Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 12:29 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson. Landbúnaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. Bændur verði einnig að mæta aukinni samkeppni sem fylgi auknum innflutningi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boðaði til fundar í morgun með fulltrúum ólíkra hópa og sjónarmiða undir yfirskriftinni: „Hvernig aukum við verðmætasköpun í íslenskum landbúnað?“ Ráðherra segist ekki vera með svarið við þessari spurningu eftir fundinn. „En ég heyri þær hugmyndir sem eru uppi. Í grunninn snúast þær fyrst og fremst um það að landbúnaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta breyttum áherslum neytenda á hverjum tíma. Það fannst mér vera stóra línan. Eðlilega eru men með skiptar skoðanir um með hvaða hætti það er best gert,” segir Kristján Þór. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á fundinum. Í erindi hans kom fram að rúmlega fjögur þúsund manns ynnu við landbúnað á Íslandi sem skapaði framleiðsluverðmæti upp á um 51 milljarð króna á ári. Framleidd væru um 32 þúsund tonn af kjöti og 155 milljónir mjólkurlítra. Tekist hefði að hagræða í kúabúskap en ekki í framleiðslu lambakjöts. Framundan eru nýir samningar stjórnvalda við sauðfjárbændur. Kristján Þór segist hafa að leiðarljósi að auka frelsi bænda til framleiðslu. Er lykillinn að því að auka verðmæti til bænda að gerð verði krafa um að bú stækki? „Það er eitt af þeim sjónarmiðum sem hér kom fram. Hugleiðing um það. Sumir sjá líka styrkinn í hinu smáa. Það er fullt af tækifærum líka fyrir það sem kallað hefur verið beint frá býli,” segir landbúnaðarráðherra. Þá segir hann að bændur verði að undirbúa sig fyrir aukna samkeppni. „Ég held að það liggi bara í hlutarins eðli. Þótt ekki væri nema miðað við þann síðasta tollasamning sem tók gildi á þessu ári, hinn 1. maí. Þá er það alveg augljóst að samkeppnin gerir ekkert annað en að aukast,” segir Kristján Þór Júlíusson.
Landbúnaður Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira