þess eðlis að þeir skuli gæta fyllstu varkárni í umræðu um fagleg mál, í vikulegum forstjórapistli Páls. Hann vill að starfsfólk Landspítalas sameinist í sterku ákalli til stjórnvalda. Tilefni skrifa Páls er gagnrýni Félags bráðalækna vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Félagið hefur sagt að stjórn og forstjóri Landspítalans sé óhæf til að leysa vanda bráðamóttökunnar. Í tilkynningu sem fylgdi opnu bréfinu félagsins til heilbrigðisyfirvalda sagði að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Loforð um úrbætur hefðu hins vegar engu skilað. Páll vill að starfsfólkið sameinist í sterku ákalli Í pistli Páls, sem kom út í gærkvöldi á vef Landspítalans, segir að enn eina ferðina berist neyðarkall frá Landspítalanum. Í löngum pistli fer hann yfir hvernig málið horfi við stjórnendum spítalans og hvað hafi verið gert til að bæta úr stöðu bráðamóttökunnar. Að lokum beinir hann orðum sinnum til starfsmanna spítalans og hvetur þá til þess að gæta hófs í umræðu um Landspítalann, og minnir hann lækna á siðareglur þeirra. „Siðareglur lækna leggja okkur til dæmis þær skyldur á herðar að gera grein fyrir því ef við fáum vitneskju um aðstæður sem telja má faglega óviðunandi (5.gr.). Við verðum hins vegar líka að hafa í huga að í 17. grein sömu siðareglna er það brýnt fyrir læknum að „…gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og … íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi,“ skrifar Páll. Sýna þurfi yfirvegun og mikilvægt sé að „sameinast í gífuryrðalausu, skýru og vel rökstuddu ákalli til þeirra stjórnvalda sem hér taka við á næstu vikum um að gera betur og fjármagna með fullnægjandi hætti heilbrigðisþjónustuna í heild og Landspítala sérstaklega.“ Pistil Páls má lesa hér. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Tilefni skrifa Páls er gagnrýni Félags bráðalækna vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Félagið hefur sagt að stjórn og forstjóri Landspítalans sé óhæf til að leysa vanda bráðamóttökunnar. Í tilkynningu sem fylgdi opnu bréfinu félagsins til heilbrigðisyfirvalda sagði að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Loforð um úrbætur hefðu hins vegar engu skilað. Páll vill að starfsfólkið sameinist í sterku ákalli Í pistli Páls, sem kom út í gærkvöldi á vef Landspítalans, segir að enn eina ferðina berist neyðarkall frá Landspítalanum. Í löngum pistli fer hann yfir hvernig málið horfi við stjórnendum spítalans og hvað hafi verið gert til að bæta úr stöðu bráðamóttökunnar. Að lokum beinir hann orðum sinnum til starfsmanna spítalans og hvetur þá til þess að gæta hófs í umræðu um Landspítalann, og minnir hann lækna á siðareglur þeirra. „Siðareglur lækna leggja okkur til dæmis þær skyldur á herðar að gera grein fyrir því ef við fáum vitneskju um aðstæður sem telja má faglega óviðunandi (5.gr.). Við verðum hins vegar líka að hafa í huga að í 17. grein sömu siðareglna er það brýnt fyrir læknum að „…gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og … íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi,“ skrifar Páll. Sýna þurfi yfirvegun og mikilvægt sé að „sameinast í gífuryrðalausu, skýru og vel rökstuddu ákalli til þeirra stjórnvalda sem hér taka við á næstu vikum um að gera betur og fjármagna með fullnægjandi hætti heilbrigðisþjónustuna í heild og Landspítala sérstaklega.“ Pistil Páls má lesa hér.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49
Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. 30. september 2021 20:56