Foreldrar gáttaðir á mjólkurgjöf í grunnskólum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2018 15:00 Grunnskólabörnum voru í gær gefnar mjólkurvörur, sem merktar voru Mjólkursamsölunni í bak og fyrir, í tilefni Alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Vísir Fátt virðist vera því til fyrirstöðu að fyrirtæki gefi börnum merktar vörur í grunnskólum borgarinnar – að því gefnu að vörurnar séu notaðar innan veggja skólans og standist siðferðismat skólastjórnenda. Gjafir til skólabarna hafa reglulega ratað í fréttir á undanförnum árum, ekki síst í tengslum við tilraunir Kiwanis-hreyfingarinnar til að gefa reiðhjólahjálma merkta Eimskipafélaginu.Reykjavíkurborg bannaði hjálmagjafirnar árið 2014 því þær stönguðust á við reglur borgarinnar sem kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á gjöfunum merkingar. Af þessum sökum furða foreldrar, sem Vísir hefur rætt við í morgun, sig á því að Mjólkursamsölunni hafi verið heimilt að dreifa mjólk í fjölda reykvískra skóla í gær – í tilefni „Alþjóðlega skólamjólkurdagsins.“ Mjólkurvörurnar séu merktar MS og því hafi þeir átt erfitt með að skilja hvar munurinn á merktum mjólkur- og hjálmagjöfum liggur. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að gjafirnar kunni að virðast sambærilegar telji sviðið að á þeim sé grundvallarmunur. „Mjólkin er gjöf til skólans, sem er þá neytt á þessari stundu og þangað til að hún er búin, á meðan hjálmarnir gera barnið að gangandi auglýsingu fyrir Eimskip. Í því felst munurinn,“ segir Helgi.Helgi GrímssonREYKJAVÍKURBORGSkóla- og frístundasvið geri þar að auki greinarmun á því að gefa börnum vörur í gegnum skólann og því að gefa skólanum vörur, sem hann svo úthluti börnunum. „Þegar það er gjöf til barns í gegnum skóla, sem að er barninu til eignar og ber auglýsingu, það er litið öðrum augum.“ Sviðið hafi þannig bent Kiwanis-mönnum á að þeir gætu komið sér upp gjafastöð, t.d. í Kringlunni, þar sem hægt væri að úthluta merktu hjálmunum. „Þá er val foreldra hvort þau fari með börnin til að þiggja gjöfina eða ekki.“ Þarna [í hjálmagjöfunum] var hins vegar verið að nota skólann sem vettvang til gjafa til barna án þess að foreldrar hefðu í raun aðkomu að málinu. Þar liggur þessi munur,“ segir Helgi.Kiwanishreyfingin gaf grunnaskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið lagði til. Hjálmarnir báru merki Eimskipa.VÍSIR/PJETURÞegar Helgi er spurður hvort að það sé þá nokkuð því til fyrirstöðu að önnur fyrirtæki komi og gefi merktar vörur til barna, ef þau nota vörurnar inni í skólanum, segir hann svo ekki vera. Slíkar gjafir falli í raun í sama flokk og þau merktu námsgögn sem börnum sé úthlutað. „Þau eru öll merkt viðkomandi framleiðanda. Í mynd- og handmennt er til að mynda verið að nota liti, hvort sem það eru gamlir Crayon-litir eða Neocolor. Við erum að láta börn nota tölvur í skólanum, þær eru merktar framleiðandanum. Við getum aldrei þurrkað öll auðkenni af vörum sem við erum að afhenda börnum til notkunar í skólastarfi,“ segir Helgi.Varan verði að standast siðferðismatÞannig að það er ekki litið svo á að mjólkurgjöfin inni í skólanum geri barnið að auglýsingaskilti?„Nei, nú erum við að láta börn fá námsgögn til að nota í skólanum - þau eru ekki að fara með þau heim.“Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að önnur fyrirtæki geri slíkt hið sama? „Að gefa skólanum gjafir sem nýtast í skólastarfi? Nei, nei.“Segjum að ég væri að flytja inn heilsusmyrsl, mætti ég gefa börnunum það?„Til notkunar í skólastarfi? Já, ef það er mat skólans að það skipti máli í þessu starfi. Varan verður líka að standast siðferðismat, hvað er viðeigandi í skólastarfi og hvað ekki,“ segir Helgi og bætir við, aðspurður að endingu um muninn á mjólkur- og hjálmagjöfum: „Punkturinn er að gjöf á hlut sem merktur er fyrirtæki fari ekki fram í gegnum skólann. Það er í rauninni það sem við vorum að fetta fingur út í. Við hvöttum Kiwanis til að dreifa þessu eftir skóla, í kirkjum eða stórmörkuðum og verslunum, en þeir vildu það ekki. Þeir vildu fara í gegnum skólann.“En þar sem gjöfin frá MS er til skólans en ekki barnanna, að þá lítið þið þetta öðrum augum?