Landbúnaður

Fréttamynd

Tugir þúsunda heyrúlla til Noregs

Að minnsta kosti tvö hundruð bændur víðs vegar um landið hafa áhuga á að selja hey til Noregs. Bóndinn sem heldur utan um útflutning í Skagafirði segir símann ekki stoppa. Fyrsta skipið fer um mánaðarmótin til Noregs.

Innlent
Fréttamynd

Heimilt að flytja út hey til Noregs

Norska dýraheilbrigðisstofnunin hefur gefið það út að innflutningur á heyi frá Íslandi teljist öruggur komi heyið frá svæðum þar sem riða og garnaveiki hafa ekki greinst á síðustu tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna

Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í ­úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda.

Innlent
Fréttamynd

Frosin stjórnsýsla

Fyrir sjö árum sendu SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem samtökin tóku af skarið og kvörtuðu undan innleiðingu hérlendra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins.

Skoðun
Fréttamynd

ESA krefur íslensk stjórnvöld um svör

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið íslenskum stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar

Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Segir land sitt nýtt í leyfisleysi

Stefán Tryggvason, eigandi jarðarinnar Þórisstaða í Svalbarðsstrandarhreppi við Eyjafjörð, telur sauðfjáreigendur, í skjóli hreppsins, beita land hans án leyfis.

Innlent
Fréttamynd

Kvarta undan herferð Félags garðyrkjumanna

Innnes hefur kvartað til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar sem ber saman innflutt og innlent grænmeti. Framkvæmdastjóri félags garðyrkjumanna segir herferðina hafa átt að vera skemmtilega. "Ekki allir sem hafa húmor fyrir þessu.“

Innlent
Fréttamynd

Segir bændur og neytendur hagnast á tollasamningnum

Nýr tollasamningur Íslendinga og Evrópusambandsins skapar sóknarfæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir og gagnast bæði bændum og neytendum að mati sendiherra ESB á Íslandi. Samningurinn öðlaðist gildi í dag, en með honum fella bæði Íslendingar og sambandið niður tolla á mörghundruð vöruflokka.

Innlent
Fréttamynd

Útflutningur eykst þrátt fyrir styrkingu krónu

Hestaútflutningur hefur aukist um nærri 30 prósent frá árinu 2010 á sama tíma og folöldum hefur fækkað nokkuð. Formaður Félags hrossabænda segir gott verð fást fyrir góða gripi en bændur hafi fækkað hjá sér eftir nokkurt offramboð.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna styðjum við íslenskan landbúnað?

Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða "mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu.

Skoðun