Landbúnaður

Fréttamynd

„Bæta þarf gæði gagna!“

Undanfarin misseri hefur sjónum mjög verið beint að tölfræði yfir innflutning landbúnaðarvara til landsins. Nokkur harka hefur jafnvel færst í leikinn og er ég þar að vísa til ummæla sem Páll Rúnar M. Kristjánsson hrl. lét falla í Viðskiptablaðinu sem birtist 20. maí sl.

Skoðun
Fréttamynd

Vogafjós í miklum vandræðum með að fá starfsfólk

Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigandi Vogafjóss í Mývatnssveit segir það sæta mikilli undrun að ekki sé hægt að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu nú þegar ferðamenn streymi til landsins. Hún segir að fólk á lista frá Vinnumálastofnun neiti ítrekað eða svari ekki þegar því er boðin vinna

Innlent
Fréttamynd

Álfadís hefur kastað tuttugu folöldum

Hryssan Álfadís er engin venjuleg hryssa því hún var að kasta sínu tuttugasta folaldi. Mörg af folöldum hennar hafa náð frábærum árangri á sínum ferli, meðal annars stóðhesturinn Álfaklettur, sem er hæst dæmdi kynbóta hestur í heimi.

Innlent
Fréttamynd

Yndisleg sveitaferð heyrnarlausra barna

Það var mikil gleði og ánægja sem skein úr hverju andliti þegar ellefu heyrnarlaus börn eða verulega heyrnarskert heimsóttu sveitabæ í Biskupstungum í Bláskógabyggð í vikunni og fengu að skoða lömbin og að fara á hestbak. Bærinn heitir Myrkholt.

Innlent
Fréttamynd

Tveir bæir bætast á garna­veikilista

Tveir bæir í Suðurfjarðahólfi hafa bæst við á garnaveikilista Matvælastofnunar. Fyrr á árinu var garðfest að garnaveiki hafi komið upp á bænum Lindarbrekku í Djúpavogshreppi en í því hólfi hefur garnaveiki freinst greinst í sauðfé á einum öðrum bæ síðasta áratuginn.

Innlent
Fréttamynd

8 ára „sauðfjárbóndi“ sem les Hrútaskrána

Þó hann sé ekki nema 8 ára er hann búin fyrir löngu að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hér erum við að tala um Helga Fannar Oddsson á bænum Hrafnkelsstöðum við Flúðir, sem ætlar sér að verða sauðfjárbóndi. Hrútaskráin er uppáhalds bókin hans.

Innlent
Fréttamynd

Fylfullar hryssur geta frestað köstun

Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Ræktum Ísland

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðar til blaðamannafundar um Ræktum Ísland!, umræðuskjal um Landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. 

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjár- og geitabændur mega nú slátra sjálfir

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að í dag sé verið að ná ákveðnum áfanga, ganga frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum sem vilja slátra sjálfir og markaðssetja vöru sína, það kleift.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins

Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­jarðir á að selja bændum

Ríkissjóður á fjölda bújarða. Verulegur hluti þeirra er í langtímaábúð, langtímaleigu. Ríkið hefur eignast þessar jarðir með margvíslegum hætti og verður ekki rakið hér frekar.

Skoðun
Fréttamynd

Birta hverja krónu sem bændur fá í styrk

Stuðningsgreiðslur hins opinbera til bænda, tölur um framleiðslu og innflutning búvara og tölfræðilegar upplýsingar um fjölda bænda og búfénaðar eru meðal þeirra upplýsinga sem verða aðgengilegar á nýju Mælaborði landbúnaðarins.

Innlent
Fréttamynd

Mót­sagna­kennd stefnu­mótun í land­búnaði

Landbúnaðarstefna fyrir Ísland er í mótun og það er vel. Matvælastefna var mótuð nýlega og má ljóst vera að við ætlum okkur stóra hluti í matvælaframleiðslu. Öryggi matvæla er sett á oddinn, og markmiðið er að öll matvælaframleiðsla verði sjálfbær fyrir árið 2030.

Skoðun
Fréttamynd

Margrét tekur við for­mennsku af Grétu Maríu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Margréti Hólm Valsdóttur, útibússtjóri Íslandsbanka á Húsavík, nýjan formann Matvælasjóðs. Margrét tekur við formennsku af Grétu Maríu Grétarsdóttur sem réð sig nýverið til starfa hjá Brimi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kýrin Ösp mjólkar allra mest á Suðurlandi

Kýrin Ösp á bænum Birtingaholti í Hrunamannahreppi er mikill kostagripur því hún er nytjahæsta kýrin á Suðurlandi. Ösp mjólkaði vel yfri fimmtíu lítra á dag í sautján vikur í röð á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert páskalamb á borðum Stjörnu-Sævars

Sævar Helgi Bragason sjónvarpsmaður með meiru hefur fengið gríðarleg viðbrögð við þætti sínum um ofbeit á ýmsum landsvæðum. Hann segir að menn megi ekki taka gagnrýni á kerfi svona persónulega.

Innlent