„Já, og líka vegna þess að börnin fara ekki með þetta heim. Þau neyta vörunnar á staðnum. Þetta er val barnsins,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Landbúnaður Skóla - og menntamál Neytendur Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Fátt virðist vera því til fyrirstöðu að fyrirtæki gefi börnum merktar vörur í grunnskólum borgarinnar – að því gefnu að vörurnar séu notaðar innan veggja skólans og standist siðferðismat skólastjórnenda. Gjafir til skólabarna hafa reglulega ratað í fréttir á undanförnum árum, ekki síst í tengslum við tilraunir Kiwanis-hreyfingarinnar til að gefa reiðhjólahjálma merkta Eimskipafélaginu.Reykjavíkurborg bannaði hjálmagjafirnar árið 2014 því þær stönguðust á við reglur borgarinnar sem kveða á um að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á gjöfunum merkingar. Af þessum sökum furða foreldrar, sem Vísir hefur rætt við í morgun, sig á því að Mjólkursamsölunni hafi verið heimilt að dreifa mjólk í fjölda reykvískra skóla í gær – í tilefni „Alþjóðlega skólamjólkurdagsins.“ Mjólkurvörurnar séu merktar MS og því hafi þeir átt erfitt með að skilja hvar munurinn á merktum mjólkur- og hjálmagjöfum liggur. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að gjafirnar kunni að virðast sambærilegar telji sviðið að á þeim sé grundvallarmunur. „Mjólkin er gjöf til skólans, sem er þá neytt á þessari stundu og þangað til að hún er búin, á meðan hjálmarnir gera barnið að gangandi auglýsingu fyrir Eimskip. Í því felst munurinn,“ segir Helgi.Helgi GrímssonREYKJAVÍKURBORGSkóla- og frístundasvið geri þar að auki greinarmun á því að gefa börnum vörur í gegnum skólann og því að gefa skólanum vörur, sem hann svo úthluti börnunum. „Þegar það er gjöf til barns í gegnum skóla, sem að er barninu til eignar og ber auglýsingu, það er litið öðrum augum.“ Sviðið hafi þannig bent Kiwanis-mönnum á að þeir gætu komið sér upp gjafastöð, t.d. í Kringlunni, þar sem hægt væri að úthluta merktu hjálmunum. „Þá er val foreldra hvort þau fari með börnin til að þiggja gjöfina eða ekki.“ Þarna [í hjálmagjöfunum] var hins vegar verið að nota skólann sem vettvang til gjafa til barna án þess að foreldrar hefðu í raun aðkomu að málinu. Þar liggur þessi munur,“ segir Helgi.Kiwanishreyfingin gaf grunnaskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið lagði til. Hjálmarnir báru merki Eimskipa.VÍSIR/PJETURÞegar Helgi er spurður hvort að það sé þá nokkuð því til fyrirstöðu að önnur fyrirtæki komi og gefi merktar vörur til barna, ef þau nota vörurnar inni í skólanum, segir hann svo ekki vera. Slíkar gjafir falli í raun í sama flokk og þau merktu námsgögn sem börnum sé úthlutað. „Þau eru öll merkt viðkomandi framleiðanda. Í mynd- og handmennt er til að mynda verið að nota liti, hvort sem það eru gamlir Crayon-litir eða Neocolor. Við erum að láta börn nota tölvur í skólanum, þær eru merktar framleiðandanum. Við getum aldrei þurrkað öll auðkenni af vörum sem við erum að afhenda börnum til notkunar í skólastarfi,“ segir Helgi.Varan verði að standast siðferðismatÞannig að það er ekki litið svo á að mjólkurgjöfin inni í skólanum geri barnið að auglýsingaskilti?„Nei, nú erum við að láta börn fá námsgögn til að nota í skólanum - þau eru ekki að fara með þau heim.“Þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að önnur fyrirtæki geri slíkt hið sama? „Að gefa skólanum gjafir sem nýtast í skólastarfi? Nei, nei.“Segjum að ég væri að flytja inn heilsusmyrsl, mætti ég gefa börnunum það?„Til notkunar í skólastarfi? Já, ef það er mat skólans að það skipti máli í þessu starfi. Varan verður líka að standast siðferðismat, hvað er viðeigandi í skólastarfi og hvað ekki,“ segir Helgi og bætir við, aðspurður að endingu um muninn á mjólkur- og hjálmagjöfum: „Punkturinn er að gjöf á hlut sem merktur er fyrirtæki fari ekki fram í gegnum skólann. Það er í rauninni það sem við vorum að fetta fingur út í. Við hvöttum Kiwanis til að dreifa þessu eftir skóla, í kirkjum eða stórmörkuðum og verslunum, en þeir vildu það ekki. Þeir vildu fara í gegnum skólann.“En þar sem gjöfin frá MS er til skólans en ekki barnanna, að þá lítið þið þetta öðrum augum?„Já, og líka vegna þess að börnin fara ekki með þetta heim. Þau neyta vörunnar á staðnum. Þetta er val barnsins,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Landbúnaður Skóla - og menntamál Neytendur Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Vill að reykvísk börn fái líka að njóta sólmyrkvans Sævar Helgi Bragason ætlar að gefa 45 þúsund börnum sólmyrkvagleraugu í tilefni af mesta sólmyrkva hérlendis í sextíu ár. Fundar með borginni á næstu dögum. 27. janúar 2015 14:00
Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01